„Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 13:01 Hulda Björk Ólafsdóttir á ferðinni í leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í körfuboltakvöldi telur að gengið hafi verið fram hjá einum leikmanni í Subway deild kvenna í körfubolta þegar nýjasti landsliðshópurinn var valinn. Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta
Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti