Kostar sitt ef þú ætlar að sjá LeBron slá stigametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 15:31 LeBron James heldur alltaf í þá hefð sína að kasta upp púðri fyrir leiki. Hér gerir hann það fyrir leik Los Angeles Lakers í nótt. AP/Frank Franklin II) LeBron James nálgast óðum stigametið í NBA-deildinni og í nótt var hann með þrefalda tvennu í 129-123 sigri Los Angeles Lakers á New York Knicks. Hinn 38 ára gamli James var með 28 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en allar þessar stoðsendingar þýddu að hann fór upp fyrir Steve Nash og upp í fjórða sætið á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Það er hins vegar stigametið sem flestir eru með augu á. Eftir þessa 28 stiga frammistöðu í nótt þá er James kominn með 38.299 stig og er því aðeins 89 stigum frá stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem er 38.387 stig. LeBron er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur en skoraði 34,2 stig í leik í janúar. Hann hefur átt átt fimm fjörutíu stiga leiki síðan að hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok desember. Það þýðir að hann gæti bara þurft þrjá leiki í viðbót til að slá metið. Næstu þrír leikir Lakers liðsins eru á útivelli á móti Indiana Pacers, á útivelli á móti New Orleans Pelicans og svo næsti heimaleikur sem er á móti Oklahoma City Thunder miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi eða eftir slétta viku. Það eru margir með augastað á þessum leik á móti Thunder liðinu og miðaverð á leikinn er farið upp úr öllu veldi. Miðar á leikinn eru núna komnir upp í 27 þúsund Bandaríkjadali eða 10,6 milljónir króna. Það gæti kostað sitt að verða vitni af þeirri sögulegu stund þegar James slær metið. Það sem eykur líkurnar á því að metið falli þetta kvöld er sú staðreynd að það eru hvíldardagar á milli allra leikjanna og að þegar James mætir í leikinn á móti OKC þá er Lakers liðið ekki búið að spila leik tvö kvöld í röð sem þykir nú mikið í leikjaálagi NBA-deildarinnar. LeBron tonight in the Lakers W: 28 PTS 10 REB 11 AST Moves to 4th all-time in assists 1st player ever with triple-double in season 2089 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/urkL55I9YI— NBA (@NBA) February 1, 2023 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Hinn 38 ára gamli James var með 28 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en allar þessar stoðsendingar þýddu að hann fór upp fyrir Steve Nash og upp í fjórða sætið á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Það er hins vegar stigametið sem flestir eru með augu á. Eftir þessa 28 stiga frammistöðu í nótt þá er James kominn með 38.299 stig og er því aðeins 89 stigum frá stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem er 38.387 stig. LeBron er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur en skoraði 34,2 stig í leik í janúar. Hann hefur átt átt fimm fjörutíu stiga leiki síðan að hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok desember. Það þýðir að hann gæti bara þurft þrjá leiki í viðbót til að slá metið. Næstu þrír leikir Lakers liðsins eru á útivelli á móti Indiana Pacers, á útivelli á móti New Orleans Pelicans og svo næsti heimaleikur sem er á móti Oklahoma City Thunder miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi eða eftir slétta viku. Það eru margir með augastað á þessum leik á móti Thunder liðinu og miðaverð á leikinn er farið upp úr öllu veldi. Miðar á leikinn eru núna komnir upp í 27 þúsund Bandaríkjadali eða 10,6 milljónir króna. Það gæti kostað sitt að verða vitni af þeirri sögulegu stund þegar James slær metið. Það sem eykur líkurnar á því að metið falli þetta kvöld er sú staðreynd að það eru hvíldardagar á milli allra leikjanna og að þegar James mætir í leikinn á móti OKC þá er Lakers liðið ekki búið að spila leik tvö kvöld í röð sem þykir nú mikið í leikjaálagi NBA-deildarinnar. LeBron tonight in the Lakers W: 28 PTS 10 REB 11 AST Moves to 4th all-time in assists 1st player ever with triple-double in season 2089 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/urkL55I9YI— NBA (@NBA) February 1, 2023
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira