„Þórsarar horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 15:02 Antonio „Booman“ Williams í leik með KR en hann hefur spilað tvo leiki með liðinu. Annar vannst en hinn tapaðist í framlengingu. Vísir/Diego Tvö lið sem urðu Íslandsmeistarar fyrir aðeins nokkrum árum spila líf upp á líf eða dauða í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Botnlið KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn sem sitja í tíunda sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Guðjón Guðmundsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Subway Körfuboltakvöld, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta skiptir miklu máli. Bæði liðin eru búin að ströggla á þessari leiktíð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau eru búin að vera í svona þriggja liða pakka alveg við fallið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda „Þórsarar unnu síðasta leik á móti Hetti og eru að horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður. Þeir eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og það eru Þórsarar sem eru í næsta örugga sæti fyrir ofan KR. KR-ingar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld,“ sagði Kjartan Atli. Væri það dauðadómur fyrir KR-liðið tapi það leiknum í kvöld? „Nei, ekki alveg. KR-ingar eru búnir að bretta upp ermarnar þó þeir séu í körfuboltabúningum. Þeir líta út fyrir að geta unnið núna mjög mörg lið í þessari deild. Þetta er enginn dauðadómur en mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kjartan. Átta leikmenn úr fyrri leiknum ekki með í kvöld „KR-ingar unnu fyrri leikinn með þremur stigum og til marks um hvað þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir bæði lið þá eru átta leikmenn, sem léku stórt hlutverk í þeim leik, ekki með í kvöld. Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá báðum þessum liðum,“ sagði Kjartan sem sér þó framfarir hjá liðunum tveimur. „Þau eru búin að hitta á góða blöndu og þetta verður svakalegur leikur í kvöld,“ sagði Kjartan. „Það sá það enginn fyrir í upphafi mótsins að KR yrði í þessari stöðu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Skakkaföll sem enginn sá fyrir „Nei það sá það enginn fyrir en ég held að allir hafi séð fyrir að þetta gæti orðið erfitt tímabil. Ekki svona erfitt. Það var ekki hægt að reikna út öll þessi skakkaföll sem KR-ingar urðu fyrir eins og með bandaríska stjörnuleikmanninn þeirra Michael Mallory sem hóf tímabilið með þeim. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og þú getur ekki spáð fyrir um það,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er búið að vera erfitt en Helgi Már þjálfari er búinn að finna fína blöndu núna. Þeir sýndu það á móti Haukum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni,“ sagði Kjartan. Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Botnlið KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn sem sitja í tíunda sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Guðjón Guðmundsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Subway Körfuboltakvöld, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta skiptir miklu máli. Bæði liðin eru búin að ströggla á þessari leiktíð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau eru búin að vera í svona þriggja liða pakka alveg við fallið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda „Þórsarar unnu síðasta leik á móti Hetti og eru að horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður. Þeir eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og það eru Þórsarar sem eru í næsta örugga sæti fyrir ofan KR. KR-ingar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld,“ sagði Kjartan Atli. Væri það dauðadómur fyrir KR-liðið tapi það leiknum í kvöld? „Nei, ekki alveg. KR-ingar eru búnir að bretta upp ermarnar þó þeir séu í körfuboltabúningum. Þeir líta út fyrir að geta unnið núna mjög mörg lið í þessari deild. Þetta er enginn dauðadómur en mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kjartan. Átta leikmenn úr fyrri leiknum ekki með í kvöld „KR-ingar unnu fyrri leikinn með þremur stigum og til marks um hvað þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir bæði lið þá eru átta leikmenn, sem léku stórt hlutverk í þeim leik, ekki með í kvöld. Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá báðum þessum liðum,“ sagði Kjartan sem sér þó framfarir hjá liðunum tveimur. „Þau eru búin að hitta á góða blöndu og þetta verður svakalegur leikur í kvöld,“ sagði Kjartan. „Það sá það enginn fyrir í upphafi mótsins að KR yrði í þessari stöðu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Skakkaföll sem enginn sá fyrir „Nei það sá það enginn fyrir en ég held að allir hafi séð fyrir að þetta gæti orðið erfitt tímabil. Ekki svona erfitt. Það var ekki hægt að reikna út öll þessi skakkaföll sem KR-ingar urðu fyrir eins og með bandaríska stjörnuleikmanninn þeirra Michael Mallory sem hóf tímabilið með þeim. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og þú getur ekki spáð fyrir um það,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er búið að vera erfitt en Helgi Már þjálfari er búinn að finna fína blöndu núna. Þeir sýndu það á móti Haukum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni,“ sagði Kjartan.
Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira