Færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að vera með þrennu í leik: „Úúúúúúúúúú“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Nikola Jokic með boltann í leik með Denver Nuggets. Liðið tapar ekki þegar hann er með þrennu. AP/David Zalubowski Nikola Jokic hefur átt enn eitt frábæra tímabilið með liði Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta og eftir stórleiki í vikunni þá kom hann tölfræði sinni upp í þrennu að meðaltali í leik. Þessi 27 ára gamli serbneski miðherji er einn allra besti sendingamaður deildarinnar og liðsfélagar hans fá hvað eftir annað boltann frá honum í frábærum færum. Jokic, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, er með 25,0 stig, 11,1 frákast og 10,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir 45 fyrstu leikina. Back-to-back 20/10/15 games for Nikola Jokic 22 PTS 14 REB 16 AST pic.twitter.com/neOKo4zGJ7— NBA (@NBA) February 3, 2023 Hann náði sextándu og sautjándu þrennu sinni á tímabilinu í sigrum á New Orleans Pelicans og Golden State Warriors þar sem miðherjinn útsjónarsami bauð upp á 26 stig, 18 fráköst og 15 stoðsendingar á 38 mínútum á móti Pelíkönunum og svo 22 stig, 14 fráköst og 16 stoðsendingar á 33 mínútum á móti meisturum Golden State. Nuggets liðið hefur unnið alla sautján leikina þar sem hann er með þrennu og liðið er á miklu skriði því hann er búinn að vera með þrennu í átta af síðustu tíu leikjum. Jokic var með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik í fyrravetur og veturinn á undan var hann með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar í leik. Bæði árin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eftir fyrri þrennuleikinn var Serbinn spurður út í þá staðreynd að hann væri með þrennu að meðaltali en bauð upp á frekar fyndin viðbrögð eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ljóst að þú færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að hann sé með þrennu að meðaltali. Svarið var fyndið „úúúúúúúúúú“ sem fékk blaðamenn til að skella upp úr. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Þessi 27 ára gamli serbneski miðherji er einn allra besti sendingamaður deildarinnar og liðsfélagar hans fá hvað eftir annað boltann frá honum í frábærum færum. Jokic, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, er með 25,0 stig, 11,1 frákast og 10,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir 45 fyrstu leikina. Back-to-back 20/10/15 games for Nikola Jokic 22 PTS 14 REB 16 AST pic.twitter.com/neOKo4zGJ7— NBA (@NBA) February 3, 2023 Hann náði sextándu og sautjándu þrennu sinni á tímabilinu í sigrum á New Orleans Pelicans og Golden State Warriors þar sem miðherjinn útsjónarsami bauð upp á 26 stig, 18 fráköst og 15 stoðsendingar á 38 mínútum á móti Pelíkönunum og svo 22 stig, 14 fráköst og 16 stoðsendingar á 33 mínútum á móti meisturum Golden State. Nuggets liðið hefur unnið alla sautján leikina þar sem hann er með þrennu og liðið er á miklu skriði því hann er búinn að vera með þrennu í átta af síðustu tíu leikjum. Jokic var með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik í fyrravetur og veturinn á undan var hann með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar í leik. Bæði árin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eftir fyrri þrennuleikinn var Serbinn spurður út í þá staðreynd að hann væri með þrennu að meðaltali en bauð upp á frekar fyndin viðbrögð eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ljóst að þú færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að hann sé með þrennu að meðaltali. Svarið var fyndið „úúúúúúúúúú“ sem fékk blaðamenn til að skella upp úr. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage)
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik