Fögnuðu ofan á mótherja sínum Það eru til slæmir dagar og svo eru þessir einstaklega slæmu dagar eins og einn NBA-leikmaður fékk að upplifa í vikunni. Körfubolti 23. desember 2022 16:31
Isiah Thomas útskýrir af hverju Jordan gerði hann svona reiðan Körfuboltagoðsögnin Isiah Thomas er enn mjög ósáttur með Michael Jordan vegna „Last Dance“ heimildarþáttanna sem slógu í gegn á sínum tíma en máluðu ekki fallega mynd af Thomas. Körfubolti 23. desember 2022 14:31
Sjáðu stiklu úr Hamingjan er hér Hamingjan er hér eru nýir heimildaþættir frá Stöð 2 Sport um sögu körfuboltaliðs Þórs Þorlákshafnar. Körfubolti 22. desember 2022 15:00
LeBron og eigendur Liverpool líta til Las Vegas Fenway Sports Group, sem á meirihluta í enska fótboltaliðinu Liverpool, ætla að selja félagið til að demba sér í bandaríska körfuboltann ásamt körfuboltastjörnunni LeBron James sem á einnig hlut í Liverpool. Þeir hyggjast stofna nýtt lið í NBA-deildinni. Enski boltinn 22. desember 2022 13:00
Sara Rún öflug í sigri Faenza Faenza vann sex stiga sigur á Lucca í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir lét að sér kveða í liði Faenza. Körfubolti 21. desember 2022 23:01
Elvar Már frábær og Rytas í umspil í Meistaradeildinni Rytas Vilníus, lið landsliðsmannsins Elvars Más Friðrikssonar, komst í kvöld í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í körfubolta. Elvar Már átti frábæran leik. Körfubolti 21. desember 2022 21:30
NBA stjarna montaði sig af engisprettuáti en missti síðan af leik vegna magakveisu NBA körfuboltamaðurinn Jimmy Butler missti af leik Miami Heat á móti Chicago Bulls í nótt og sumum þykir ástæðan svolítið vandræðaleg. Körfubolti 21. desember 2022 15:30
„Það á bara að splundra þessu“ Farið var yfir stóru málin í NBA-deildinni í Lögmáli leiksins í gær. Mikil umræða skapaðist um lið Chicago Bulls. Körfubolti 21. desember 2022 15:01
Viðar í Hetti: Fólki hrífst með og það er gott að við séum að gera eitthvað gagn Viðar Örn Hafsteinsson og lærisveinar hans í Hetti frá Egilsstöðum stigu sögulegt skref á dögunum með því að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta. Körfubolti 21. desember 2022 14:02
„Fyrsta skipti í sögu Körfuboltakvölds sem þetta er svona“ Að venju voru „Tilþrif umferðarinnar“ á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Alls voru tíu tilþrif valin og þau má sjá hér að neðan. Sami leikmaður átti bestu og næstbestu tilþrifin að þessu sinni. Körfubolti 20. desember 2022 23:00
Matthías Orri æfir með KR: Endurkoma í kortunum? Matthías Orri Sigurðarson hefur verið að æfa með KR að undanförnu samkvæmt heimildum Vísis. Gæti farið svo að hann taki fram skóna til að hjálpa sínum fyrrum félögum í fallbaráttunni í Subway deild karla. Körfubolti 20. desember 2022 20:45
Lillard tók fram úr Drexler Damian Lillard er orðinn stigahæstur í sögu NBA-liðsins Portland Trail Blazers. Hann tók fram úr Clyde Drexler í nótt. Körfubolti 20. desember 2022 18:31
„Erfitt þegar besti leikmaður liðsins vill að þjálfarinn sé rekinn“ Magnaður viðsnúningur Brooklyn Nets á þeirra tímabili er á meðal þess sem farið verður yfir í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 20. desember 2022 16:32
Sjónvarpsfólkið þarf að passa sig á lukkudýri Thunder Vísundurinn Rumble er lukkudýr NBA körfuboltaliðsins Oklahoma City Thunder og hefur verið það í næstum því einn og hálfan áratug. Körfubolti 20. desember 2022 14:31
Maður í „sjokki“ á bekknum hjá Hetti Varamenn körfuboltaliða skipta miklu máli þegar kemur að því að halda uppi stemmningunni í sínu liði. Þeirra viðbrögð og orka hafa áhrif og einn leikmaður á bekknum hjá Hetti sló í gegn hjá mönnunum í Subway Körfuboltakvöldi. Körfubolti 20. desember 2022 11:00
Framlengingin: Þórsarar eiga mest inni og KR-ingar fá jólagjöf Framlengingin var á sínum stað í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi þar sem Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, fór um víðan völl með sérfræðingunum í setti. Körfubolti 19. desember 2022 23:31
Jokic í sögubækurnar með Chamberlain með einstakri þrennu Nikola Jokic, leikmaður Denver Nuggets, afrekaði í nótt eitthvað sem aðeins Wilt Chamberlain hafði gert í 76 ára sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 19. desember 2022 15:45
„Þetta er algjör einhyrningur í þessari deild“ Ólafur Ólafsson átti stórleik með Grindvíkingum í sigurleik á útivelli á móti Haukum í tíundu umferð Subway deildar karla. Körfubolti 19. desember 2022 13:31
Stjarnan og Keflavík mætast bæði karla- og kvennamegin Stjarnan og Keflavík mætast í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta, bæði í karla- og kvennaflokki. Dregið var í undanúrslitin í hádeginu. Körfubolti 19. desember 2022 12:31
Skorar á Brilla og Matta að taka fram skóna og bjarga KR KR-ingar sitja á botni Subway deildar karla í körfubolta og meira að segja bjartsýnustu KR-ingar hljóta að vera farnir að hafa miklar áhyggjur af því að liðið falli úr deildinni í vor. Körfubolti 19. desember 2022 11:00
Fyrrverandi NBA-stjarna handtekin fyrir að kýla dóttur sína Amar'e Stoudemire, sem var einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á sínum tíma, var handtekinn í gær eftir að hafa kýlt dóttur sína. Körfubolti 19. desember 2022 09:01
Sara Rún, Jón Axel og Hilmar fóru með sigur af hólmi Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, skoraði fimm stig þegar lið hennar Faenza vann sannfærandi sigur gegn Parking Graf Crema í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Körfubolti 18. desember 2022 22:44
Tryggvi og félagar sogast nær fallsætum Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza töpuðu níunda leiknum á tímabilinu í botnbaráttu slag gegn Basquet Girona 78-69. Sport 18. desember 2022 13:30
Er einn af þeim sem breytti leiknum að eigin sögn en vantar hring James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, var í viðtali við Fox Sports á dögunum þar sem hann sagði að hann væri einn af þeim sem hafi breytt körfuboltaleiknum. Philadelphia 76ers er í fimmta sæti Austurdeildarinnar eftir 16 sigurleiki og 12 tapleiki. Sport 18. desember 2022 12:00
Chris Paul útskrifaður úr háskóla Það er þekkt að leikmenn í atvinnumannaíþróttum í Bandaríkjunum hætti í háskóla til þess að komast í atvinnumennsku sem fyrst. Þar eru náttúrlega gull og grænir skógar sem fólk sækist eftir og því er menntunin látin sitja á hakanum. Það er einnig þekkt að leikmenn nái sér í gráðu um miðjan ferilinn og nú er Chris Paul, leikstjórnandi Phoenix Suns, orðinn einn af þeim sem hafa útskrifast úr háskóla Körfubolti 18. desember 2022 09:00
Elvar Már og Þórir Þorbjarnarson í sigurliðum í dag Elvar Már Friðriksson og Þórir Þorbjarnarson stóðu í ströngu með liðum sínum í evrópska körfuboltanum fyrr í dag. Báðir komu þeir einn af varamannabekknum en lögðu lóð sín á vogarskálarnar við að hjálpa liðum sínum að vinna leikina sína. Körfubolti 17. desember 2022 22:30
Sara Líf segir Sævald hafa snert leikmenn á óviðeigandi hátt Sara Líf Boama, leikmaður kvennaliðs Vals í körfubolta og landsliðskona í körfubolta, stígur fram á facebook-síðu sinni og segir körfuboltaþjálfarann Sævald Bjarnason hafa valdið sér öðrum leikmönnum U-18 ára landsliðs kvenna í körfubolta vanlíðan á meðan hann stýrði liðinu. Körfubolti 17. desember 2022 14:51
Doncic heldur áfram að spila frábærlega Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta karla í nótt sem leið. Luka Doncic og LeBron James léku afar vel fyrir lið sín. Körfubolti 17. desember 2022 11:11
Syrtir í álinn hjá meisturunum: Curry frá næstu vikurnar NBA meistarar Golden State Warriors verða án síns besta manns næstu tvær vikurnar hið minnsta þar sem Stephen Curry er meiddur á öxl. Þetta er mikið áfall fyrir liðið sem hefur ekki enn náð að sýna sínar bestu hliðar á tímabilinu. Körfubolti 17. desember 2022 09:00
Griner þakkar Biden og stefnir á að spila á næstu leiktíð Brittney Griner þakkaði Bandaríkjaforseta þegar hún tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega eftir að vera loks komin heim eftir tíu mánuði í rússnesku fangelsi. Þá stefnir hún á að spila með Phoenix Mercury í WNBA deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Körfubolti 17. desember 2022 07:01