Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 70-69 | Ótrúlegur endir á deildarkeppninni Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 3. apríl 2024 22:00 vísir/Hulda Margrét Deildarmeistarar Keflavíkur komu í veg fyrir að Njarðvík myndi tryggja sér 2. sæti A-deildar Subway-deild kvenna í körfubolta með eins stigs sigri í stórskemmtilegum leik. Keflavík setti niður fyrstu stig leiksins þegar Thelma Dís Ágústsdóttir setti niður gott sniðskot. Keflavík setti niður annað skot áður en Njarðvíkurliðið opnaði vörn Keflavíkur upp á gátt og Jana Falsdóttir kom gestunum á bragðið. Mikið jafnræði var á liðunum í fyrsta leikhluta og hvorugt liðið náði að slíta sig frá jöfnum og góðum leik þar sem bæði lið skiptust á að halda í forystuna. Það voru þó gestirnir frá Njarðvík sem leiddu eftir fyrsta leikhluta þökk sé ‘buzzer’ skoti frá Emilie Hesseldal sem flaug ofan í og Njarðvík leiddi 17-19. Njarðvík byrjaði annan leikhluta af krafti og settu niður fyrstu fimm stigin áður en Sverrir Þór tók leikhlé og fór yfir málin með sínu liði. Keflavíkurliðið varð allt annað eftir þetta leikhlé og byrjaði að raða niður stigum og að endingu tóku forystuna í leiknum. Þessa forystu létu Keflavík ekki af hendi og leiddu heimaliðið því nokkuð sanngjarnt inn í hlé 44-40. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn sterkt og setti Birna Benónýsdóttir niður þrist strax í fyrstu sókn til að keyra leikhlutan af stað. Við það virtist kvikna á Njarðvíkurliðinu sem fór að saxa á forskot Keflavíkur og náði hægt og rólega að vinna það vel niður. Þegar leiða tók á leikhlutan voru það gestirnir sem tóku forystuna. Njarðvík spilaði frábæran körfubolta í þriðja leikhluta. Mikil barátta einkenndi leikhlutan þar sem ekkert var gefið eftir. Njarðvík spilaði frábæra vörn og náðu að halda Keflavík í sjö stigum í þriðja leikhluta og leiddu fyrir fjórða leikhluta með fimm stigum 51-56. Keflavík náðu áttum í fjórða leikhluta og náðu snemma að saxa á forskot Njarðvíkur. Um miðbik leikhlutans voru Keflavík búnar að jafna leikinn og allt var í járnum. Undir lok leiks komst Daniela Wallen á vítalínuna fyrir Keflavík og setti niður eitt víti og kom Keflavík yfir. Njarðvík hafði 19 sekúndur á klukkunni til þess að stela leiknum en allt kom fyrir ekki og Keflavík fór með sterkan sigur af hólmi 70-69. Af hverju vann Keflavík? Það var ekki mikið sem skildi liðin af í kvöld. Bæði lið áttu skilið að fá eitthvað úr þessum leik en það sem kláraði þennan leik var vítaskot frá Daniela Wallen á ögurstundu. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen fór fyrir sínu liði í kvöld og var frábær fyrir Keflavík. Var stigahæst á vellinum með 28 stig og reif auk þess niður sextán fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýtingin hjá liðunum var ekkert spes í kvöld. Bæði lið voru í basli þar. Keflavík með 3/24 (12%) og Njarðvík með 3/22 (13%). Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýtingin hjá liðunum var ekkert spes í kvöld. Bæði lið voru í basli þar. Keflavík með 3/24 (12%) og Njarðvík með 3/22 (13%). Hvað gerist næst? Deildarkeppnin er búin og úrslitakeppnin tekur við næst! Keflavík mætir Fjölni og Njarðvík mætir Val. „Góðar varnarlega en ömurlegar í sókn á móti“ Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir.Vísir/Diego „Þetta voru svo mörg tækifæri á að fara og klára þennan leik en við köstuðum því bara frá okkur.“ Sagði svekktur Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir 70-69 tap gegn Keflavík í kvöld. „Við svona heilt yfir í leiknum þá er varnar planið okkar að gang upp. Það vantar kannski aðeins meiri hörku í einn á einn og þá sérstaklega í kringum teiginn í öðrum leikhluta. Þá skora þær of mikið þar sem þær skora yfir okkur og við létum ekki finna nógu vel fyrir okkur. Við bættum úr því og það sem við vorum að reyna gera varnarlega virkaði en við vorum bara ömurlegar í sókn á móti, því miður.“ „Ef við hefðum spilað þessa frábæru vörn hérna í þriðja leikhluta og gert eitthvað almennilegt við þessi varnarstopp, þá værum við með auðveldan sigur í farteskinu.“ Rúnar Ingi gat þó fundið eitthvað jákvætt úr þessum leik þrátt fyrir mikið svekkelsi. „Það sem ég er ánægður með hins vegar er að vera með einhver þrettán prósent í þriggja og klikka úr einhverjum tíu sniðskotum en vera ennþá í leik hérna þegar það er ein mínúta eftir. Það er jákvætt fyrir mig sem þjálfara að við getum allavega sett kraft í vörnina og treyst á hana þegar að koma svona kvöld og ég verð bara að trúa því að mínir leikmenn líti inn á við og verði meiri töffarar þegar stóra sviðið kemur í úrslitum.“ Njarðvík fékk tækifæri á að vinna leikinn þegar þær fengu boltann einu stigi undir með 19 sekúndur á klukkunni. „Við erum að drífa okkur og það kemur eitthvað útaf því að hún klikkaði á vítinu og þá kemur upp panic og við fáum boltan. Sú sem á að fá boltann fær boltann á vitlausum stað og hún svarar því með því að drífa sig og tekur lélega ákvörðun. Við náum frákastinu og köstum út, þar ser góð skytta þó svo hún hafi ekki verið búin að hitta í leiknum. Ég vildi að hún væri það mikill töffari til að taka galopin skot og á endanum fær Jana svo sem ágætis skot en bara saga leiksins að þetta gekk ekki upp.“ Þrátt fyrir mikið svekkelsi í kvöld þá er fullt jákvætt sem Rúnar Ingi getur tekið með úr þessum leik inn í úrslitakeppnina. „Já alveg 100%. Ég er mjög brjálaður núna bara útaf því við vorum svo lélegar í hlutum sem að við eigum að vera miklu klókari eins og ákvarðanatökum, kasta boltanum frá okkur og reyna einhverjar 50/50 sendingar þegar það eru galopnir skotmenn út um allan völl. Það er það sem pirrar mig núna og að við töpum leiknum en þegar ég vakna í fyrramálið þá get ég verið mjög ánægður með að við séum allavega komnar með ákveðið svar við þessum sóknarleik Keflvíkinga og þær skora bara átta stig eftir tapaða bolta sem er mikil framför okkar megin.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Deildarmeistarar Keflavíkur komu í veg fyrir að Njarðvík myndi tryggja sér 2. sæti A-deildar Subway-deild kvenna í körfubolta með eins stigs sigri í stórskemmtilegum leik. Keflavík setti niður fyrstu stig leiksins þegar Thelma Dís Ágústsdóttir setti niður gott sniðskot. Keflavík setti niður annað skot áður en Njarðvíkurliðið opnaði vörn Keflavíkur upp á gátt og Jana Falsdóttir kom gestunum á bragðið. Mikið jafnræði var á liðunum í fyrsta leikhluta og hvorugt liðið náði að slíta sig frá jöfnum og góðum leik þar sem bæði lið skiptust á að halda í forystuna. Það voru þó gestirnir frá Njarðvík sem leiddu eftir fyrsta leikhluta þökk sé ‘buzzer’ skoti frá Emilie Hesseldal sem flaug ofan í og Njarðvík leiddi 17-19. Njarðvík byrjaði annan leikhluta af krafti og settu niður fyrstu fimm stigin áður en Sverrir Þór tók leikhlé og fór yfir málin með sínu liði. Keflavíkurliðið varð allt annað eftir þetta leikhlé og byrjaði að raða niður stigum og að endingu tóku forystuna í leiknum. Þessa forystu létu Keflavík ekki af hendi og leiddu heimaliðið því nokkuð sanngjarnt inn í hlé 44-40. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn sterkt og setti Birna Benónýsdóttir niður þrist strax í fyrstu sókn til að keyra leikhlutan af stað. Við það virtist kvikna á Njarðvíkurliðinu sem fór að saxa á forskot Keflavíkur og náði hægt og rólega að vinna það vel niður. Þegar leiða tók á leikhlutan voru það gestirnir sem tóku forystuna. Njarðvík spilaði frábæran körfubolta í þriðja leikhluta. Mikil barátta einkenndi leikhlutan þar sem ekkert var gefið eftir. Njarðvík spilaði frábæra vörn og náðu að halda Keflavík í sjö stigum í þriðja leikhluta og leiddu fyrir fjórða leikhluta með fimm stigum 51-56. Keflavík náðu áttum í fjórða leikhluta og náðu snemma að saxa á forskot Njarðvíkur. Um miðbik leikhlutans voru Keflavík búnar að jafna leikinn og allt var í járnum. Undir lok leiks komst Daniela Wallen á vítalínuna fyrir Keflavík og setti niður eitt víti og kom Keflavík yfir. Njarðvík hafði 19 sekúndur á klukkunni til þess að stela leiknum en allt kom fyrir ekki og Keflavík fór með sterkan sigur af hólmi 70-69. Af hverju vann Keflavík? Það var ekki mikið sem skildi liðin af í kvöld. Bæði lið áttu skilið að fá eitthvað úr þessum leik en það sem kláraði þennan leik var vítaskot frá Daniela Wallen á ögurstundu. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen fór fyrir sínu liði í kvöld og var frábær fyrir Keflavík. Var stigahæst á vellinum með 28 stig og reif auk þess niður sextán fráköst. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýtingin hjá liðunum var ekkert spes í kvöld. Bæði lið voru í basli þar. Keflavík með 3/24 (12%) og Njarðvík með 3/22 (13%). Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýtingin hjá liðunum var ekkert spes í kvöld. Bæði lið voru í basli þar. Keflavík með 3/24 (12%) og Njarðvík með 3/22 (13%). Hvað gerist næst? Deildarkeppnin er búin og úrslitakeppnin tekur við næst! Keflavík mætir Fjölni og Njarðvík mætir Val. „Góðar varnarlega en ömurlegar í sókn á móti“ Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir.Vísir/Diego „Þetta voru svo mörg tækifæri á að fara og klára þennan leik en við köstuðum því bara frá okkur.“ Sagði svekktur Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir 70-69 tap gegn Keflavík í kvöld. „Við svona heilt yfir í leiknum þá er varnar planið okkar að gang upp. Það vantar kannski aðeins meiri hörku í einn á einn og þá sérstaklega í kringum teiginn í öðrum leikhluta. Þá skora þær of mikið þar sem þær skora yfir okkur og við létum ekki finna nógu vel fyrir okkur. Við bættum úr því og það sem við vorum að reyna gera varnarlega virkaði en við vorum bara ömurlegar í sókn á móti, því miður.“ „Ef við hefðum spilað þessa frábæru vörn hérna í þriðja leikhluta og gert eitthvað almennilegt við þessi varnarstopp, þá værum við með auðveldan sigur í farteskinu.“ Rúnar Ingi gat þó fundið eitthvað jákvætt úr þessum leik þrátt fyrir mikið svekkelsi. „Það sem ég er ánægður með hins vegar er að vera með einhver þrettán prósent í þriggja og klikka úr einhverjum tíu sniðskotum en vera ennþá í leik hérna þegar það er ein mínúta eftir. Það er jákvætt fyrir mig sem þjálfara að við getum allavega sett kraft í vörnina og treyst á hana þegar að koma svona kvöld og ég verð bara að trúa því að mínir leikmenn líti inn á við og verði meiri töffarar þegar stóra sviðið kemur í úrslitum.“ Njarðvík fékk tækifæri á að vinna leikinn þegar þær fengu boltann einu stigi undir með 19 sekúndur á klukkunni. „Við erum að drífa okkur og það kemur eitthvað útaf því að hún klikkaði á vítinu og þá kemur upp panic og við fáum boltan. Sú sem á að fá boltann fær boltann á vitlausum stað og hún svarar því með því að drífa sig og tekur lélega ákvörðun. Við náum frákastinu og köstum út, þar ser góð skytta þó svo hún hafi ekki verið búin að hitta í leiknum. Ég vildi að hún væri það mikill töffari til að taka galopin skot og á endanum fær Jana svo sem ágætis skot en bara saga leiksins að þetta gekk ekki upp.“ Þrátt fyrir mikið svekkelsi í kvöld þá er fullt jákvætt sem Rúnar Ingi getur tekið með úr þessum leik inn í úrslitakeppnina. „Já alveg 100%. Ég er mjög brjálaður núna bara útaf því við vorum svo lélegar í hlutum sem að við eigum að vera miklu klókari eins og ákvarðanatökum, kasta boltanum frá okkur og reyna einhverjar 50/50 sendingar þegar það eru galopnir skotmenn út um allan völl. Það er það sem pirrar mig núna og að við töpum leiknum en þegar ég vakna í fyrramálið þá get ég verið mjög ánægður með að við séum allavega komnar með ákveðið svar við þessum sóknarleik Keflvíkinga og þær skora bara átta stig eftir tapaða bolta sem er mikil framför okkar megin.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum