Buðu henni 697 milljónir fyrir að spila í karladeild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 12:00 Caitlin Clark er frábær leikmaður og stórkostleg skytta. AP/Matthew Putney Tónlistarmaðurinn og viðskiptamógullinn Ice Cube vildi nýta sér ótrúlegar vinsældir körfuboltakonunnar Caitlin Clark og gefa henni risasamning fyrir að spila í 3 á 3 körfuboltadeildinni hans, Big3. Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Clark hefur bætt hvert metið á fætur öðru í bandaríska háskólaboltanum, bæði hjá körlum og konum, og það er troðfullt út fyrir dyr á öllum leikjum hennar. Miðar seljast á uppsprengdu verði og sjónvarpsstöðvarnar fá líka metáhorf á leiki með liði Clark. Það er mun meiri áhugi á kvennaháskólaboltanum en karlaháskólaboltanum þökk sé vinsældum hennar. Ice Cube is offering Caitlin Clark $5M to join the Big3 league pic.twitter.com/3q7hBV8931— Daily Loud (@DailyLoud) March 27, 2024 Jú þetta er allt vegna Catilin sem er frábær leikmaður sem hefur verið mikið líkt við Steph Curry. Hún heillar alla með ótrúlegum langskotum, frábærum töktum og stórkostlegum stoðsendingum. Ofan á allt þá kemur hún frábærlega fyrir utan vallar, talar vel um samherja og leggur mikið á sig til að verða betri. Hingað til lítur hún út fyrir að vera hin fullkomna fyrirmynd. Ice Cube hefur nú viðurkennt að hafa boðið Clark fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir að spila eitt ár í BIG3 deildinni en þar sem er spilar þrjá á þrjá i stað fimm á fimm eins og í venjulegum körfubolta. Það eru 697 milljónir íslenskra króna. Clark hefur tilkynnt að hún ætli að fara í nýliðval WNBA-deildarinnar og þetta tilboð er miklu hærra en það sem hún getur nokkurn tímann fengið á fyrsta tímabili sínu í WNBA-deildinni. Ice Cube sagði að tilboð sitt hafi verið sögulegt tilboð til besta leikmanns sinnar kynslóðar. Hann hefur ekki fengið formlegt svar frá körfuboltakonunni en Clark er á fullu í Marsfárinu þessa dagana, úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans. „Við ætluðum okkur það að þetta tilboð yrði leynilegt á meðan Caitlin Clark er að spila í úrslitakeppninni. Ég neita því samt ekki að þetta tilboð er á borðinu. BIG3 gerði Caitlin Clark sögulegt tilboð. Af hverju ættum við ekki að gera það? Caitlin er besti leikmaður sinnar kynslóðar sem myndi ná miklum árangri í BIG3-deildinni,“ sagði Ice Cube við NBC. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira