Rugluð frammistaða Clark skaut Iowa í undanúrslit og kveikti í samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2024 17:30 Caitlin Clark, númer 22, er hreinlega óstöðvandi um þessar mundir. Sarah Stier/Getty Images Iowa Hawkeyes er komið í undanúrslit (e. Final Four) í Marsfárinu í Bandaríkjunum en þar mætast bestu háskóla-körfuboltalið landsins. Um var að ræða liðin sem mættust í úrslitum í fyrra og þar hafði LSU betur. Caitlin Clark var í vígahug og vildi greinilega ná fram hefndum. Clark komst í fréttirnar fyrir ekki svo löngu þegar rapparinn Ice Cube bauð henni fúlgur fjár til að spila í körfuboltadeild á hans vegum. Upphæðin var margfalt hærri en það sem Clark mun þéna á fyrstu árum sínum í WNBA-deildinni í körfubolta. Hvað varðar leik Iowa og LSU þá var um að ræða leik sem var beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Ekki nóg með að Clark og frammistaða hennar í liði Iowa hafi vakið mikla athyglu heldur hefur Angel Reese, leikmaður LSU, einnig vakið mikla athygli fyrir vasklega frammistöðu sína. Var hún til að mynda valin besti leikmaður Final Four á síðasta ári. Að þessu sinni var það þó Clark og hennar ótrúlega hittni fyrir utan þriggja stiga línuna sem stal fyrirsögnunum í 94-87 sigri Hawkeyes. Skoraði hún 41 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Slík var frammistaðan að samfélagsmiðlar hreinlega loguðu. This photo of Caitlin Clark after clinching a trip back to the Final Four @IowaWBB pic.twitter.com/sPRIkL4I9B— ESPN (@espn) April 2, 2024 The Caitlin Clark effect pic.twitter.com/FY5zYwXlVg— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024 Splash @CaitlinClark22 x #Hawkeyes pic.twitter.com/OioKS3au6F— Iowa Women's Basketball (@IowaWBB) April 2, 2024 CAITLIN CLARK IS UNREAL (via @iowawbb) pic.twitter.com/Af96TVTbUq— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024 A lot of respect between Angel Reese and Caitlin Clark. Fierce competitors. They ve made the game better. pic.twitter.com/zpgYGytzMk— Dr. Lindsey Darvin (@DrLindseyDarvin) April 2, 2024 Reese átti einnig frábæran leik en hún skoraði 17 stig, tók 20 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot. Flau‘jae Johnson var stigahæst í liði LSU með 23 stig. Hjá Hawkeyes var Kate Martin næst stigahæst með 21 stig. Hailey Van Lith fékk það verkefni að dekka Caitlin í leiknum og verður að viðurkennast að það gekk vægast sagt skelfielga. Hefur Kim Mulkey, þjálfari LSU, fengið sinn skarf af gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna verjast Caitlin á annan hátt. Hailey Van Lith reaction got me crying pic.twitter.com/PuoB9LnpyJ— Ahmed/The Ears/IG: BigBizTheGod (@big_business_) April 2, 2024 Hailey Van Lith and LSU didn t have an answer for Caitlin Clark s shooting game pic.twitter.com/HdHB7zXM3B— FOX College Hoops (@CBBonFOX) April 2, 2024 Marsfárið 2024 tekur enda nú um helgina þegar South Carolina, NC State, UConn og Hawkeyes mætast í Cleveland. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Miklu dýrara að komast inn á kvennakörfuleik en á stórleik í NBA Mikill áhugi á bandarísku körfuboltakonunni Caitlin Clark kemur vel fram í uppsprengdu verði á leiki Iowa háskólaliðsins. 1. mars 2024 15:31 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Caitlin Clark var í vígahug og vildi greinilega ná fram hefndum. Clark komst í fréttirnar fyrir ekki svo löngu þegar rapparinn Ice Cube bauð henni fúlgur fjár til að spila í körfuboltadeild á hans vegum. Upphæðin var margfalt hærri en það sem Clark mun þéna á fyrstu árum sínum í WNBA-deildinni í körfubolta. Hvað varðar leik Iowa og LSU þá var um að ræða leik sem var beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Ekki nóg með að Clark og frammistaða hennar í liði Iowa hafi vakið mikla athyglu heldur hefur Angel Reese, leikmaður LSU, einnig vakið mikla athygli fyrir vasklega frammistöðu sína. Var hún til að mynda valin besti leikmaður Final Four á síðasta ári. Að þessu sinni var það þó Clark og hennar ótrúlega hittni fyrir utan þriggja stiga línuna sem stal fyrirsögnunum í 94-87 sigri Hawkeyes. Skoraði hún 41 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 7 fráköst. Slík var frammistaðan að samfélagsmiðlar hreinlega loguðu. This photo of Caitlin Clark after clinching a trip back to the Final Four @IowaWBB pic.twitter.com/sPRIkL4I9B— ESPN (@espn) April 2, 2024 The Caitlin Clark effect pic.twitter.com/FY5zYwXlVg— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024 Splash @CaitlinClark22 x #Hawkeyes pic.twitter.com/OioKS3au6F— Iowa Women's Basketball (@IowaWBB) April 2, 2024 CAITLIN CLARK IS UNREAL (via @iowawbb) pic.twitter.com/Af96TVTbUq— Bleacher Report (@BleacherReport) April 2, 2024 A lot of respect between Angel Reese and Caitlin Clark. Fierce competitors. They ve made the game better. pic.twitter.com/zpgYGytzMk— Dr. Lindsey Darvin (@DrLindseyDarvin) April 2, 2024 Reese átti einnig frábæran leik en hún skoraði 17 stig, tók 20 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 3 skot. Flau‘jae Johnson var stigahæst í liði LSU með 23 stig. Hjá Hawkeyes var Kate Martin næst stigahæst með 21 stig. Hailey Van Lith fékk það verkefni að dekka Caitlin í leiknum og verður að viðurkennast að það gekk vægast sagt skelfielga. Hefur Kim Mulkey, þjálfari LSU, fengið sinn skarf af gagnrýni fyrir að bregðast ekki við og reyna verjast Caitlin á annan hátt. Hailey Van Lith reaction got me crying pic.twitter.com/PuoB9LnpyJ— Ahmed/The Ears/IG: BigBizTheGod (@big_business_) April 2, 2024 Hailey Van Lith and LSU didn t have an answer for Caitlin Clark s shooting game pic.twitter.com/HdHB7zXM3B— FOX College Hoops (@CBBonFOX) April 2, 2024 Marsfárið 2024 tekur enda nú um helgina þegar South Carolina, NC State, UConn og Hawkeyes mætast í Cleveland.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Tengdar fréttir „Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01 Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16 Miklu dýrara að komast inn á kvennakörfuleik en á stórleik í NBA Mikill áhugi á bandarísku körfuboltakonunni Caitlin Clark kemur vel fram í uppsprengdu verði á leiki Iowa háskólaliðsins. 1. mars 2024 15:31 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Við höfum aldrei séð konu spila svona“ Vinsældir Caitlin Clark í Bandaríkjunum eru engu líkar en þessi 22 ára gamla körfuboltakona hefur breytt gríðarlega miklu með frábærri framgöngu sinni og um leið komið kvennakörfunni í sviðsljósið í bandarísku íþróttalífi. 6. mars 2024 11:01
Orðin stigahæst hjá báðum kynjum: Skaut Pistol Pete af toppnum Caitlin Clark varð í gær stigahæsti leikmaður í sögu bandaríska háskólakörfuboltans og skiptir þar engu hvort við erum að tala um karla eða konur. 4. mars 2024 07:16
Miklu dýrara að komast inn á kvennakörfuleik en á stórleik í NBA Mikill áhugi á bandarísku körfuboltakonunni Caitlin Clark kemur vel fram í uppsprengdu verði á leiki Iowa háskólaliðsins. 1. mars 2024 15:31