Seðlabankinn í þröngri stöðu, gæti þurft að hækka vexti ofan í kreppuverðbólgu „Allir tapa á þessu ömurlega stríði Pútíns,“ segir Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar Arctica Finance, en efnahagshorfur beggja vegna Atlantshafsins eru orðnar mun dekkri en áður eftir að stríðsátökin í Úkraínu hófust fyrir tólf dögum síðan. Innherji 8. mars 2022 17:09
Stríðsátökin „varpa skugga á allt annað,“ fjárfestar búast áfram við miklum sveiflum Þróun stríðsátakanna í Úkraínu og skilaboð bandaríska seðlabankans í næstu viku eru þeir þættir sem munu ráða mestu um stefnu markaða næstu daga og vikur. „Það er líklegt að sveiflur verði áfram miklar enda er ekki að sjá neina lausn í sjónmáli,“ segir Davíð Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Akta. Innherji 8. mars 2022 12:04
Olíuverð komið langt yfir afkomuspá Verð á þotueldsneyti er komið yfir það sem forsvarsmenn Icelandair gerðu ráð fyrir í afkomuspá. Þá verður félagið varnarlaust gagnvart sveiflum á eldsneytisverði þann 1. júlí. Viðskipti innlent 7. mars 2022 20:59
„Mér þykir Íslendingar full fljótir að fara í kjarnorkubyrgin“ Rauður dagur var í kauphöllinni í dag. Hagfræðingur segir sérstakt að hækkandi olíuverð hafi meiri áhrif hér á landi en í löndum sem eru háð olíu Rússa og telur Íslendinga full fljóta í kjarnorkubyrgin. Viðskipti innlent 7. mars 2022 20:00
Ein mesta gjaldeyrissala í meira en áratug til að sporna gegn veikingu krónunnar Seðlabanki Íslands beitti ítrekuðum inngripum á gjaldeyrismarkaði í dag til að vega á móti miklum þrýstingi til lækkunar á gengi krónunnar en hún féll engu að síður í verði um liðlega 1,5 til 1,9 prósent gagnvart evrunni og Bandaríkjadal. Innherji 7. mars 2022 17:57
Sætanýting hjá Play jókst milli mánaða Flugfélagið Play flutti 19.686 farþega nýliðnum febrúarmánuði og var sætanýting 67,1 prósent, samanborið við 55,7 prósent í janúar. Viðskipti innlent 7. mars 2022 13:53
Flugfélögin leiða lækkanir á eldrauðum markaði Það hefur verið rautt að litast um í kauphöllinni í morgun. Flugfélögin tvö, Icelandair og Play hafa lækkað mest. Viðskipti innlent 7. mars 2022 10:21
Stjórnarformaður Eimskips segir réttast að leyfa öðrum að taka við keflinu Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Öldu Seafood Holding, sem heldur utan um starfsemi Samherja Holding í Evrópu og Kanada, segist ekki gefa kost á sér í aðalstjórn Eimskips vegna anna í starfi og auk þess segir hann að Eimskip standi á tímamótum eftir vel heppnaðar stefnubreytingar á síðustu þremur árum. Innherji 5. mars 2022 14:00
Legómeistararnir Brynjar og Mikael byggja risastóra eftirlíkingu af flugvél Tveir ungir legómeistarar vinna nú hörðum höndum að því að klára risastóra eftirlíkingu af Icelandair-flugvél, sem fær að líta dagsins ljós á næstu dögum. Vélin er fjörutíu kíló og hefur verið í smíðum í tæpar sex hundruð klukkustundir. Strákarnir segja verkefnið vissulega hafa tekið á þolinmæðina en eru vonum kátir með afraksturinn. Lífið 5. mars 2022 13:02
Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Play og einbeitir sér að fluginu Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum Play. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. Viðskipti innlent 4. mars 2022 16:14
Snæbjörn Ingi frá Origo til Itera Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi. Viðskipti innlent 4. mars 2022 10:36
Skyldur stjórnenda hlutafélaga og krafan um sjálfbærni Hluthafar hafa mikla hagsmuni af því að félögin stuðli að sjálfbærni í rekstri, enda getur það aukið lífvænleika félaganna og framtíðartekjumöguleika þeirra. Ekki fæst séð að það sé nauðsynlegt að beintengja trúnaðarskyldu stjórnenda við sjálfbærnisjónarmið enda sé það nú þegar hluti af hagsmunum félagsins. Umræðan 4. mars 2022 10:00
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. Viðskipti innlent 3. mars 2022 23:30
Kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn Icelandair samþykkt Aðalfundur Icelandair Group samþykkti í dag tillögu stjórnar félagsins um nýja starfskjarastefnu og kaupréttarkerfi fyrir lykilstarfsmenn. Stjórn félagsins verður heimilt að úthluta allt að 900 milljónum hluta á næstu þremur árum til lykilstarfsmanna. Viðskipti innlent 3. mars 2022 23:17
Norski olíusjóðurinn með meira en 30 milljarða undir á Íslandi Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, jók talsvert við verðbréfaeign sína á Íslandi á síðasta ári. Eignir sjóðsins, sem eru einkum skuldabréf á ríkissjóð og íslensk félög, námu samtals 246 milljónum Bandaríkjadala í árslok 2021, jafnvirði um 32 milljarða króna, og hefur verðbréfaeign olíusjóðsins ekki verið meiri hér á landi í liðlega fimmtán ár. Innherji 3. mars 2022 10:30
Glæný flugvél bætist í flota Play Flugfélagið PLAY hefur fengið glænýja Airbus A320neo flugvél afhenta. Vélin kemur beint úr verksmiðju flugvélaframleiðandans í Frakklandi og sú fyrsta af þessari tegund í flota flugfélagsins. Viðskipti innlent 2. mars 2022 19:49
Kóngsbakki tvöfaldar hlut sinn í Play, félag Andra selur í fyrsta sinn Eignarhaldsfélagið Kóngsbakki, sem er í eigu hjónanna Gunnars Örlygssonar og Guðrúnar Hildar Jóhannsdóttur, bætti umtalsvert við hlut sinn í Play í síðasta mánuði og er núna tólfti stærsti eigandi flugfélagsins með rúmlega tveggja prósenta hlut. Innherji 2. mars 2022 18:13
Vilja vita hvernig landlæknir ætlar sér að bregðast við ólögmætu útboði Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki úrskurð um ólögmætt útboð embætti landlæknis undir höndum en leggur áherslu á að vel sé farið með opinbert fé og að aðilum á samkeppnismarkaði sé tryggð jöfn staða. Innherji 1. mars 2022 16:01
„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. Innlent 1. mars 2022 13:30
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. Innherji 1. mars 2022 08:16
Fjármagn hélt áfram að flæða í hlutabréfasjóði þrátt fyrir titring á mörkuðum Þrátt fyrir hræringar á verðbréfamörkuðum, bæði hér heima og erlendis, og talsverðar verðlækkanir hlutabréfavísitalna þá var ekkert lét á stöðugu innflæði í innlenda hlutabréfasjóði á fyrsta mánuði þessa árs. Fjárfestingar í slíkum sjóðum, að frádregnu útflæði, námu þannig samtals rúmlega 2.060 milljónum króna í janúar. Innherji 28. febrúar 2022 11:00
Innrás Rússa setur strik í reikning Síldarvinnslunnar Síldarvinnslan er með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hafði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Síldarvinnslan sendi til Kauphallarinnar. Innherji 28. febrúar 2022 09:54
Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni „Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur. Innherji 28. febrúar 2022 07:01
Virði Arion væri um 70 milljörðum lægra ef „reksturinn væri í gamla horfinu“ Með hagræðingu, sterkari grunnrekstri og lækkun bankaskatts hefur stjórnendum Arion banka tekist frá árinu 2019 að bæta verulega hlutfall þjónustutekna og annarra tekna umfram fastan rekstrarkostnað. Innherji 27. febrúar 2022 15:00
Markaðir rétta úr kútnum, Brim hækkar um meira en 11 prósent Eftir einn svartasta dag í Kauphöllinni frá fjármálahruninu 2008 varð mikill viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum í dag og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 3,6 prósent eftir að hafa fallið um nærri 6 prósent daginn áður. Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu í verði, mest Brim, en gengi bréfa sjávarútvegsfélagsins hækkaði um 11,5 prósent og hefur virði þess á markaði aldrei verið meira. Innherji 25. febrúar 2022 16:59
Forstjóri Brims: „Meiri eftirspurn eftir okkar fiski“ ef það verður lokað á Rússland Sjávarútvegsfyrirtækið Brim seldi fiskafurðir til Úkraínu og Hvíta-Rússlands fyrir samanlagt um 20 milljónir evra, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. „Við vitum að þeir [Úkraínumenn] munu halda áfram að borða fisk þrátt fyrir stríðsátökin. Þetta er ódýrasti og besti maturinn sem þeir fá.“ Innherji 25. febrúar 2022 13:48
Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið. Innherji 25. febrúar 2022 11:33
MR fær 1.500 fermetra fyrir ofan verslun 10-11 í Austurstræti Samið hefur verið um að Menntaskólinn í Reykjavík fái úthlutað rúmlega 1.500 fermetra húsnæði til afnota fyrir skólann í Austurstræti 17. Innlent 25. febrúar 2022 11:22
Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja. Umræðan 25. febrúar 2022 08:59
Versti dagur í langan tíma Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð. Viðskipti erlent 25. febrúar 2022 08:01