„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. júní 2023 18:04 Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. „Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
„Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira