„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. júní 2023 18:04 Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Vísir/Steingrímur Dúi Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. „Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“ Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Þarna erum við í rauninni að grípa mál þar sem við sjáum að það sé ekki allt með felldu. Við hefjum rannsókn, öflum allra nauðsynlegra gagna, þetta er búið að vera mjög umfangsmikið. Við leggjum mat á aðstæður og komumst að niðurstöðu um brot, sektarfjárhæðin endurspeglar alvarleika málsins,“segir Björk Sigurgísladóttir varaseðlabankastjóri í samtali við fréttastofu í dag. Eins og fram hefur komið þarf Íslandsbanki að greiða 1,16 milljarða í sekt vegna brotanna. „Það er mat nefndarinnar að það hafi verið alvarleg brot þarna og það endurspeglast meðal annars í fjárhæð sáttarinnar.“ Þegar Íslandsbanki tilkynnti um sáttina greindi hann einnig frá því að afkomuspár bankans hefðu hækkað, þrátt fyrir sektina. Aðspurð um það hvort sektin sé þá nógu mikil fyrst bankinn hækkar afkomuspána segir Björk að afkomuspáin komi ekki inn í mat á fjárhæð sektarinnar. „Það er rétt að geta þess að þetta er hæsta sekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á eftirlitskyldan aðila. Eins og löggjöfin er byggð upp þá er 800 milljónir króna hámark stjórnvaldssektar sem hægt er að leggja, við förum yfir hámarkið og byggjum það á veltutengdri nálgun.“ Bankans að meta hvort hæfiskilyrði séu uppfyllt Björk segir að hæfi stjórnenda, bankastjóra eða stjórnar Íslandsbanka hafi ekki verið partur af mati fjármálaeftirlitsins. „Í því sambandi er rétt að geta þess að stjórnendur fjármálafyrirtækja, í þessu tilviki Íslandsbanka, þurfa að uppfylla strangar hæfniskröfur og þessar kröfur þarf að uppfylla á hverjum tíma fyrir sig. Það er Íslandsbanka að meta og tryggja að svo sé á hverri stundu.“ Þá segir Björk að málinu sé ekki alfarið lokið, sáttin sé skilyrt ákveðnum úrbótum. Með haustinu þurfi bankinn svo að skila úttekt á þeim úrbætum. „Við munum fylgja þessu eftir þannig að það sé ekki bara verið að fylgja einhverjum úrbótakröfum sem snúa að pappírum, heldur sé þetta raunverulega framkvæmd bankans sem er partur af þessum úrbótum og þarf að vera með fullnægjandi hætti.“ Nýtur stjórn bankans og bankastjórinn trausts fjármálaeftirlitsins? „Líkt og ég nefndi áðan þá var hæfi þessara aðila ekki til skoðunar í þessari rannsókn. En hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng og það er bankans að meta það að þau séu uppfyllt á hverjum tíma fyrir sig. Þar hefur fjármálaeftirlitið líka tiltekið hlutverk.“ Að lokum segir Björk að fólk þurfi að gæta þess að draga ekki of víðtækar ályktanir á fjármálamarkaðinn í heild sinni út frá þessari rannsókn. Í þessu sambandi nefnir hún að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi nýlega gert úttekt á fjármálamarkaðnum hér á landi og eftirliti með honum. „Hann birti einmitt skýrslu á föstudaginn síðastliðinn þar sem fram kemur að fjármálamarkaðurinn stendur sterkur og eftirlit með honum hefur eflst mjög síðustu árin.“
Salan á Íslandsbanka Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira