Seðlabankinn hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn
![Birna Einarsdóttir segir „bankann hafa rekið íhaldssama áhættustefnu eins og ég held að markaðurinn geri sér grein fyrir.“](https://www.visir.is/i/F86329A949531E164E3CD2601CFCD5DCCA11B032A27466242419EFD347F898D9_713x0.jpg)
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, telur að sektarfjárhæðin, 1.160 milljónir króna, sem bankinn hefur fallist á að greiða vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér, endurspegli það að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi viljað gefa „ákveðin skilaboð“ út á markaðinn.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/7EEC39EE39B62C47B4380FCC70263304CFD7E5215ED7763B58012352DE5A918A_308x200.jpg)
Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka
Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn.