Enn þarf að bíða eftir að vaxtahækkanir hemji útlánavöxt bankanna
![Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti skarpt til að vinna bug á þrálátri verðbólgu.](https://www.visir.is/i/CADD347C2B6F86027416974B15A2C3A6979315986BF956BFD80BDF85177AA5DC_713x0.jpg)
Áfram er mikill þróttur í útlánum banka þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir að undanförnu. Hagfræðingur bendir á að tíminn frá því að ákveðið sé að fara af stað í fjárfestingarverkefni og þar til banki láni til þeirra geti verið nokkuð langur. Þess vegna þurfi að bíða aðeins lengur til að sjá hver áhrifin verði af nýlegum vaxtahækkunum.