„Ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júní 2023 15:21 Kristrún Frostadóttir segir að mikilvægt sé að skipa rannsóknarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, segir skýrslu um sátt Íslandsbanka, sýna að bráðnauðsynlegt sé að sérstök rannsóknarnefnd Alþingis verði skipuð. „Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa auðvitað borið fyrir sig að hvergi hafi lögbrot af hálfu ráðherra átt sér stað, þó það hafi verið vitað að ríkisendurskoðandi hafi ekki haft heimildir til að rannsaka slíkt,“ segir Kristrún. Stjórnarandstaðan kallaði alveg frá upphafi eftir að rannsóknarnefnd yrði skipuð en hún hefur víðtækar rannsóknarheimildir. „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn að sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“ Kristrún bendir á að þetta sé önnur skýrslan á undanförnum mánuðum um söluna. „Sem sýnir að söluferlið var í engu samhengi við yfirlýsingar fjármálaráðherra að vel hafi gengið og við vitum auðvitað úr fyrri skýrslu ríkisendurskoðanda að jafnræði var ekki tryggt og að hæsta verð hafi ekki fengist, samt var þetta í lögum um söluna.“ Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabankans sé kolsvört. „Það var verulega illa staðið að sölunni og við þurfum auðvitað að fá nánari skýringar á því hvernig stendur á því að keðjan brotnar eða í raun hrynur með þessum hætti fyrir neðan ríkisstjórnina, fjármálaráðherra og ráðuneytið. Fyrst leiðir þetta að lokun á Bankasýslunni og síðan núna þessi kolsvarta skýrsla um Íslandsbanka.“ Og hvað þarf að gerast núna í framhaldinu að þínu mati? „Okkur vantar heildarmyndina. Okkur vantar gögn sem aðeins rannsóknarnefnd getur veitt, ábyrgðaraðilinn á sölunni hefur hvergi verið rannsakaður og þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Þetta snýst um traust, gagnsæi og yfirsýn. Það er ekki í lagi að almenningi berist upplýsingar um sölu á ríkiseign með svona brotakenndum hætti þannig að við þurfum auðvitað að fá fram í dagsljósið hvernig svona getur gerst og til þess þarf að skipa rannsóknarnefnd og ég bara ýti við ríkisstjórninni að sýna forystu í þessu máli.“
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03 Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33 „Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Sögðu minnst níu almennum fjárfestum að lágmarksupphæð væri tuttugu milljónir Starfsmenn Íslandsbanka beindu útboði á hlut ríkisins að 99 almennum fjárfestum, þrátt fyrir að um útboð fyrir fjárfesta hafi verið að ræða. Í níu tilfellum, þar sem hljóðrituð símtöl liggja fyrir, kemur fram í símtölum starfsmanna bankans við almenna fjárfesta að lágmarksfjárhæð í útboðinu væri 20 milljónir króna. Þær fullyrðingar voru rangar. 26. júní 2023 15:03
Efnahags- og viðskiptanefnd fundar um Íslandsbanka Stefnt er að því að boða til fundar efnahags- og viðskiptanefndar klukkan 11 á miðvikudag. Umræðuefnið verður samkomulag Seðlabankans og Íslandsbanka um 1,2 milljarða króna sekt hins síðarnefnda. 26. júní 2023 14:33
„Stjórnin á bankanum er óásættanleg að mínu mati“ Stjórnendur Íslandsbanka brugðust trausti þjóðarinnar algjörlega við sölu bankans á hlutum í eigu ríkisins og stjórn bankans er óáættanleg að mati viðskiptaráðherra. Alvarleg og kerfislæg brot Íslandsbanka við sölu bankans eru dregin fram í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans um sátt sem gerð var á dögunum vegna sölunnar en birt var í morgun. 26. júní 2023 12:22