Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins: Barátta og breytingar Árið 2009 verður ár baráttu og breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Það er fyrirséð að einkarekin fjölmiðlafyrirtæki munu, eins og fjölmörg önnur fyrirtæki, berjast fyrir tilvist sinni í erfiðu rekstrarumhverfi. Eitt fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisútvarpið, mun þó styrkja stöðu sína, því rekstrinum hafa nú þegar verið tryggðar ríflega 500 miljónir króna úr vösum skattgreiðenda til viðbótar við þær þrjú þúsund milljónir sem það fær á ársgrundvelli til að keppa við einkarekin fyrirtæki innan sömu greinar. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital: Við erum öll á sama báti Í augnablikinu ganga yfir land og þjóð efnahagslegar hamfarir. Þessar hamfarir eru ekki einskorðaðar við Ísland heldur er um hnattræna þróun að ræða. Við munum á næstunni ganga í gegnum eina dýpstu kreppu í manna minnum og því er eðlilegt að staldrað sé við og gaumgæft hvort gengið hafi verið til góðs. Viðskipti innlent 31. desember 2008 06:00
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group: Fjölhæfnin er styrkur Árið 2008 verður eftirminnilegt fyrir Icelandair Group sem og alla Íslendinga. Þær hremmingar sem gengið hafa yfir Ísland á síðari hluta ársins eru líklega einsdæmi og hefur sett efnahag margra fyrirtækja og einstaklinga í uppnám. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Nýja Landsbankanum: Brettum upp ermar Alþjóðlega efnahagskreppan nær væntanlega hámarki á nýju ári, en staðan á Íslandi er sýnu verri en víðast hvar annars staðar. Hér glímum við samtímis við gjaldeyris- og bankakreppu (tvíburakreppu) sem fækkar mjög möguleikum stjórnvalda til að bregðast við með efnahagsaðgerðum. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Jón Ásgeir Jóhannesson kaupsýslumaður: Gjörbreyttar rekstrarforsendur Allir vita að 2008 var slæmt ár fyrir íslenskt efnahagslíf. Þetta var líka slæmt ár fyrir þau fyrirtæki sem tengjast mér helst. Baugur, Teymi, Landic Property, 365 og Hagar allt eru þetta fyrirtæki í verslun og þjónustu sem áttu gott rekstrarár árið 2007 og stóðu styrkum fótum í ársbyrjun 2008. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Annus horribilis Djúpur er sviði landsmanna yfir ærumissi og eignabruna. Líklega svíður þó engu fólki sárar hvernig komið er fyrir landinu en kynslóðinni sem man gleðina og hamingjuna sem fylgdi stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis: Ár mikilla breytinga framundan Reikna má með því að árið 2009 verði ár mikilla breytinga í íslensku viðskipta- og atvinnulífi. Gjaldeyris- og bankakreppan sem hagkerfið gengur nú í gegnum hefur kallað á endurskoðun þess skipulags sem hér er á fjármálamarkaði sem og á fleiri sviðum efnahagslífsins. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins: Víðtæk þjóðleg samstaða Margir andmæla hugmyndum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En þeim fjölgar sem sjá ástæðu til að kanna málið betur og vilja láta reyna á möguleika þjóðarinnar með aðildarviðræðum við ESB. Ef marka má blaðaskrif andmælendanna eru sterkar líkur á víðtækri þjóðlegri samstöðu í aðildarviðræðum. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland kauphallarinnar: V-laga efnahagshorfur Hvernig verður árið 2009 – og næstu árin þar á eftir? Hvernig mun okkur takast að greiða úr þeirri fjármálaflækju sem lamar efnahags- og þjóðlífið um þessar mundir? Verður hagsveiflan „V-laga“, eins og við eigum að venjast, eða verður hún L-laga, þ. e. djúp og í kjölfarið stöðnun um árabil? Er að vonum að við spyrjum okkur spurninga af þessu tagi við þær harðskafalegu aðstæður sem ríkja um þessi áramót. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Verstu viðskipti ársins 2008 Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Mesta hrun síðan í kreppunni miklu Öfgakennt hrun markaða á þessu ári endurspeglast glöggt í yfirliti yfir árssveiflu markaðsvísitölu Standard og Poor‘s í Bandaríkjunum, en þar eru til óslitin markaðsgögn allt frá árinu 1825. Viðskipti erlent 31. desember 2008 00:01
Ársæll Valfells lektor og Heiðar Már Guðjónsson framkvæmdastjóri: Í samningum þarf valkosti Ísland hefur úr bráðum vanda að leysa ef lágmarka á kostnað vegna fjármálakreppunnar. Stjórnvöldum og embættismönnum ber skylda, vegna starfa sinna og ábyrgðar, að kynna sér fordómalaust þá kosti sem eru í stöðunni. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla: Skelfilegt ár Á þessum sama stað fyrir ári síðan fannst mér viðburðaríkt ár vera að baki. En hafi maður gefið árinu 2007 þá einkunn, er erfitt að finna nægilega sterk orð til að lýsa seinni hluta þess árs sem nú er að kveðja. Engan gat órað fyrir því hruni sem framundan var, þar sem allt virðist hafa lagst á eitt til að gera niðurstöðuna eins slæma fyrir Ísland og verst gat orðið. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems: Fjármálakreppan geisar enn Þegar horft er til baka yfir árið sem er að líða dylst engum að það hefur verið íslenskum fyrirtækjum mjög erfitt. Hrun bankanna var gríðarlega þungt högg sem skók stoðir íslensks efnahagslífs. Þá var það ekki síður áfall að krónan skyldi bregðast. Viðskipti innlent 31. desember 2008 00:01
Ný lög um fjármálamarkað Viðskiptaráðherra hyggst skipa nefnd til að endurskoða lög um fjármálamarkað. Kanna á „viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, töku hlutabréfa fjármálafyrirtækja sem veð gegn láni, hlutverki, hæfisskilyrðum og reglur stjórna, krosseignarhald, takmarkanir á stórum áhættum og náin tengsl“, að því er segir í tilkynningu. Fylgjast á með sambærilegri vinnu á vegum ESB. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum 15. apríl næstkomandi. - ikh Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Margar og þéttar greinar í uppgjörstrénu Lykilpersónur íslenska bankahrunsins tengjast með einum eða öðrum hætti. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson gerði tilraun til að rýna í tengslatréð og komst að því að greinarnar eru margar, flóknar og tengjast bæði fjölskyldu- og vinaböndum. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Kauphöllin og endurreisnin Kauphöll er spegill efnahagslífsins. Þegar vel gengur leita kauphallarvísitölur upp en þegar blikur eru á lofti leita þær niður – og þegar virkilega á bjátar falla þær eins og steinar. Bankahrunið hér á landi hefur svo sannarlega birst í NASDAQ OMX kauphöllinni á Íslandi. Þannig er Úrvalsvísitalan nú 375 stig samanborið við um og yfir 4000 fyrir bankakreppu eftir því hvaða tími er valinn til viðmiðunar. Engin dæmi eru til um svona mikla lækkun meðal þróaðra þjóða í seinni tíð. Spegillinn sýnir því ekki fagra mynd um þessar mundir. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Er bannað að benda? Miklu máli skiptir að geta verið í friði með sitt. Maður vill gjarnan geta rætt við lækninn sinn í trúnaði, sálfræðinginn eða lögfræðinginn. Nú og auðvitað bankann sinn. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Refresco á sölulista Stoða í fjóra mánuði Stoðir reyna að selja helmingshlut sinn í hollenska drykkjaframleiðandanum Refresco. Íslenskt eignarhald er félaginu óþægilegt. Vífilfell og Kaupþing eiga félagið ásamt Stoðum. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Álverð í fimm ára lægð Heimsmarkaðsverð á áli fór í 1.435 Bandaríkjadali á tonnið í gær og hafði ekki verið lægra síðan í október árið 2003. Þetta er rúmlega fimmtíu prósenta verðlækkun á hálfu ári. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Kröfuhafar flytja hingað Fulltrúar erlendra kröfuhafa í íslensku bankanna hafa mikið verið í ferðum hingað og sumir opnað skrifstofur. Þetta staðfestir Sigmundur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna „Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Vilhjálmur skrifar AGS „Ég mótmælti því að þessi gjaldeyrishöft væru sett. Áhrifin væru þveröfug við þau sem ætlast væri til,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viðskipti innlent 17. desember 2008 00:01
Lánuðu sjálfum sér Nítján svonefndar stórar áhættuskuldbindingar voru hjá stóru bönkunum þremur, um síðustu áramót. Heildarfjárhæð þessara skuldbindinga var ríflega 930 milljarðar króna og um 95 prósent af eiginfjárgrunni bankanna. Viðskipti innlent 10. desember 2008 09:45
Bakkabræður forðuðu þroti Existu Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Viðskipti innlent 10. desember 2008 00:01
Stjörnuflug frá Lundúnum „Við tókum að markaðssetja okkur í Bretlandi fyrir rúmu ári,“ segir Gísli Reynisson, stjórnarformaður Nordic Partners. Félagið hefur í rúm þrjú ár starfrækt einkaþotuleiguna IceJet. Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Tólf spor í rétta átt Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Skoðun 3. desember 2008 00:01
Evruskráning tefst enn um sinn „Eins og reglur Seðlabankans um gjaldeyrisviðskipti eru núna þá eru þau hindrun fyrir skráningu hlutafjár í evrur," segir Einar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01
Ráðherra orkumála? Tilkynning forsætisráðherra um tólf aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja vakti nokkra athygli í gær. Glöggir menn tóku þó eftir litlu atriði í tilkynningunni, sem kann að boða mikil tíðindi. Þar kemur nefnilega fram að iðnaðar- og orkumálaráðherra hafi átt sæti í nefndinni sem mótaði tillögurnar. Hefur sá ráðherratitill ekki sést áður í opinberum tilkynningum og þykir benda til þeirra áherslna sem Össur Skarphéðinsson vill beita sér fyrir í ráðuneytinu. Hefði ekki mátt bæta við olíumálaráðherra? Viðskipti innlent 3. desember 2008 00:01