„Hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 11:14 Gunnar Smári Egilsson sér ekki mikla ástæðu til þess að fagna þeim samningum sem náðust í nótt. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06