Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 19:45 Vísir/Vilhelm Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira