„Sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2020 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira