Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 10:49 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira
Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Erlent Fleiri fréttir „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Sjá meira