Íhugar að segja sig úr VR í kjölfar ummæla formanns félagsins í garð Icelandair Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2020 19:15 Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama. Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Starfsmaður Icelandair íhugar að segja sig úr VR vegna ummæla formanns félagsins um þátttöku Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í væntanlegu hlutafjárútboði. Með orðum sínum tali formaður VR einungis fyrir hagsmunum hluta félagsmanna sinna. Um þúsund starfsmanna Icelandair eru í VR. Ákvörðun Icelandair sem birt var á föstudag um að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp öllum flugfreyjum félagsins vakti hörð viðbrögð af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Formaður VR lét þau ummæli falla á föstudag, áður en nýr kjarasamningur var undirritaður, að stjórn félagsins muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Arnar Snær Pétursson starfar hjá Icelandair og er félagsmaður í VR. Honum blöskrar ummæli formanns stéttarfélagsins og telur þau óábyrg í ljósi þess starfsmannafjölda sem greiðir iðgjöld til félagsins. „Mér finnst þessi ummæli hans mjög óábyrg í ljósi þeirrar stöðu sem hann gegnir sem formaður VR,“ sagði Arnar Snær Pétursson, starfsmaður Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair eru um þúsund starfsmenn fyrirtækisins félagsmenn í VR en það er um helmingur starfsmanna Icelandair að undanskilinni flugstéttinni. Arnar Snær telur formann VR ekki tala fyrir hagsmunum allra félagsmanna sinna. „Það finnst mér ekki, bara alls ekki. Eins og ég upplifi það. Ég er einn af þessum starfsmönnum sem er að greiða í VR og við höfum verið að leggja hönd á plóg eins og allir aðrir starfsmenn Icelandair við að hjálpa félaginu á erfiðum tímum og finnst þetta mjög óábyrgt af hans hálfu,“ sagði Arnar Snær. Arnar Snær hefur verið félagsmaður í VR í um það bil tuttugu ár og segir hann ummælin hafa áhrif á veru hans í félaginu. „Já ég hef alvarlega íhugað að segja mig úr félaginu og skipta um stéttarfélag,“ sagði Arnar Snær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru fleiri starfsmenn Icelandair að íhuga slíkt hið sama.
Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira