Opið bréf til formanns FÍA Ingunn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2020 17:10 Komdu sæll kæri Jón Þór! Þar sem við höfum ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að gerast vinir á samfélagsmiðlum, eins og tíðkast nú til dags, né hef ég aðgang að síðum ykkar flugmanna (eðlilega) gríp ég til þess ráðs að senda þér hér opið bréf eins og lengi hefur viðgengist á síðum Morgunblaðsins sem ég efast ekki um að þú lesir daglega þér til gagns og ánægju. Handviss um að það mun þér berast! Mig langar að byrja á að segja þér að fyrir langa löngu, löngu áður en ég ákvað að gera flugfreyjustarfið að mínu ævistarfi, lærði ég fjölmiðlafræði. Það var mjög gagnlegt nám ekki síst í mörgum viðfangsefnum sem upp koma daglega. Þar var „rule number one" svo ég leyfi mér að sletta að engar spurningar væru heimskulegar. Aðeins svörin gætu fallið í þann flokk. Svo ég vitni beint „there are no stupid questions only stupid answers!" Önnur regla ekki síður mikilvæg var að munda ekki pennann í tilfinningasemi. Láta ekki reiði, sorg eða aðrar tilfinningar taka stjórnina yfir skrifunum. Sálfræðin segir hins vegar að gott sé að skrifa sig frá tilfinningum! Hvort er betra ætla ég ekki að leggja mat á en þar sem mér rennur bara alls ekki reiðin þá ætla ég að leyfa sálfræðinni að ráða för, efast ekki um að þú virðir það við mig! Mig langar nefnilega að spyrja þig einnar einfaldrar spurningar Jón Þór! Þegar stjórnendur Icelandair komu að máli við þig, áður en haft var samband við stéttarfélag flugfreyja og þjóna og báru upp þá spurningu hvort flugmenn væru tilbúnir til að ganga í störf okkar flugfreyja, eðlileg spurning í ljósi stöðunnar, vissulega örvæntingarfull enda okkar ágætu stjórnendur að reyna að bjarga sökkvandi skipi. Kom aldrei svarið upp í huga þínum „nei vitið þið hvað, við flugmenn erum búnir að semja við ykkur, við höfum tekið á okkur kjaraskerðingu í okkar tilraun til að aðstoða félagið á erfiðum tímum, við höfum teygt okkur eins langt og við teljum mögulegt en þetta getið þið ekki farið fram á við okkur! Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð! Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag þetta er ekki okkar slagur!“ Kannski heimskuleg spurning en fullgild skv. fyrstu reglu fjölmiðlafræðinnar! Fyrir nokkrum misserum voru flugfreyjur sviptar sínum hlutastörfum. Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni hversu gríðarleg vonbrigði það voru mér og mörgum öðrum flugfreyjum sem eru í sambúð með flugmönnum að þeir stæðu ekki með þeim í þeim slag sem í dag virðist óraunveruleg lúxus barátta! Ég efast ekki um að þú kannist við þann slag. Að sjálfsögðu fennir yfir allt og þar sem ég er ekki langrækin manneskja hef ég fyrir löngu hætt að hugsa um þetta enda alin upp hjá Icelandair þar sem við höfum öll þurft að aðlagast breyttum aðstæðum í gegnum tíðina. Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI? Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðinni kjarabaráttu enda hef ég næstum þrjátíu ára reynslu að byggja það mat á. Það kom samt sem áður meira að segja mér á óvart þetta útspil FÍA undir þinni forystu að samþykkja að ganga í okkar störf. Jón Þór! Ég hef sennilega farið í mitt síðasta flug sem vinnandi flugfreyja. Þannig er það nú bara! Ég valdi það ekki sjálf og mig tekur það þungt! Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu! Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið! Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi! Að lokum óska ég þér góðra ferða, kæri Jón Þór, af heilum hug hvort sem þú verður kallinn í brúnni, aðstoðarmaður hans eða flugþjónn aftur í. Höfundur er flugfreyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Komdu sæll kæri Jón Þór! Þar sem við höfum ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að gerast vinir á samfélagsmiðlum, eins og tíðkast nú til dags, né hef ég aðgang að síðum ykkar flugmanna (eðlilega) gríp ég til þess ráðs að senda þér hér opið bréf eins og lengi hefur viðgengist á síðum Morgunblaðsins sem ég efast ekki um að þú lesir daglega þér til gagns og ánægju. Handviss um að það mun þér berast! Mig langar að byrja á að segja þér að fyrir langa löngu, löngu áður en ég ákvað að gera flugfreyjustarfið að mínu ævistarfi, lærði ég fjölmiðlafræði. Það var mjög gagnlegt nám ekki síst í mörgum viðfangsefnum sem upp koma daglega. Þar var „rule number one" svo ég leyfi mér að sletta að engar spurningar væru heimskulegar. Aðeins svörin gætu fallið í þann flokk. Svo ég vitni beint „there are no stupid questions only stupid answers!" Önnur regla ekki síður mikilvæg var að munda ekki pennann í tilfinningasemi. Láta ekki reiði, sorg eða aðrar tilfinningar taka stjórnina yfir skrifunum. Sálfræðin segir hins vegar að gott sé að skrifa sig frá tilfinningum! Hvort er betra ætla ég ekki að leggja mat á en þar sem mér rennur bara alls ekki reiðin þá ætla ég að leyfa sálfræðinni að ráða för, efast ekki um að þú virðir það við mig! Mig langar nefnilega að spyrja þig einnar einfaldrar spurningar Jón Þór! Þegar stjórnendur Icelandair komu að máli við þig, áður en haft var samband við stéttarfélag flugfreyja og þjóna og báru upp þá spurningu hvort flugmenn væru tilbúnir til að ganga í störf okkar flugfreyja, eðlileg spurning í ljósi stöðunnar, vissulega örvæntingarfull enda okkar ágætu stjórnendur að reyna að bjarga sökkvandi skipi. Kom aldrei svarið upp í huga þínum „nei vitið þið hvað, við flugmenn erum búnir að semja við ykkur, við höfum tekið á okkur kjaraskerðingu í okkar tilraun til að aðstoða félagið á erfiðum tímum, við höfum teygt okkur eins langt og við teljum mögulegt en þetta getið þið ekki farið fram á við okkur! Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð! Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag þetta er ekki okkar slagur!“ Kannski heimskuleg spurning en fullgild skv. fyrstu reglu fjölmiðlafræðinnar! Fyrir nokkrum misserum voru flugfreyjur sviptar sínum hlutastörfum. Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni hversu gríðarleg vonbrigði það voru mér og mörgum öðrum flugfreyjum sem eru í sambúð með flugmönnum að þeir stæðu ekki með þeim í þeim slag sem í dag virðist óraunveruleg lúxus barátta! Ég efast ekki um að þú kannist við þann slag. Að sjálfsögðu fennir yfir allt og þar sem ég er ekki langrækin manneskja hef ég fyrir löngu hætt að hugsa um þetta enda alin upp hjá Icelandair þar sem við höfum öll þurft að aðlagast breyttum aðstæðum í gegnum tíðina. Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI? Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðinni kjarabaráttu enda hef ég næstum þrjátíu ára reynslu að byggja það mat á. Það kom samt sem áður meira að segja mér á óvart þetta útspil FÍA undir þinni forystu að samþykkja að ganga í okkar störf. Jón Þór! Ég hef sennilega farið í mitt síðasta flug sem vinnandi flugfreyja. Þannig er það nú bara! Ég valdi það ekki sjálf og mig tekur það þungt! Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu! Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið! Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi! Að lokum óska ég þér góðra ferða, kæri Jón Þór, af heilum hug hvort sem þú verður kallinn í brúnni, aðstoðarmaður hans eða flugþjónn aftur í. Höfundur er flugfreyja.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun