„Fyrir utan grjót og mosa veit ég ekki hvað er svona merkilegt“ Leikarinn Rainn Wilson, sem fór á kostum sem hinn sérvitri Dwight Schrute í gamanþáttaröðinni The Office, er staddur hér á landi. Hann er á ferðalagi um heiminn um þessar mundir fyrir þáttaseríu sína Rainn Wilson and the Geography of Bliss. Lífið 3. júní 2022 15:41
Heard ætlar að áfrýja Amber Heard ætlar að áfrýja dómi í máli Johnny Depp á hendur henni. Í gær var hún fundin sek um meiðyrði í garð hans og dæmd til að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum fimmtán milljónir dollara. Erlent 2. júní 2022 15:51
Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. Erlent 1. júní 2022 18:07
„Ég get ekki beðið alla þá sem komu að málinu nógu oft afsökunar“ Broadway stjarnan Matthew Morrison, sem einnig gerði garðinn frægan í Glee og sem dómari í So you think you can dance, hefur verið rekinn eftir að hafa sent óviðeigandi skilaboð til keppanda í síðarnefnda þættinum. Lífið 1. júní 2022 17:30
Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. Lífið 1. júní 2022 17:21
Banna Elvisum í Las Vegas að gefa fólk saman Fyrirtækið sem á ímyndarréttinn af söngvaranum Elvis Presley hefur sent kapellum í Las Vegas bréf þess efnis að þær eigi að hætta að láta Elvis-eftirhermur halda hjónavígslur. Um hundrað þúsund hjónavígslur fara fram í borginni ár hvert og kemur Elvis við sögu í fjölda þeirra. Erlent 31. maí 2022 23:51
Billie Eilish og kærastinn hætt saman Söngkonan Billie Eilish og kærasti hennar, leikarinn Matthew Tylor Vorce, eru hætt saman. Vorce greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni. Lífið 31. maí 2022 21:39
Tróð óvænt upp á tónleikum og bíður úrskurðar kviðdóms Tónleikagestir ráku upp stór augu þegar stórleikarinn Johnny Depp tróð óvænt upp á tónleikum gítarleikarans Jeff Beck's í Yorkshire á sunnudagskvöld. Lífið 31. maí 2022 16:30
Gosi verður alvöru strákur Nýjasti meðlimurinn úr Disney teiknimyndafjölskyldunni til þess að vera leikinn er Gosi. Tom Hanks fer með hlutverk Gepetto sem býr til viðarbrúðuna Gosa sem þarf að sanna virði sitt áður en ósk föður hans er uppfyllt. Bíó og sjónvarp 31. maí 2022 15:30
Stærsta frumsýningarhelgi á ferli Tom Cruise Top Gun var ekki aðeins vinsæl í bíóhúsum hér á landi um helgina heldur um allan heim. Í Bandaríkjunum var miðasalan yfir 134 milljónir dollara en myndin var sýnd í 4.732 kvikmyndahúsum í Norður-Ameríku. Bíó og sjónvarp 30. maí 2022 17:31
Hjónin eiga von á sínu öðru barni Modern Family leikarinn Jesse Tyler Ferguson og eiginmaður hans leikarinn Justin Mikita eiga von á sínu öðru barni. Jesse deildi gleðifréttunum á samfélagsmiðli sínum en fyrir eiga þeir tæplega tveggja ára son. Lífið 30. maí 2022 13:31
George Shapiro látinn George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Lífið 29. maí 2022 09:19
Örlög Depp og Heard í höndum kviðdóms eftir sjónvarpsviðburð aldarinnar Sex vikna réttarhöldum í meiðyrðamáli Johnny Depp og Amber Heard lauk í dag. Réttarhöldin hafa vakið gríðarlega athygli þar sem Depp virðist njóta mikils stuðnings en Heard, og ungu barni hennar, hefur verið hótað lífláti. Kviðdómur reyndi að komast að niðurstöðu í kvöld en mun koma saman aftur á þriðjudag. Erlent 27. maí 2022 23:00
„Bless“ Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres hefur nú kvatt þáttinn sinn í síðasta skipti eftir nítján þáttaraðir. Hún bauð Jennifer Aniston velkomna sem síðasta gest þáttarins en hún var einnig fyrsti gesturinn þegar þættirnir hófu göngu sína árið 2003. Lífið 27. maí 2022 13:31
Balta fannst hann eiga smá sérvisku inni hjá Hollywood Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Beast, er væntanleg í kvikmyndahús í ágúst. Myndin var unnin í Suður-Afríku síðasta sumar og segir sögu manns sem þarf að kljást við illvígt ljón í hefndarhug á sama tíma og hann reynir að rækta tengslin við dætur sínar á nýjan leik. Bíó og sjónvarp 26. maí 2022 07:33
„Enginn vill vinna með stelpum sem líta út eins og þú“ Vanity Fair fékk nokkrar stjörnur úr stærstu sjónvarpsþáttunum í dag til þess að svara spurningum um leiklistarferilinn sinn. Þau fara yfir erfiðasta atriðið sem þau hafa leikið í, prufur fyrir hlutverk og hvaða mótleikurum þau hafa lært mest af. Lífið 25. maí 2022 15:30
Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Íslandsvinurinn og stílistinn Bloody Osiris er með 66°Norður derhúfu á höfðinu í nýju myndbandi frá Louis Vuitton. Myndbandið var meðal annars birt á Instagram síðu Louis Vuitton. Tíska og hönnun 25. maí 2022 11:31
Steven Tyler í meðferð og Aerosmith fellir niður tónleika Hljómsveitin Aerosmith hefur fellt niður alla tónleika í sumar. Aerosmith mun því ekki byrja að koma fram í Las Vegas fyrr en í september. Lífið 25. maí 2022 10:53
Íslendingar yfirtaka Cannes Það er margt um Íslendinginn í Cannes þetta árið en Volaða land eftir Hlyn Pálmason er heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cannes í flokknum Un Certain Regard í aðaldagskrá hátíðarinnar. Lífið 24. maí 2022 14:31
Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger eignuðust aðra stúlku Leikarinn Chris Pratt og eiginkona hans Katherine Schwarzenegger tóku á móti sinni annarri dóttur um helgina. Stúlkan hefur fengið nafnið Eloise Christina Schwarzenegger Pratt en saman eiga þau fyrir Lylu Mariu sem fæddist í ágúst árið 2020. Lífið 23. maí 2022 14:31
Kourtney og Travis gift: Dolce & Gabbana styrktaraðili þriðja brúðkaupsins á Ítalíu Um helgina átti sér stað þriðja og síðasta brúðkaup Kourtney Kardashian og Travis Barker. Þema dagsins virðist hafa verið gothic-glam og klæddist Kourtney stuttum Dolce & Gabbana korselett kjól og voru dætur þeirra blómameyjar. Lífið 23. maí 2022 12:16
Kourtney Kardashian og Travis Barker ganga í það heilaga á Ítalíu Kourtney Kardashian og rokkarinn Travis Barker ganga í það heilaga á Ítalíu um helgina og öll Kardashian-fjölskyldan er að sjálfsögðu mætt á staðinn og farin að deila myndum af hátíðarhöldunum með milljónum fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum. Lífið 21. maí 2022 20:34
„Hann kallaði mig inn í herbergi og tók niður um sig buxurnar“ Leikkonan Rebel Wilson rifjar upp atvik þar sem samleikari hennar kallaði hana inn á herbergið sitt og tók niður um sig buxurnar fyrir framan vini sína og bað hana um að framkvæma ákveðna athöfn sem hún neitaði margsinnis. Lífið 20. maí 2022 15:31
Heimili Travis og Kourtney: Upptökuver, kvikmyndasalur, Dior BMX hjól og fallegir bílar Travis Barker tók á móti Architectural Digest á heimi sínu í Calabasas, Kaliforníu sem hann deilir nú með Kourtney Kardashian. Heimilið er látlaust, róandi og í nútímalegum stíl. Hann segir heimilið vera griðarstað og er ekki hrifinn að því að fá of marga inn á það. Lífið 20. maí 2022 14:31
Fjölgar í Sheeran-fjölskyldunni Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa eignast sína aðra dóttur. Lífið 19. maí 2022 22:47
Drengur A$AP- og Rihönnuson kominn í heiminn Stórsöngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky eignuðust son í síðustu viku. Um er að ræða fyrsta barn parsins, sem aðdáendur þeirra um víða veröld hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Lífið 19. maí 2022 18:50
Farin frá Oppenheim og felur sig undir borði Raunveruleikastjarnan Christine Quinn hefur látið af störfum hjá Oppenheim Group og er að gefa út bókina How to be a Boss B*tch en á viðburði í tengslum við bókina lenti hún í mótmælendum og endaði á því að fela sig undir borði. Lífið 19. maí 2022 17:31
Grét þegar hún var ekki tilnefnd til Óskarsins Í nýrri stiklu fyrir heimildarmyndina um Jennifer Lopez má sjá að hún tók það mjög nærri sér að vera ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Hustlers. Lífið 19. maí 2022 13:30
Taylor Swift fékk doktorsgráðu frá New York University Söngkonan Taylor Swift hélt ræðu í gær fyrir útskriftarnema New York University. Í leiðinni tók hún við sérstakri heiðursdoktorsgráðu í listum frá skólanum. Tónlist 19. maí 2022 11:01
„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. Lífið 18. maí 2022 16:31