Eins og Vísir fjallaði nýlega um er stutt hár það allra heitasta í hártískunni um þessar mundir og nú virðist sem Ratajkowski hafi stokkið á vagninn. Óvíst er þó hvort um hárkollu sé að ræða eða hvort fyrirsætan hafi látið brúnu lokkana fjúka í raun og veru.
Sjá: Stutthærð Hailey Bieber setur tóninn fyrir hártísku ársins 2023
Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Þrátt fyrir að hafa lengst af skartað brúnu, síðu hári hefur hún þess á milli verið óhrædd við að prófa hina ýmsu hárstíla í gegnum tíðina og hefur hún þá gjarnan notast við hárkollur.
Í byrjun febrúar sást fyrirsætan skarta stuttri og liðaðri bob klippingu á tískusýningu í New York. Það virðist þó hafa verið hárkolla, því í byrjun mars var hún komin með axlarsítt hár aftur. Það er sama hvaða lúxus hárvítamínum stjörnurnar hafa aðgang að, ekkert hár vex svo hratt. Hárkollur geta því verið sniðugar fyrir þá sem vilja prófa sig áfram án þess að vera tilbúnir í skuldbindinguna sem fylgir því að klippa á sér hárið.