Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. mars 2023 22:53 Gwyneth Paltrow í dómsal í Utah. AP/Jeff Swinger Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu. Dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu og samkvæmt frétt BBC kinkaði Paltrow kolli þegar dómurinn var lesinn upp og leit út fyrir að vera „ánægð.“ Paltrow fær einn dollara í miskabætur. Paltrow hafði áður sagt að hún hefði farið fram á einn dollara í bætur, auk málskostnaðar, þar sem að henni hafi þótt það „táknræn“ upphæð. Sanderson krafðist þess að fá jafnvirði fjörutíu milljóna króna í skaðabætur frá Paltrow. Paltrow var leyft að yfirgefa réttarsalinn á undan öðrum. Samkvæmt lögfræðingi hennar mun hún ekki tjá sig opinberlega um niðurstöðuna en hann hyggst ræða við fréttamenn fyrir utan dómsalinn fyrir hennar hönd. Sagði Sanderson hafa klesst á sig Réttarhöldin hófust þann 21. mars síðastliðinn. Hinn 76 ára Terry Sanderson, sem er læknir á eftirlaunum og býr í Utah, vildi meina að Paltrow hefði skíðað með mjög óábyrgum hætti sem varð til þess að hún rakst á hann í skíðabrekku í Dear Valley Resort í Park City. Í stefnunni segir að kvikmyndastjarnan hafi klesst harkalega á hann með þeim afleiðingum að hann hafi dottið um koll. Sanderson segist meðal annars hafa hlotið höfuðáverka, auk þess að fjögur rifbein brotnuðu í líkama hans. Í stefnunni segir ennfremur að Paltrow hafi staðið strax upp eftir áreksturinn og haldið förinni áfram niður brekkuna, án þess að kanna hvort að í lagi væri með Sanderson. Paltrow var þó ekki sammála Sanderson og vildi meina að það hafi verið Sanderson sem hafi klesst á sig. Þá sagði hún Sanderson hefði ýkt meiðsli sín og væri með stefnunni að reyna notfæra sér frægð hennar og ríkidæmi. Lögmenn Sanderson fengu læknasérfræðinga, einkalækni hans, skíðafélaga og dóttur hans til að bera vitni. Dóttir hans sagði hann hafa sýnt breytta hegðun eftir áreksturinn. Lögmenn Paltrow spurðu dóttur Sanderson meðal annars út í ummæli hans um það að hann væri sjálfur frægur eftir að skollið saman við Paltrow. Hún var einnig spurð út í tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp nú fyrir stundu og samkvæmt frétt BBC kinkaði Paltrow kolli þegar dómurinn var lesinn upp og leit út fyrir að vera „ánægð.“ Paltrow fær einn dollara í miskabætur. Paltrow hafði áður sagt að hún hefði farið fram á einn dollara í bætur, auk málskostnaðar, þar sem að henni hafi þótt það „táknræn“ upphæð. Sanderson krafðist þess að fá jafnvirði fjörutíu milljóna króna í skaðabætur frá Paltrow. Paltrow var leyft að yfirgefa réttarsalinn á undan öðrum. Samkvæmt lögfræðingi hennar mun hún ekki tjá sig opinberlega um niðurstöðuna en hann hyggst ræða við fréttamenn fyrir utan dómsalinn fyrir hennar hönd. Sagði Sanderson hafa klesst á sig Réttarhöldin hófust þann 21. mars síðastliðinn. Hinn 76 ára Terry Sanderson, sem er læknir á eftirlaunum og býr í Utah, vildi meina að Paltrow hefði skíðað með mjög óábyrgum hætti sem varð til þess að hún rakst á hann í skíðabrekku í Dear Valley Resort í Park City. Í stefnunni segir að kvikmyndastjarnan hafi klesst harkalega á hann með þeim afleiðingum að hann hafi dottið um koll. Sanderson segist meðal annars hafa hlotið höfuðáverka, auk þess að fjögur rifbein brotnuðu í líkama hans. Í stefnunni segir ennfremur að Paltrow hafi staðið strax upp eftir áreksturinn og haldið förinni áfram niður brekkuna, án þess að kanna hvort að í lagi væri með Sanderson. Paltrow var þó ekki sammála Sanderson og vildi meina að það hafi verið Sanderson sem hafi klesst á sig. Þá sagði hún Sanderson hefði ýkt meiðsli sín og væri með stefnunni að reyna notfæra sér frægð hennar og ríkidæmi. Lögmenn Sanderson fengu læknasérfræðinga, einkalækni hans, skíðafélaga og dóttur hans til að bera vitni. Dóttir hans sagði hann hafa sýnt breytta hegðun eftir áreksturinn. Lögmenn Paltrow spurðu dóttur Sanderson meðal annars út í ummæli hans um það að hann væri sjálfur frægur eftir að skollið saman við Paltrow. Hún var einnig spurð út í tölvupóst þar sem talað er um upptöku á Go Pro myndavél sem aldrei hefur fundist.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03 Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06 Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Paltrow fyrir dóm vegna árekstursins í skíðabrekkunni 2016 Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow þarf að mæta í dómsal síðar í dag vegna máls sem 76 ára maður höfðaði gegn henni sökum áreksturs í skíðabrekku í Utah árið 2016. 21. mars 2023 11:03
Segir málaferli gegn Paltrow vera „kjaftæði“ Lögmaður Gwyneth Paltrow, lýsti í vikunni dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn leik- og athafnakonunni sem „kjaftæði“. Réttarhöldin í máli manns sem sakað hefur Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 hófust á þriðjudaginn. 23. mars 2023 11:06
Paltrow ber vitni í dag Gwyneth Paltrow og Terry Sanderson, sem höfðað hefur mál gegn henni vegna atviks þar sem hann braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016 munu líklega bæði bera vitni í dag. Réttarhöldin í þessu máli hófust í vikunni en Sanderson sakar Paltrow um að hafa rutt sig niður á skíðum svo hann hafi brotið rifbein og hlotið heilaskaða. 24. mars 2023 11:58