Lét fjarlægja fylliefnin og varar ungt fólk við Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. mars 2023 13:15 Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni út vörum, kinnbeinum og kjálka. Getty/Skjáskot Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Blac Chyna hefur látið fjarlægja öll fylliefni úr andliti sínu og hefur líklega sjaldan litið betur út. Hún sýndi frá öllu ferlinu á Instagram og varar ungt fólk við því að fá sér fyllingar. Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Chyna, sem heitir réttu nafni Angela White, virðist vera að fara í gegnum eins konar endurskilgreiningu á sjálfri sér. Hún segist vera að taka heilsuna föstum tökum og leitast hún nú eftir náttúrulegra útliti en áður. „Ég er í fyrsta lagi bara orðin þreytt á þessu lúkki. Þetta fer mér ekki. Þetta gjörbreytti andlitinu mínu og ég er bara tilbúin að verða Angela aftur. Blac Chyna er Blac Chyna og mér líður eins og ég sé þroskuð upp úr henni. Það er kominn tími fyrir breytingu,“ sagði Chyna á Instagram. Gríðarlegur munur er á andliti Chyna.Getty „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær“ Chyna lét fjarlægja fyllingar úr kjálka, kinnbeinum og vörum og tók það tvö skipti að ná öllu úr. Chyna segist hafa fengið sér fylliefnin ung og að ákvörðunin hafi ekki verið vel ígrunduð á sínum tíma. Hún hafi verið með sterka beinabyggingu af náttúrunnar hendi og því ekki þurft á þessu að halda. „Ég fékk mér þær bara af því að allir voru að fá sér þær. Látið ykkur þetta að kenningu verða. Þetta er ekki þess virði. Þar að auki var ég svo ung að ég hafði ekki einu sinni gefið líkama mínum tækifæri á því að þróast að fullu. Ef þið eruð mjög ung og að hugsa um að fá ykkur fyllingar, treystið mér, andlitið ykkar á eftir að mótast með aldrinum.“ View this post on Instagram A post shared by Blac Chyna (@blacchyna) Ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fyllingarnar Chyna er ekki fyrsta stjarnan sem lætur fjarlægja fylliefnin, því nokkuð hefur borið á slíkum aðgerðum undanfarin misseri. Love Island-stjarnan Molly Mae lét til að mynda fjarlægja fyllingar úr vörum og kjálka fyrir rúmu ári síðan. Molly segist hafa séð mynd af sjálfri sér og hugsað að nú væri nóg komið. Þá eru Kardashian systurnar vinsælu sagðar hafa losað sig við hinar víðfrægu rassafyllingar. Það er því nokkuð ljóst að tískan fer sannarlega í hringi og þar eru fylliefnin engin undantekning. Raunveruleikastjarnan Molly Mae fyrir og eftir að hún lét fjarlægja fyllingar úr andliti.Getty
Heilsa Hollywood Tengdar fréttir Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01 Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Beindi byssu að höfði Kardashian en segist aðeins hafa verið að fíflast Fyrirsætan Blac Chyna viðurkennir að hafa beint byssu að þáverandi unnusta sínum Rob Kardashian árið 2016, það hafi þó verið gert í gríni. Atvikið er á meðal þess sem fram hefur komið í réttarhöldum í máli Chyna gegn Kardashian fjölskyldunni. 22. apríl 2022 19:01
Barnsfeðurnir svara fyrir sig eftir yfirlýsingu Blac Chyna Það vakti athygli á dögunum þegar bandaríska fyrirsætan Blac Chyna tilkynnti fylgjendum sínum á Twitter að hún hefði þurft að losa sig við þrjár af bifreiðum sínum, verandi einstæð móðir með engan fjárhagslegan stuðning frá barnsfeðrum sínum. 5. apríl 2022 11:30