
Þorvaldur dæmdur í 4 ára bann
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, einn fremsti knapi landsins, var í gær dæmdur í 4 ára bann eftir að amfetamín fannst í blóðsýni hans í annað sinn á tæplega ári.
Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, einn fremsti knapi landsins, var í gær dæmdur í 4 ára bann eftir að amfetamín fannst í blóðsýni hans í annað sinn á tæplega ári.
Skeiðsnillingarnir Sigurbjörn Bárðarson og Sigurður Vignir Matthíasson sýndu að venju snilldartakta í fyrstu keppni Meistaradeildar í hestaíþróttum sem fram fór á Selfossi í blíðskaparveðri í dag. Keppt var í gæðingaskeiði og 150 metra skeiði.
Íbúar Skaftárhrepps, á annað hundrað manns, komu saman í gærkvöldi til að heiðra Kristínu Lárusdóttur, heimsmeistara í tölti.
Það var Helmut Bramesfeld á Blöndal vom Störtal sem fór á besta tímanum í dag 7,36 í síðasta sprettinum í 100 metra skeiði á HM íslenska hestsins í Herning.
Sigurinn var öruggur en óvæntur.
Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lýkur í dag.
Tveir Íslendingar riðu sig inn í úrslitin á morgun með sigri í B-úrslitum í dag.
Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.
Þrír íslenskir keppendur eru meðal 5 efstu í forkeppni í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.
Keppnin var hörkuspennandi og það getur greinilega allt gerst.
Hann þakkar sigurinn hestinum.
Dramatíkin heldur áfram á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku.
Keppni á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins heldur áfram.
Jóhann Rúnar Skúlason þurfti að hætta keppni í fjórgangnum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning í Danmörku.
Knapinn sem datt af baki á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins ætlar að halda áfram keppni.
Talið er að ístaðsól hafi slitnað þegar Agnar Snorri Stefánsson var að hægja niður ferðina af stökki með þeim afleiðingum af hann féll af baki og lenti á nálægu grindverki.
"Við erum að gera ráð fyrir um 10.000 manns og tvö til þrjú hundruð hrossum hérna,“ segir Rúnar Þór Guðbrandsson, meðlimur í framkvæmdastjórn heimsmeistaramóts íslenska hestsins
Þorvaldur Árni Þorvaldsson slapp með skrekkinn í fyrra en gæti nú átt yfir höfði sér langt bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í annað sinn á rúmu ári.
Sigurður Sæmundsson, fyrrverandi landsliðseinvaldur, verður fararstjóri í skemmtilegri ferð Úrval Útsýn á HM í hestaíþróttum í Danmörku. Ferðin er sérsniðin að hestamönnum en heimsóttur verður hestabúgarður auk þess sem Siggi Sæm segir sögur og spáir í spilin.
Hestamannafélagið Máni og fleiri tóku þátt í stórri kröfugöngu í Reykjanesbæ í kvöld.
Hrossaeign erlendra aðila hér á landi er afar mikilvæg fyrir hestamennsku. Þjónusta til þeirra eykur gjaldeyristekjur segir formaður Landssambands hestamannafélaga.
Árni Björn Pálsson afreksknapi fór með sigur af hólmi í Meistaradeild í hestaíþróttum 2015. Hann vann með yfirburðum, enginn annar knapi í deildinni komst með tærnar þar sem Árni Björn hafði hælana. Hann var jafnframt kjörinn fagmannlegasti knapinn.
Maðurinn notar gjarnan dýr í tilraunaskyni þegar prófa þarf eitthvað nýtt. Það er hins vegar fáheyrt að menn séu notaðir í tilraunum í þágu dýra.
Þegar Íslandsmeistarinn í 150 m skeiði, Teitur Árnason, ætlaði að leggja allt undir í síðari spretti, rann hestur hans, Tumi frá Borgarhóli, í startbásnum og datt.
Ýmsar kynjaverur mátti sjá á sýningunni; prinsessur, riddara og rauðhettu svo eitthvað sé nefnt.
Árni Björn Pálsson stóð uppi sem sigurvegari í tölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum á mikilli getuhryssu, Skímu frá Kvistum. Hart var barist í keppninni í gærkvöldi og rak hver glæsisýningin aðra.
Mikil stemning var í Ölfushöllinni þar sem keppni í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum fór fram. Knapar lögðu allt undir og var mikil spenna fram á síðustu stundu.
Ísólfur Líndal Þórisson hreppti gullið í annað sinn í Meistaradeild í hestaíþróttum, í keppni í fimmgangi sem fram fór í gærkvöldi. Það var skeiðið sem réð úrslitum, en framan af leiddi hástökkvari keppninnar, Hulda Gústafsdóttir á Birki frá Vatni.
Þórunn Hannesdóttir á glæsihestinum Austra frá Flagbjarnarholti sigraði örugglega og skaut öllum strákunum ref fyrir rass í úrslitunum.
Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í Herning í Danmörku 2. til 10. ágúst.