Fjölni Þorgeirs langaði að kyssa Berg Telma Tómasson skrifar 10. febrúar 2017 15:30 Vel fór á með þeim félögum Fjölni og Bergi eftir keppni í gær. Stöð 2 Sport Bergur Jónsson á hinni mögnuðu Kötlu frá Ketilsstöðum átti frábæra sýningu í forkeppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í gærkvöldi, en þurfti síðan að eftirláta Elinu Holst efsta sætið í A-úrslitum. Það varð Bergi dýrkeypt að meirihluti knapa ákvað að úrslitin yrði riðin upp á vinstri hönd, en Katla er mun sterkari upp á hægri, á ögn í erfiðleikum með vinstra stökk og fetið er einnig lakara, að sögn Bergs. Bergur lét þó alls ekki taka sig í bólinu með þetta, landaði silfrinu með flotta einkunn 7.60 í A-úrslitum og var verulega sáttur. „Mig langar að kyssa þig,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, en hann varð fyrir miklum hughrifum eftir sýningu Bergs og Kötlu í forkeppninni og sjá má viðtal Fjölnis við Berg í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Elin Holst sem fór með sigur af hólmi, er starfsmaður hjá Gangmyllunni, fyrirtæki Bergs og Olil Amble, en Elin og Bergur keppa bæði undir merkjum þess. Þriðji liðsmaður Gangmyllunar, Freyja Amble Gísladóttir, á hryssunni Áflastjörnu frá Syðri – Gegnishólum, komst einnig í A-úrslit, stóð liðið því efst að stigum eftir þessa fyrstu keppni í mótaröðinni og hampaði hinum eftirsótta liðaskildi eftir fjórganginn. Sjá má sýningu Bergs Jónssonar á Kötlu frá Ketilsstöðum í meðfylgjandi myndskeiði en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi: 1. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 8.07 2. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.60 3. Jakob S. Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Top Reiter - 7.33 4. Guðm. F. Björgvinsson - Straumur frá Feti - Hestvit/Árbakki/Svarthöfði - 7.33 5. Freyja Amble Gíslad. - Álfastjárna frá S-Gegnishólum - Gangmyllan - 7.30 6. Sigurður V. Matthíass. - Arður frá Efri-Þverá - Ganghestar/Margrétarhof - 7.10 7. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 6.77 Hestar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Bergur Jónsson á hinni mögnuðu Kötlu frá Ketilsstöðum átti frábæra sýningu í forkeppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í gærkvöldi, en þurfti síðan að eftirláta Elinu Holst efsta sætið í A-úrslitum. Það varð Bergi dýrkeypt að meirihluti knapa ákvað að úrslitin yrði riðin upp á vinstri hönd, en Katla er mun sterkari upp á hægri, á ögn í erfiðleikum með vinstra stökk og fetið er einnig lakara, að sögn Bergs. Bergur lét þó alls ekki taka sig í bólinu með þetta, landaði silfrinu með flotta einkunn 7.60 í A-úrslitum og var verulega sáttur. „Mig langar að kyssa þig,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, en hann varð fyrir miklum hughrifum eftir sýningu Bergs og Kötlu í forkeppninni og sjá má viðtal Fjölnis við Berg í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Elin Holst sem fór með sigur af hólmi, er starfsmaður hjá Gangmyllunni, fyrirtæki Bergs og Olil Amble, en Elin og Bergur keppa bæði undir merkjum þess. Þriðji liðsmaður Gangmyllunar, Freyja Amble Gísladóttir, á hryssunni Áflastjörnu frá Syðri – Gegnishólum, komst einnig í A-úrslit, stóð liðið því efst að stigum eftir þessa fyrstu keppni í mótaröðinni og hampaði hinum eftirsótta liðaskildi eftir fjórganginn. Sjá má sýningu Bergs Jónssonar á Kötlu frá Ketilsstöðum í meðfylgjandi myndskeiði en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi: 1. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 8.07 2. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.60 3. Jakob S. Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Top Reiter - 7.33 4. Guðm. F. Björgvinsson - Straumur frá Feti - Hestvit/Árbakki/Svarthöfði - 7.33 5. Freyja Amble Gíslad. - Álfastjárna frá S-Gegnishólum - Gangmyllan - 7.30 6. Sigurður V. Matthíass. - Arður frá Efri-Þverá - Ganghestar/Margrétarhof - 7.10 7. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 6.77
Hestar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira