Við höfum alveg hleypt á stökk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2017 09:15 Matthías á Biskupi frá Sigmundarstöðum og Óli Björn á Hamfara frá Hvammi. Mynd/Edda Rún Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig Óli Björn? Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hestunum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta landsmóti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhverntíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavírinn. Það var nú frekar hlægilegt. Hestar Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig Óli Björn? Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hestunum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta landsmóti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhverntíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavírinn. Það var nú frekar hlægilegt.
Hestar Krakkar Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gurrý selur slotið Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira