Ætlar að verða heimsmeistari þrátt fyrir að vera plagaður af MS Benedikt Bóas skrifar 19. júlí 2017 07:00 Svavar á baki Heklu. „Ég geri þetta aldrei aftur. Þetta er alltof erfitt,“ segir Svavar Hreiðarsson, 46 ára hestamaður á Syðra-Garðshorni í Eyjafirði. Svavar berst við MS-sjúkdóminn en ætlar að komast á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi. Svavar fær að öllum líkindum ekki fleiri tækifæri í lífinu til að takast á við þennan draum sinn sökum sífellt hrakandi heilsu. Draumur hans er að verða heimsmeistari í skeiði á merinni Heklu frá Akureyri. Hann hefur misst mátt og þrek og er orðinn blindur á öðru auga en þrátt fyrir allt þetta ætlar hann sér stóra hluti í Hollandi. Vinir hans hafa sett af stað söfnun til þess að hann geti upplifað draum sinn, skeiðkappreið á stærsta sviði hestaíþrótta í gegnum troðfullan leikvang. „Þetta er alltaf barátta við sjúkdóminn. Núna er þetta erfitt og helvítis puð ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er búinn að vera að reyna að safna styrkjum en það gengur erfiðlega. Þess á milli er ég að hreyfa hrossið því það snýst allt um þetta, ég geri ekkert annað,“ segir Svavar. Hann hefur skilning á þeim fyrirtækjum sem eru háð íslensku krónunni því hann hefur fengið vilyrði frá mörgum sem þurfa að halda fast í hverja krónu. Svavar þarf sjálfur að útvega fé fyrir stórum hluta þess sem ferðin kostar. Nú ætla vinir hans að létta undir og hafa hafið söfnun á góðgerðarsöfnunarsíðunni generosity.com. Hægt er að finna styrkinn með því að leita undir Svabbi. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
„Ég geri þetta aldrei aftur. Þetta er alltof erfitt,“ segir Svavar Hreiðarsson, 46 ára hestamaður á Syðra-Garðshorni í Eyjafirði. Svavar berst við MS-sjúkdóminn en ætlar að komast á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi. Svavar fær að öllum líkindum ekki fleiri tækifæri í lífinu til að takast á við þennan draum sinn sökum sífellt hrakandi heilsu. Draumur hans er að verða heimsmeistari í skeiði á merinni Heklu frá Akureyri. Hann hefur misst mátt og þrek og er orðinn blindur á öðru auga en þrátt fyrir allt þetta ætlar hann sér stóra hluti í Hollandi. Vinir hans hafa sett af stað söfnun til þess að hann geti upplifað draum sinn, skeiðkappreið á stærsta sviði hestaíþrótta í gegnum troðfullan leikvang. „Þetta er alltaf barátta við sjúkdóminn. Núna er þetta erfitt og helvítis puð ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er búinn að vera að reyna að safna styrkjum en það gengur erfiðlega. Þess á milli er ég að hreyfa hrossið því það snýst allt um þetta, ég geri ekkert annað,“ segir Svavar. Hann hefur skilning á þeim fyrirtækjum sem eru háð íslensku krónunni því hann hefur fengið vilyrði frá mörgum sem þurfa að halda fast í hverja krónu. Svavar þarf sjálfur að útvega fé fyrir stórum hluta þess sem ferðin kostar. Nú ætla vinir hans að létta undir og hafa hafið söfnun á góðgerðarsöfnunarsíðunni generosity.com. Hægt er að finna styrkinn með því að leita undir Svabbi.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira