Ellert einstaki býr til folöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2017 21:41 Mikil spenna er hjá hestamönnum að sjá hvernig folöld Ellerts einstaka verða á litinn en Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Ellert einstaki er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum í Landeyjum. Ellert einstaki var spenntur þegar honum var hleypt út úr hestakerrunni í Lindartúni í Vestur-Landeyjum enda vissi hann að það væri eitthvað spennandi í gangi. Hesturinn er frá Baldurshaga og eini hesturinn í heiminum sem ber þennan lit sem kallast ýruskjótt. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu og stórt og mikið vagl í báðum augum. „Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa og ætlar að reyna að búa til fleiri eintök af þessum nýja lit,“ segir Baldur Eiðsson eigandi Ellerts einstaka. Ellert var frelsinu feginn þegar Baldur losaði múlinn af honum, enda tók hann strax sprettinn til meranna sem biðu hans. Ellert er í fyrsta skipti í stóðmerum, mikill eltingaleikur er í stóði sem þessu enda vill graðhesturinn hafa merarnar í einum hópi. En hvernig lit mun ellert gefa? „Það segjum við ekkert um fyrr en við sjáum folöldin því þessi litur eða literfðir hafa ekki verið til í neinum hesti hingað til. Þannig að við vitum ekkert. Þetta er alveg gífurlega áhugavert og skemmtilegt fyrirbæri. Að við skyldum fá þennan hest upp og við skyldum fá hann hér á landi en ekki einhvers staðar í útlöndum og að hann skuli vera hér og verða hér og setja þau spor sem hann getur á íslenska hestastofnin. Hver sem þau verða, við vitum það ekki en það er spennandi að sjá,“ segir Páll Imsland, litasérfræðingur íslenska hestsins. Hestar Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Mikil spenna er hjá hestamönnum að sjá hvernig folöld Ellerts einstaka verða á litinn en Ellert er fjögurra vetra stóðhestur sem ber nýtt liftaafbrigði í íslenska hrossastofninum. Ellert einstaki er nú í fyrsta skipti hjá stóðmerum í Landeyjum. Ellert einstaki var spenntur þegar honum var hleypt út úr hestakerrunni í Lindartúni í Vestur-Landeyjum enda vissi hann að það væri eitthvað spennandi í gangi. Hesturinn er frá Baldurshaga og eini hesturinn í heiminum sem ber þennan lit sem kallast ýruskjótt. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu og stórt og mikið vagl í báðum augum. „Nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þessum bransa og ætlar að reyna að búa til fleiri eintök af þessum nýja lit,“ segir Baldur Eiðsson eigandi Ellerts einstaka. Ellert var frelsinu feginn þegar Baldur losaði múlinn af honum, enda tók hann strax sprettinn til meranna sem biðu hans. Ellert er í fyrsta skipti í stóðmerum, mikill eltingaleikur er í stóði sem þessu enda vill graðhesturinn hafa merarnar í einum hópi. En hvernig lit mun ellert gefa? „Það segjum við ekkert um fyrr en við sjáum folöldin því þessi litur eða literfðir hafa ekki verið til í neinum hesti hingað til. Þannig að við vitum ekkert. Þetta er alveg gífurlega áhugavert og skemmtilegt fyrirbæri. Að við skyldum fá þennan hest upp og við skyldum fá hann hér á landi en ekki einhvers staðar í útlöndum og að hann skuli vera hér og verða hér og setja þau spor sem hann getur á íslenska hestastofnin. Hver sem þau verða, við vitum það ekki en það er spennandi að sjá,“ segir Páll Imsland, litasérfræðingur íslenska hestsins.
Hestar Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira