Bjarki skoraði sjö í sigri Lemgo | Kristján Örn markahæstur í naumu tapi Það voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum leikjum í Evrópubikarkeppni karla í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í þriggja marka sigri gegn Chekhovskie Medvedi og Kristján Örn Kristjánsson skoraði einnig sjö mörk er PAUC Aix tapaði með tveimur mörkum gegn Sävehof. Handbolti 30. nóvember 2021 19:39
Velgengnin skilar Aðalsteini framhaldi í Sviss Handboltaþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson hefur fengið nýjan samning hjá svissneska félaginu Kadetten Schaffhausen og verður því áfram með liðið á næstu leiktíð. Handbolti 30. nóvember 2021 17:00
Enn með glórulausar ákvarðanir en sum mörkin stórkostleg Túnisbúinn Hamza Kablouti er farinn að láta til sín taka með nýliðum Víkings og átti stóran þátt í fyrsta sigri liðsins í Olís-deildinni í handbolta á þessari leiktíð. Handbolti 30. nóvember 2021 15:00
„Hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap“ „Annað hvort kallar brotið á tveggja mínútna brottvísun eða rautt spjald. Þú getur ekki dæmt það út frá því hvort að leikmaðurinn meiddi sig eða ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson í heitum umræðum í Seinni bylgjunni um rauð spjöld í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 30. nóvember 2021 13:00
Áhorfendur geta mætt á Hafnarfjarðarslaginn Það ræðst á morgun hvort það verða hvít eða rauð jól í Hafnarfirði, þegar FH og Haukar mætast í sannkölluðum toppslag í Olís-deild karla í handbolta. Áhorfendur geta mætt framvísi þeir neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Handbolti 30. nóvember 2021 11:30
„Ekkert atvinnumannalið í handbolta á Íslandi“ Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, segir það bara vera gróusögur að það séu atvinnumannlið í íslenska handboltanum í dag. Ekkert íslenskt félag hafi efni á slíku. Handbolti 30. nóvember 2021 11:01
34 titlar á 33 árum en missti af eina Evrópuleiknum af því að hann „dó“ Ef að það er eitthvað sem er öruggt þá er það að Hörður Davíð Harðarson sé á bekknum hjá karlaliði Hauka í handboltanum. Þar hefur hann verið í 33 ár nánast án undantekninga. Gaupi ræddi við þennan mikla meistara. Handbolti 30. nóvember 2021 10:01
Sjáðu ótrúlegar senur þegar slagsmál brutust út í handboltaleik í Serbíu Serbar eru þekktir fyrir að vera blóðheitir og kappsamir inn á vellinum en tvö lið urðu sér hins vegar til skammar um serbneska handboltanum um helgina. Handbolti 30. nóvember 2021 09:31
Segir það ekki ganga að Ísland sé að spila heimaleiki sína í Rússlandi Er ný ríkisstjórn var tilkynnt í gær varð ljóst að Ásmundur Einar Daðason er mennta- og barnamálaráðherra Íslands. Hann mun einnig sinna verkefnum tengdum æskulýðs- og íþróttamálum. Þar á meðal er uppbygging á þjóðarleikvöngum Íslands. Sport 29. nóvember 2021 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 26-22 | Víkingur hafði betur í uppgjöri nýliðanna Víkingur vann sinn fyrsta leik á tímabilinu með 4 marka sigri á HK 26-22. Víkingur spilaði frábæran seinni hálfleik sem tryggði heimamönnum fyrsta sigur vetrarins. Handbolti 29. nóvember 2021 22:00
Sebastian: Við fórum á taugum í kvöld HK tapaði sínum níunda leik í röð í kvöld þegar HK sótti Víking heim. Víkingur keyrði yfir HK í seinni hálfleik og vann að lokum fjögurra marka sigur 26-22. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik. Handbolti 29. nóvember 2021 21:45
Foringjarnir: Töluðu fyrst við Baumruk eftir landsleik Tékka í Höllinni Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, var nýjasti gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Handbolti 29. nóvember 2021 12:00
Hurðaskellir í Haukaliðinu tekur við bókunum í desember Rauða spjald Haukamarkvarðarins Arons Rafns Eðvardssonar vakti mikla furðu í Evrópuleik liðsins í Rúmeníu um helgina. Handbolti 29. nóvember 2021 09:30
Egill og Ási höfðu þetta bara eins og þeir vildu Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ekki í vafa um hvað hefði skilað FH sigri í Mosfellsbæ í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Egill Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru illa með heimamenn og skoruðu samtals 22 mörk í 31-26 sigri FH-inga. Handbolti 28. nóvember 2021 21:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 31-31 | Jafntefli niðurstaða í hörkuleik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli er liðin mættust í 10. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Framarar með öll tök á leiknum en um miðbik seinni hálfleiks urðu þeir full værukærir. Stjörnumenn nýttu sér það og tókst að jafna á loka mínútunni. Lokatölur 31-31. Handbolti 28. nóvember 2021 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 26-31 | Rjúkandi heitir FH-ingar FH hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum og kom sér enn nær toppnum með sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum, í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 28. nóvember 2021 20:53
Patrekur Jóhannesson: Við vorum ekkert að spila nægilega vel Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur með stigið sem Stjörnumenn sóttu á móti Fram eftir að hafa verið undir svo gott sem allan leikinn. Stjörnumenn voru ekki sannfærandi bróðurpart leiksins og leit ekki út fyrir að þeir myndu koma sér inn í leikinn. Kraftaverkið gerðist á 59. mínútur þegar að Stjörnumenn náðu loks að jafna og lokatölur 31-31. Handbolti 28. nóvember 2021 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - KA 25-24 | Selfyssingar á sigurbraut KA-menn sóttu ekki gull í greipar Selfyssinga í Olís deildinni í handbolta á Selfossi í kvöld. Handbolti 28. nóvember 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 36-26| Grótta niðurlægði ÍBV Grótta vann ótrúlegan sigur á ÍBV. Fyrri hálfleikur Gróttu var frábær á báðum endum vallarins. Grótta var tíu mörkum yfir í hálfleik og tókst ÍBV aldrei að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik. Grótta vann að lokum tíu marka sigur 36-26. Handbolti 28. nóvember 2021 18:39
Arnar Daði: Áttum svör við öllu í sóknarleik ÍBV Grótta vann ótrúlegan tíu marka sigur á ÍBV 36-26. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með hvernig Grótta svaraði síðasta leik. Sport 28. nóvember 2021 17:35
Opnaði dyr á harkalegan hátt og fékk rautt spjald fyrir Ótrúleg dómgæsla leit dagsins ljós í Evrópubikarnum í handbolta þegar Haukar kepptu við rúmenska liðið Focsani ytra í dag. Handbolti 27. nóvember 2021 20:56
Haukar töpuðu með tveggja marka mun í Rúmeníu Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka mun þegar þeir mæta Focsani í seinni viðureign liðanna að Ásvöllum eftir viku, eftir að hafa tapað á svekkjandi hátt í Rúmeníu í dag. Handbolti 27. nóvember 2021 18:05
Öruggur sigur gegn Sviss Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld öruggan átta marka sigur, 30-22, er liðið mætti Sviss á æfingamóti í Chep í Tékklandi í kvöld. Handbolti 26. nóvember 2021 22:32
Kristján Örn markahæstur í naumum sigri Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix unnu í kvöld nauman eins marks sigur á útivelli gegn Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 29-30, en Kristján Örn var markahæsti leikmaður gestanna með sex mörk. Handbolti 26. nóvember 2021 21:48
Naumt tap í Tékklandi Íslenska B-landsliðið í handbolta kvenna þurfti að sætta sig við eins marks tap gegn U21 árs liði Sviss í öðrum leik liðsins á æfingamóti í Tékklandi fyrr í dag. Handbolti 26. nóvember 2021 21:00
Skilyrði að strákarnir okkar séu með mótefni en þeir mega fara af hótelinu Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tilkynnt hvaða smitvarnareglur gilda á EM karla í handbolta sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Handbolti 26. nóvember 2021 14:00
Seinni bylgjan hitar upp: Hann er jókerinn sem að Víkinga vantaði Víkingur eða HK mun brátt geta státað sig af því að vera ekki lengur án stiga í Olís-deild karla í handbolta. Liðin mætast í sannkölluðum botnslag sem segja má að standi upp úr, eða kannski niður úr, í 10. umferð deildarinnar. Handbolti 26. nóvember 2021 12:01
Alexander fyrstur Íslendinga til að spila fimm hundruð leiki í bestu deild heims Alexander Petersson náði stórum tímamótum á dögunum þegar hann náði að spila sinn fimm hundraðasta leik í þýsku Bundesligunni í handbolta. Handbolti 26. nóvember 2021 10:31
Þórsarar bíða enn eftir íþróttahúsinu sem þeir áttu að fá 1995 Haustið 1995 töldu Þórsarar á Akureyri sig vera að fá íþróttahús á félagssvæði sínu við Hamar. Þeir bíða hins vegar enn eftir því. Handbolti 26. nóvember 2021 10:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. Handbolti 25. nóvember 2021 22:00