„Mér finnst það léleg afsökun“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 14:01 Snorri Steinn segir Valsmenn ekki geta falið sig á bakvið álag. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun. Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira