„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. desember 2022 22:45 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að einhverju leyti sáttur með stigið sem hans menn fengu í kvöld. Liðið atti þar kappi við FH í hálfleikaskiptum leik sem endaði 29-29. „Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira