Tók meðvitaða ákvörðun um að gefa dómurum vinnufrið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 11:31 Bjarni Fritzson vill einbeita sér að þjálfun síns liðs en ekki að því að reyna að hafa áhrif á dómara. VÍSIR/BÁRA Handboltaþjálfarinn Bjarni Fritzson segir að sýn hans á störf dómara í handbolta hafi algjörlega breyst eftir að hann starfaði sem sérfræðingur í sjónvarpi. Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi. Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Bjarni tók við þjálfun ÍR í Olís deild karla fyrir þetta tímabil en hafði þar áður verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni í tvö tímabil. Sýn hans á dómara breyttist gríðarlega við það að fara hinum megin við borðið. Í seinni bylgjunni var hann að greina leikinn fyrir sjónvarp og sá því leikinn allt öðrum augum. „Þegar ég var í Seinni bylgjunni í fyrra þá var það mjög gott fyrir mig að stíga út úr þjálfuninni. Þegar maður er ofan í þessu þá týnir maður sér inn í þessu einhvern veginn,,“ sagði Bjarni Fritzson við Stefán Árna Pálsson. „Þegar ég steig aðeins út úr þessu þá fór ég að horfa á leikinn sem áhorfandi. Þá fannst mér svolítið fyndið þetta mikla dómaratuð sem var í gangi. Það sem mér fannst eiginlega merkilegast var að dómararnir höfðu yfirleitt alltaf rétt fyrir sér,“ sagði Bjarni. „Það er mikið að vera tuða yfir alls konar hlutum og ég fór að hugsa þetta svolítið. Við erum með tvö lið og við erum með einhvern viðburð sem er leikurinn. Við ráðum tvo menn til að hafa stjórn á leiknum. Við erum síðan öskrandi á þá allan leikinn,“ sagði Bjarni. „Mér finnst ekki vera hægt að bjóða dómurum upp á það. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að gefa þeim vinnufrið en auðvitað tala ég alveg stundum við þá. Ég reyni að gera það prúðmannlega og vera vingjarnlegur,“ sagði Bjarni. Bjarni hefur enn ekki fengið gult spjald á tímabilinu. „Sumir sækja sér gult spjald til þess að láta finna fyrir sér. Ég var samt ekkert búinn að pæla neitt í því og það getur vel verið að það komin einhvern tímann,“ sagði Bjarni og hann segist fyrir vikið vera betri þjálfari. „Ég er með miklu betri fókus á leikinn. Það er einn leikur sem ég var með hærra spennustig heldur en í hinum og mér finnst það vera lélegasti leikur minn sem þjálfari. Mér fannst ég ekki ná að sjá leikinn nægilega vel,“ sagði Bjarni. Það er nóg að gera hjá Bjarna þessa dagana því hann stendur í bókaútgáfu. Hvernig fer það saman að vera rithöfundur og handboltaþjálfari. „Það er bara ótrúlega skemmtilegt. Með bókunum ertu svolítið einn í þínu horni að týna þér inn í einhverjum heimum sem þú ert að búa til. Svo færðu útrás fyrir adrenalínið, spennuna og stemmninguna í handboltanum. Mér hefur alltaf fundist það passa mjög vel saman,“ sagði Bjarni. Bjarni gefur út bækurnar um Orra ótöðvandi og Sölku. Þetta er önnur bókin um Sölku og heitir hún: Salka 2: Tímaflakkið. Þetta er síðan fimmta og síðasta bókin um Orra og heitir hún: Orri óstöðvandi: Draumur Möggu Messi.
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira