„Sýndum að við getum unnið lið fyrir ofan okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. desember 2022 20:00 Þórir Ólafsson var ánægður með sigur á Fram Vísir/Diego Selfoss vann Fram 32-30 í síðasta deildarleik ársins. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður með sigurinn í viðtali eftir leik. „Það var kjörið að fá þennan sigur. Það hefur verið ströggl á okkur þar sem við höfum tapað mikið af stigum og við sýndum það í kvöld að við getum spilað góða vörn og sókn og unnið liðin fyrir ofan okkur,“ sagði Þórir Ólafsson aðspurður hvort það hafi ekki verið ljúft að vinna liðið fyrir ofan Selfoss í deildinni. Þórir var afar ánægður með vörn og markvörslu í leiknum sem átti stóran þátt í sigrinum. „Vörnin var frábær og það var auðvelt fyrir Vilius Rasimas að verja þessa bolta sem komu á markið. Vilius átti líka frábæran leik og varði dauðafæri sem var mikilvægt. Ég var ánægður með hvernig menn börðust og gáfu allt í þennan leik.“ Þórir hrósaði Marko Coric, línumanni, Fram, sem var allt í öllu og fiskaði urmul af vítum. „Það er erfitt að eiga við Marko Coric því hann er góður og gerir vel í að halda mönnum frá sér. Við lentum í vandræðum með hann en náðum að leysa það með hjálparvörn en þetta var erfitt allan tímann.“ Þórir var ánægður með hvernig Selfoss spilaði í síðari hálfleik og að hans mati var það um miðjan síðari hálfleik þegar Selfyssingar fóru langt með að klára leikinn. „Um miðjan seinni hálfleik náðum við ágætis áhlaupi bæði varnar og sóknarlega. Við höfum verið í vandræðum með að skora úr færunum okkar en sóknarnýtingin var fín í dag,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
„Það var kjörið að fá þennan sigur. Það hefur verið ströggl á okkur þar sem við höfum tapað mikið af stigum og við sýndum það í kvöld að við getum spilað góða vörn og sókn og unnið liðin fyrir ofan okkur,“ sagði Þórir Ólafsson aðspurður hvort það hafi ekki verið ljúft að vinna liðið fyrir ofan Selfoss í deildinni. Þórir var afar ánægður með vörn og markvörslu í leiknum sem átti stóran þátt í sigrinum. „Vörnin var frábær og það var auðvelt fyrir Vilius Rasimas að verja þessa bolta sem komu á markið. Vilius átti líka frábæran leik og varði dauðafæri sem var mikilvægt. Ég var ánægður með hvernig menn börðust og gáfu allt í þennan leik.“ Þórir hrósaði Marko Coric, línumanni, Fram, sem var allt í öllu og fiskaði urmul af vítum. „Það er erfitt að eiga við Marko Coric því hann er góður og gerir vel í að halda mönnum frá sér. Við lentum í vandræðum með hann en náðum að leysa það með hjálparvörn en þetta var erfitt allan tímann.“ Þórir var ánægður með hvernig Selfoss spilaði í síðari hálfleik og að hans mati var það um miðjan síðari hálfleik þegar Selfyssingar fóru langt með að klára leikinn. „Um miðjan seinni hálfleik náðum við ágætis áhlaupi bæði varnar og sóknarlega. Við höfum verið í vandræðum með að skora úr færunum okkar en sóknarnýtingin var fín í dag,“ sagði Þórir Ólafsson að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira