Goðsögnin Maggi Pé fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2022 10:07 Magnús var mikill Þróttari og var einn af stofnendum Skákdeildar Þróttar á sínum tíma. Magnús Vignir Pétursson, kaupmaður og milliríkjadómari í bæði handbolta og knattspyrnu, lést föstudaginn 9. desember 89 ára gamall. Greint er frá andláti hans í tilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að Magnús hafi fæðst í Reykjavík á gamlársdag 1932, sonur hjónanna Péturs J. Guðmundssonar, trillukarls í Skerjafirði, og konu hans, Sigurbjargar Jónu Magnúsdóttur, húsfreyju. Magnús var mikill áhugamaður um íþróttir, grjótharður stuðningsmaður Liverpool og gegnheill Þróttari en hann kom að stofnun félagsins árið 1949. Þá var hann mikill áhugamaður um skák, alltaf í stuði og kjaftaði af honum hver tuska. Hann var af flestum í íþróttaheiminum þekktur sem Maggi Pé. Í æviágripi Magga í Morgunblaðinu segir: „Starfsferillinn hófst snemma því Magnús tók til starfa sem sendisveinn hjá Kaffi Höll átta ára gamall og varð síðan sendisveinn hjá Búnaðarbankanum. Hann var verslunarstjóri hjá KRON við Fálkagötu og síðar sölumaður hjá verksmiðju Magnúsar Víglundssonar. Árið 1965 stofnaði hann heildverslunina Hoffell og rak alla tíð og stofnaði með Valdimar syni sínum knattspyrnuverslunina Jóa Útherja í Ármúla árið 1999. Verslunin keypti síðar Hoffell og Magnús hætti kaupmennsku þegar Valdimar keypti hans hlut í Jóa Útherja fyrir um átta árum. Magnús hóf ungur þátttöku í handknattleik og knattspyrnu með Fram og var síðar einn af stofnfélögum Þróttar 1949. Hann var einn af forvígismönnum skákæfinga hjá félaginu og um tíma formaður bridsdeildar. Hann var fljótlega farinn að þjálfa yngri flokka. Þá var hann formaður handknattleiksdeildar Þróttar í fjögur ár. Árið 1950 tók hann dómarapróf í knattspyrnu, varð landsdómari 1956 og alþjóðlegur FIFA-dómari 1965. Hann starfaði sem dómari í 30 ár og dæmdi víða um lönd. Magnús dæmdi einnig í handknattleik og var með alþjóðleg réttindi í þeirri grein. Magnús hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar, KSÍ, HSÍ, ÍBR og KRR fyrir störf sín. Hann var útnefndur heiðursfélagi Þróttar á síðasta ári. Hann var heiðursfélagi númer 1 í Liverpool-klúbbnum.“ Að neðan má sjá viðtal við Magga úr Þróttaravarpinu sem tekið var fyrr á árinu. Andlát Fótbolti Þróttur Reykjavík Skák Handbolti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Greint er frá andláti hans í tilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að Magnús hafi fæðst í Reykjavík á gamlársdag 1932, sonur hjónanna Péturs J. Guðmundssonar, trillukarls í Skerjafirði, og konu hans, Sigurbjargar Jónu Magnúsdóttur, húsfreyju. Magnús var mikill áhugamaður um íþróttir, grjótharður stuðningsmaður Liverpool og gegnheill Þróttari en hann kom að stofnun félagsins árið 1949. Þá var hann mikill áhugamaður um skák, alltaf í stuði og kjaftaði af honum hver tuska. Hann var af flestum í íþróttaheiminum þekktur sem Maggi Pé. Í æviágripi Magga í Morgunblaðinu segir: „Starfsferillinn hófst snemma því Magnús tók til starfa sem sendisveinn hjá Kaffi Höll átta ára gamall og varð síðan sendisveinn hjá Búnaðarbankanum. Hann var verslunarstjóri hjá KRON við Fálkagötu og síðar sölumaður hjá verksmiðju Magnúsar Víglundssonar. Árið 1965 stofnaði hann heildverslunina Hoffell og rak alla tíð og stofnaði með Valdimar syni sínum knattspyrnuverslunina Jóa Útherja í Ármúla árið 1999. Verslunin keypti síðar Hoffell og Magnús hætti kaupmennsku þegar Valdimar keypti hans hlut í Jóa Útherja fyrir um átta árum. Magnús hóf ungur þátttöku í handknattleik og knattspyrnu með Fram og var síðar einn af stofnfélögum Þróttar 1949. Hann var einn af forvígismönnum skákæfinga hjá félaginu og um tíma formaður bridsdeildar. Hann var fljótlega farinn að þjálfa yngri flokka. Þá var hann formaður handknattleiksdeildar Þróttar í fjögur ár. Árið 1950 tók hann dómarapróf í knattspyrnu, varð landsdómari 1956 og alþjóðlegur FIFA-dómari 1965. Hann starfaði sem dómari í 30 ár og dæmdi víða um lönd. Magnús dæmdi einnig í handknattleik og var með alþjóðleg réttindi í þeirri grein. Magnús hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar, KSÍ, HSÍ, ÍBR og KRR fyrir störf sín. Hann var útnefndur heiðursfélagi Þróttar á síðasta ári. Hann var heiðursfélagi númer 1 í Liverpool-klúbbnum.“ Að neðan má sjá viðtal við Magga úr Þróttaravarpinu sem tekið var fyrr á árinu.
Andlát Fótbolti Þróttur Reykjavík Skák Handbolti Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira