Frakkar snéru taflinu við og tryggðu sér sæti í úrslitum Franska kvennalandsliðið í handbolta er á leið í úrslit heimsmeistaramótsins eftir nauman sigur gegn Dönum í undanúrslitum í dag. Danska liðið leiddi leikinn lengst af, en þær frönsku höfðu að lokum betur, 23-22. Handbolti 17. desember 2021 18:05
Fyrrverandi handboltamarkvörður keppir á HM í pílukasti Þjóðverjinn Florian Hempel er með annan bakgrunn en aðrir keppendur á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann er nefnilega fyrrverandi handboltamarkvörður. Sport 17. desember 2021 14:01
Þórir getur komið norsku stelpunum í tíunda úrslitaleikinn á stórmóti Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er á kunnuglegum slóðum með norska kvennalandsliðið í handbolta en það spilar í kvöld í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Handbolti 17. desember 2021 13:30
Ómar Ingi og Rut handknattleiksfólk ársins Íslands- og bikarmeistarinn Rut Jónsdóttir, og markakóngur Þýskalands, Ómar Ingi Magnússon, eru handknattleiksfólk ársins 2021. Handbolti 17. desember 2021 13:16
Af línunni, í markið og í landsliðið á níu árum Saga Sif Gísladóttir, 26 ára gamall markvörður Vals og íslenska landsliðsins, byrjaði afar seint að æfa mark, eða þegar hún var sautján ára. Handbolti 17. desember 2021 11:01
„Þessir tveir heimar skilja hvorn annan ekkert sérstaklega vel“ Saga Sif Gísladóttir er ekki bara einn fremsti handboltamarkvörður landsins heldur nýtur hún mikilla vinsælda sem fatahönnuður. Á dögunum kom önnur fatalína hennar út í samstarfi við Gallerí Sautján. Handbolti 17. desember 2021 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 28-27 | Selfyssingar sluppu með skrekkinn Selfyssingar unnu nauman eins marks sigur er liðið tók á móti Fram í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 28-27. Selfyssingar hafa aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum. Handbolti 16. desember 2021 22:07
Halldór Jóhann: Heppnin var með okkur í liði Selfoss vann eins marks sigur á Fram 28-27. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Selfoss hafði betur að lokum. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með sigur kvöldsins. Sport 16. desember 2021 21:33
Teitur og félagar unnu stórsigur í Íslendingaslag Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg hafa verið á mikilli siglingu undanfarið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið er nú komið í þriðja sæti deildarinnar eftir átta marka sigur gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum í Lemgo, 27-19. Handbolti 16. desember 2021 19:09
Eyjamaðurinn verður lengur hjá Guðjóni Val Línu- og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson hefur framlengt samning sinn við þýska handknattleiksfélagið Gummersbach. Handbolti 16. desember 2021 15:15
Ásgeir Örn ræddi funheita Selfyssinga og skrítna stöðu Guðmundar Braga Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir síðustu umferðina í Olís deildinni á árinu en þetta verða síðustu leikirnir í deildinni áður tekur við 44 daga hlé vegna jóla, áramóta og Evrópumótsins í janúar. Handbolti 16. desember 2021 12:31
Þjálfari Þórs dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að hóta dómurum Aganefnd HSÍ hefur úrskurðað Stevce Alusovski, þjálfara Þórs í Grill 66 deild karla, í tveggja leikja bann fyrir að hóta dómurum. Handbolti 16. desember 2021 10:31
Frakkland síðasta landið inn í undanúrslit HM Frakkland vann góðan fimm marka sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handbolta. Frakkland er þar með síðasta landið inn í undanúrslit mótsins. Handbolti 15. desember 2021 21:15
Löwen og Melsungen áfram í bikarnum Rhein-Neckar Löwen, Melsungen, Kiel og Minden eru komin í 8-liða úrslit þýska bikarsins í handbolta. Löwen og Melsungen slógu út Íslendingalið Stuttgart og Bergischer. Handbolti 15. desember 2021 21:00
Eva Björk markahæst yfir jólin Stjörnukonan Eva Björk Davíðsdóttir er markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna nú þegar deildin er komin í frí fram á nýtt ár. Handbolti 15. desember 2021 18:46
Þórir kominn með norska liðið í undanúrslit Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sigurs gegn Rússlandi á HM kvenna í handbolta í dag. Noregur vann öruggan sex marka sigur, 34-28, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum mótsins. Handbolti 15. desember 2021 18:10
Leikmenn hverfa á miðju HM kvenna í handbolta Íranska landsliðið er að keppa á HM kvenna í handbolta sem nú stendur yfir á Spáni. Það lítur út fyrir það að það munu ekki allir leikmenn liðsins skila sér heim af mótinu. Þá sögu geta fleiri lönd sagt. Handbolti 15. desember 2021 14:00
Dómararnir óskuðu eftir að fá að draga rauða spjald Ágústs til baka FH-ingurinn Ágúst Birgisson var rekinn snemma í sturtu í leik FH og Selfoss í Olís deild karla á dögunum en nú er fullsannað að það var rangur dómur. Handbolti 15. desember 2021 10:31
Patrekur: Var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var merkilega rólegur eftir sigurinn á Aftureldingu, 36-35, í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í kvöld, enda ekki að byrja í bransanum. Handbolti 14. desember 2021 22:51
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 36-35 | Stjörnumenn áfram eftir tvíframlengdan leik Stjarnan komst í kvöld áfram í sextán liða úrslit Coca Cola bikars karla í handbolta eftir sigur á Aftureldingu, 36-35, í tvíframlengdum leik í Mýrinni í Garðabænum. Handbolti 14. desember 2021 22:40
„Annað hvort er maður hetjan eða skúrkurinn og í dag var ég skúrkurinn“ Blær Hinriksson var skiljanlega svekktur eftir tap Aftureldingar fyrir Stjörnunni, 36-35, í tvíframlengdum leik í 32-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í kvöld. Handbolti 14. desember 2021 22:38
Spánverjar í undanúrslit á heimavelli Spænska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsin í handbolta sem fram fer á Spáni um þessar mundir með fimm marka sigri gegn Þjóðverjum, 26-21. Handbolti 14. desember 2021 21:13
Viktor Gísli og félagar enn taplausir Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu nokkuð sannfærandi níu marka sigur er liðið tók á móti Sønderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur uðru 35-26, en Viktor og félagar haf ekki enn tapað leik á tímabilinu. Handbolti 14. desember 2021 20:15
Stórleikur Bjarka skilaði Lemgo áfram | Þrettán íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach Það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur leikjum í 16-liða úrslitum þýska bikarsins í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði 13 mörk er Lemgo sló Fuchse Berlin út í framlengdum leik og Íslendingalið Gummersbach vann öruggan tólf marka sigur gegn Nordhorn-Lingen. Handbolti 14. desember 2021 19:35
Íslendingarnir höfðu hægt um sig er Magdeburg sigraði toppslaginn Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson höfðu hægt um sig er Magdeburg hafði betur gegn Sävehof í toppslag C-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 26-29. Handbolti 14. desember 2021 19:19
Danir stungu af í seinni hálfleik og eru á leið í undanúrslit Danska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í handbolta með öruggum fimm marka sigri gegn Brasilíu, 30-25. Handbolti 14. desember 2021 17:57
Fengu pítsu og kók en nöguðu líka neglur Það var spennuþrungið andrúmsloft á hóteli sænska kvennalandsliðsins í handbolta í gærkvöld þegar liðið beið þess að vita örlög sín á HM á Spáni. Handbolti 14. desember 2021 14:31
„Var búin að læra helling en var kannski ekki á góðum stað“ Seinni bylgjan valdi Theu Imani Sturludóttur úr Val besta leikmann fyrri hluta Olís deildar kvenna í handbolta. Thea var að því tilefni í viðtali í jólaþættinum. Handbolti 14. desember 2021 13:01
Guðmundur landsliðsþjálfari: Ég hef bullandi trú Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mætti í Seinni bylgjuna og ræddi framhaldið hjá strákunum okkar en íslenska landsliðið er á leiðinn á Evrópumeistaramótið eftir áramót. Handbolti 14. desember 2021 10:31
Reknar frá Víkingi: „Aldrei fengið neina viðvörun frá honum“ Þrír leikmenn kvennaliðs Víkings í handbolta, þar á meðal fyrirliðinn, voru reknir í haust, degi fyrir leik í Grill 66-deildinni. Þær segja brottreksturinn hafa verið fyrirvaralausan og skýringar á honum takmarkaðar. Þjálfari Víkings vill ekkert tjá sig um málið. Handbolti 14. desember 2021 08:01