Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“

Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

Handbolti
Fréttamynd

Erlingur lét þjálfarann spila á EM

Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi: Trúðum því í alvörunni að við myndum vinna

Ómar Ingi Magnússon var eðlilega svekktur með tap íslenska landsliðsins gegn Danmörku í fyrsta leik milliriðilsins á EM í kvöld. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir hópinn að koma sér í gang fyrir leikinn en að liðið hafi haft raunverulega trú á því að vinna heimsmeistarana í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“

„Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi.

Handbolti
Fréttamynd

„Hvað voru skipu­leggj­endur að hugsa?“

Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

Lærisveinar Alfreðs og Erlings töpuðu stórt

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta máttu sætta sig við sex marka tap gegn Evrópumeisturum Spánar, 29-23. Á sama tíma töpuðu Hollendingar undir stjórn Erlings Richardssonar gegn Frökkum, 34-24.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin: Þetta var mikið sjokk

„Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid.

Handbolti