„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosalega sjarmerandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2023 07:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson var sérfræðingur Seinni bylgjunnar áður en hann tók við uppeldisfélaginu Haukum á yfirstandandi leiktíð. Seinni bylgjan „Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð. Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Ásgeir Örn ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um frammistöðu Íslands á mótinu. „Við eigum að vera með töluvert betra lið en spilamennskan var í þessu móti. Við byrjuðum vel, frábær sigur á móti Portúgal. Svo hrinur þetta á 20 mínútna kafla og það er að mínu mati einhverjir andlegir þættir sem eru mikilvægir þar.“ Liðið í heild sinni átti góða kafla en þeir voru ekki nægilega margir. „Mér fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi, spilamennskan ekkert frábær. Mér finnst gaman að horfa á þá, þetta eru frábærir strákar og geggjaðir í handbolta en það var eitthvað. Held það hafi líka mikið með format-ið á mótinu að gera. Þetta er alveg vonlaust format, fáum rosa leik á móti Svíum en hinir leikirnir eru hálfgert drasl. Það er erfitt að rýna í þetta og segja til um hvort þeir hafi spilað vel eða illa.“ Klippa: Fannst heilt yfir liðið ekkert rosalega sjarmerandi Niðurstaðan mikil vonbrigði en þjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hlýtur að bera ábyrgð á stöðu og gengi liðsins. „Hann er maðurinn í brúnni og klárlega er ábyrgðin hans. Hann hlýtur að virkilega fara í naflaskoðun og athuga hvað hann gat gert betur, hvað hann á að gera og hvernig hann getur fengið meira út úr liðinu. Hann gerir það pottþétt, hann er ekkert að gera þetta í fyrsta skipti.“ Er hann rétti maðurinn til að leiða liðið inn í næsta Evrópumót? „Ég held það sé hollt fyrir alla að spyrja sig að því hvort hann sé rétti maðurinn og hann að spyrja sjálfan sig. Mín skoðun er held ég sú að hann eigi að halda áfram með þá, hann gerir nýjan samning í maí á síðasta ári. Það er enn örlítill séns á Ólympíuleikunum, það var stóra markmiðið held ég. Þá held ég sé bara fínt að miða við það og leyfa honum að spila það út ef það er þannig.“ Eru menn vissir um að leikmennirnir hafi trú á þjálfaranum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ég hef ekki talað um það við þá. Þeir verða að svara fyrir það.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23. janúar 2023 11:27
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða