Hrósuðu mæðgunum: „Örugglega að drepast í líkamanum“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 13:30 Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir léku saman með liði HK gegn Val um síðustu helgi. vísir/Ívar Fannar Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu samtals tíu mörk fyrir HK í leik gegn Val í Olís-deildinni í handbolta um síðustu helgi. Þær fengu sviðsljósið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudaginn. Kristín er þrautreynd handboltakona og var afar sigursæl með liði Vals. Hún er orðin 44 ára en skórnir eru ekki enn farnir upp í hillu og hún hefur því náð að spila með hinni 17 ára Emblu, dóttur sinni. „Þetta er sjaldgæft í handbolta. Ég þekki þetta sjálfur. Ég var nógu gamall til að spila með pabba [Guðjóni Árnasyni] á sínum tíma, en ég var náttúrulega bara ekki nógu góður svo það gekk ekki, því miður. Þetta er algjörlega geggjað, og kraftur í Kristínu. Horfandi á leikinn hefði maður ekki giskað á að hún væri orðin þó þetta gömul,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson í Seinni bylgjunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem ásamt Árna var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum, er yngri en Kristín og kvaðst fagna því að sjá Kristínu spila sitt 29. keppnistímabil í meistaraflokki: „Þetta eru auðvitað átök en ég fagna því að konur séu að spila lengur. Mig hefði aldrei órað fyrir því þegar ég var að byrja í handbolta að þetta væri búið að lengjast svona mikið. Konur hættu almennt mikið fyrr í íþróttum en karlar. Þetta er því frábært. Hún er hins vegar ekki búin að spila samfellt þannig að hún er örugglega að drepast í líkamanum, á meðan að til dæmis Hanna Guðrún [Stefánsdóttir, Stjörnunni] hefur spilað samfleytt. En Kristín er ótrúlega seig og kann auðvitað handbolta, ekki spurning. En þetta er örugglega erfitt á köflum,“ sagði Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Mæðgurnar í HK Kristín sagðist í viðtali við Svövu ekki ætla að stökkva frá sökkvandi skipi, eflaust sár yfir því að leikmenn kjósi að fara frá HK eins og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði á dögunum þegar hún fór að láni til Fram. „Ég veit svo sem ekkert af hverju Sara fór. Kannski eru þetta pínu ósanngjörn ummæli,“ sagði Sigurlaug. „Hún [Kristín] á náttúrulega dóttur í liðinu og er að reyna að hjálpa. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Sara fór,“ sagði Sigurlaug. Umræðuna í heild, sem og viðtalið við mæðgurnar, má sjá hér að ofan. Olís-deild kvenna HK Seinni bylgjan Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Kristín er þrautreynd handboltakona og var afar sigursæl með liði Vals. Hún er orðin 44 ára en skórnir eru ekki enn farnir upp í hillu og hún hefur því náð að spila með hinni 17 ára Emblu, dóttur sinni. „Þetta er sjaldgæft í handbolta. Ég þekki þetta sjálfur. Ég var nógu gamall til að spila með pabba [Guðjóni Árnasyni] á sínum tíma, en ég var náttúrulega bara ekki nógu góður svo það gekk ekki, því miður. Þetta er algjörlega geggjað, og kraftur í Kristínu. Horfandi á leikinn hefði maður ekki giskað á að hún væri orðin þó þetta gömul,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson í Seinni bylgjunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Sigurlaug Rúnarsdóttir, sem ásamt Árna var gestur Svövu Kristínar Gretarsdóttur í þættinum, er yngri en Kristín og kvaðst fagna því að sjá Kristínu spila sitt 29. keppnistímabil í meistaraflokki: „Þetta eru auðvitað átök en ég fagna því að konur séu að spila lengur. Mig hefði aldrei órað fyrir því þegar ég var að byrja í handbolta að þetta væri búið að lengjast svona mikið. Konur hættu almennt mikið fyrr í íþróttum en karlar. Þetta er því frábært. Hún er hins vegar ekki búin að spila samfellt þannig að hún er örugglega að drepast í líkamanum, á meðan að til dæmis Hanna Guðrún [Stefánsdóttir, Stjörnunni] hefur spilað samfleytt. En Kristín er ótrúlega seig og kann auðvitað handbolta, ekki spurning. En þetta er örugglega erfitt á köflum,“ sagði Sigurlaug. Klippa: Seinni bylgjan - Mæðgurnar í HK Kristín sagðist í viðtali við Svövu ekki ætla að stökkva frá sökkvandi skipi, eflaust sár yfir því að leikmenn kjósi að fara frá HK eins og Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði á dögunum þegar hún fór að láni til Fram. „Ég veit svo sem ekkert af hverju Sara fór. Kannski eru þetta pínu ósanngjörn ummæli,“ sagði Sigurlaug. „Hún [Kristín] á náttúrulega dóttur í liðinu og er að reyna að hjálpa. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Sara fór,“ sagði Sigurlaug. Umræðuna í heild, sem og viðtalið við mæðgurnar, má sjá hér að ofan.
Olís-deild kvenna HK Seinni bylgjan Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira