Allt sem við vitum um næsta stórmót strákanna okkar Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 08:00 Strákarnir okkar stóðu ekki undir væntingum í Svíþjóð en ætla sér eflaust stóra hluti á EM í Þýskalandi að ári. VÍSIR/VILHELM Það er aldrei langt í næsta verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og nú þegar er ýmislegt vitað varðandi næsta stórmót þess, sem fram fer í Mekka handboltans. Það fyrsta sem við vitum er reyndar það að Ísland er ekki komið inn á næsta stórmót. Það er hins vegar bara tímaspursmál og líklegra er að Ísland leggist í eyði en að næsti janúar snúist ekki um þátttöku strákanna okkar á EM í Þýskalandi. Það er meira að segja búið að ákveða hvar Ísland spilar á mótinu, þó undankeppninni ljúki ekki fyrr en í vor. Ísland hóf undankeppnina á að vinna Ísrael og Eistland af miklu öryggi en mun svo berjast við Tékkland í tveimur leikjum í mars um efsta sæti síns undanriðils. Tvö liðanna komast upp úr riðlinum og liðið í 3. sæti mögulega einnig. Spila í München og Köln Ísland verður því alltaf með á EM næsta janúar og mun spila í C-riðli ásamt þremur öðrum liðum, og verður sá riðill spilaður í Ólympíuhöllinni í München. Tvö lið úr riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í annarri afar merkri höll, Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitin í Meistaradeild Evrópu hafa ráðist um árabil. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Svona er dagskráin í riðlakeppni EM 2024. Eins og sjá má er reiknað með Íslandi í C-riðli.EHF Lausir við Danmörku, Svíþjóð og Noreg Einnig er vitað að Noregur verður í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo að Ísland mætir engu þessara þriggja liða nema mögulega í undanúrslitum eða leik um 5. sæti. Danir munu hins vegar líkt og Íslendingar spila í Ólympíuhöllinni í München, en liðin úr D-, E, og F-riðli fara í milliriðil í Hamburg. Alls spila 24 þjóðir á EM í Þýskalandi. Þó að ekki sé ljóst hvaða þjóðir Ísland mun spila við er ljóst hvaða daga Ísland mun spila, bæði í C-riðlinum og svo í milliriðli komist liðið þangað. Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil. Möguleikinn á ÓL í París Það er einnig vert að geta þess að árangur á EM skiptir núna einnig sköpum fyrir Ísland varðandi möguleikana á að komast á Ólympíuleikana í París 2024, eftir að árangurinn á HM dugði liðinu ekki til að ná sæti í tólf liða undankeppni ÓL. Á EM verða í boði tvö sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, auk þess sem Evrópumeistararnir fá öruggt sæti á leikunum (Ef Frakkar, sem gestgjafar ÓL, og/eða verðandi heimsmeistarar vinna EM fær silfurlið EM, eða mögulega bronslið EM, þetta örugga sæti sem í boði er á ÓL). Sætin tvö í undankeppni ÓL fara til liða sem ekki eru þegar örugg um sæti á leikunum eða í undankeppninni. Ísland verður því væntanlega í keppni um þau tvö sæti við þær Evrópuþjóðir sem ekki enduðu í hópi 9-10 efstu þjóða á HM í ár, um að enda sem efst á EM. Sú keppni gæti þannig verið við Portúgal, Pólland, Serbíu, Holland, Svartfjallaland og fleiri þjóðir. Til dæmis dugði Portúgal að enda í 6. sæti á EM 2020 til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Í undankeppninni eru svo jafnan ágætir möguleikar á að komast á leikana, en þar er leikið í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö á leikana úr hverjum riðli. Undankeppnin fyrir ÓL í París fer fram 11.-17. mars á næsta ári. Nánari útskýringar má sjá hér að neðan. Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Það fyrsta sem við vitum er reyndar það að Ísland er ekki komið inn á næsta stórmót. Það er hins vegar bara tímaspursmál og líklegra er að Ísland leggist í eyði en að næsti janúar snúist ekki um þátttöku strákanna okkar á EM í Þýskalandi. Það er meira að segja búið að ákveða hvar Ísland spilar á mótinu, þó undankeppninni ljúki ekki fyrr en í vor. Ísland hóf undankeppnina á að vinna Ísrael og Eistland af miklu öryggi en mun svo berjast við Tékkland í tveimur leikjum í mars um efsta sæti síns undanriðils. Tvö liðanna komast upp úr riðlinum og liðið í 3. sæti mögulega einnig. Spila í München og Köln Ísland verður því alltaf með á EM næsta janúar og mun spila í C-riðli ásamt þremur öðrum liðum, og verður sá riðill spilaður í Ólympíuhöllinni í München. Tvö lið úr riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í annarri afar merkri höll, Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitin í Meistaradeild Evrópu hafa ráðist um árabil. Liðin tvö sem komast áfram úr C-riðli í milliriðla munu spila við lið úr A- og B-riðli, en vitað er að gestgjafar Þýskalands verða í A-riðli og Króatía í B-riðli. Svona er dagskráin í riðlakeppni EM 2024. Eins og sjá má er reiknað með Íslandi í C-riðli.EHF Lausir við Danmörku, Svíþjóð og Noreg Einnig er vitað að Noregur verður í D-riðli, Svíþjóð í E-riðli og Danmörk í F-riðli, svo að Ísland mætir engu þessara þriggja liða nema mögulega í undanúrslitum eða leik um 5. sæti. Danir munu hins vegar líkt og Íslendingar spila í Ólympíuhöllinni í München, en liðin úr D-, E, og F-riðli fara í milliriðil í Hamburg. Alls spila 24 þjóðir á EM í Þýskalandi. Þó að ekki sé ljóst hvaða þjóðir Ísland mun spila við er ljóst hvaða daga Ísland mun spila, bæði í C-riðlinum og svo í milliriðli komist liðið þangað. Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil. Möguleikinn á ÓL í París Það er einnig vert að geta þess að árangur á EM skiptir núna einnig sköpum fyrir Ísland varðandi möguleikana á að komast á Ólympíuleikana í París 2024, eftir að árangurinn á HM dugði liðinu ekki til að ná sæti í tólf liða undankeppni ÓL. Á EM verða í boði tvö sæti í undankeppni Ólympíuleikanna, auk þess sem Evrópumeistararnir fá öruggt sæti á leikunum (Ef Frakkar, sem gestgjafar ÓL, og/eða verðandi heimsmeistarar vinna EM fær silfurlið EM, eða mögulega bronslið EM, þetta örugga sæti sem í boði er á ÓL). Sætin tvö í undankeppni ÓL fara til liða sem ekki eru þegar örugg um sæti á leikunum eða í undankeppninni. Ísland verður því væntanlega í keppni um þau tvö sæti við þær Evrópuþjóðir sem ekki enduðu í hópi 9-10 efstu þjóða á HM í ár, um að enda sem efst á EM. Sú keppni gæti þannig verið við Portúgal, Pólland, Serbíu, Holland, Svartfjallaland og fleiri þjóðir. Til dæmis dugði Portúgal að enda í 6. sæti á EM 2020 til að komast í undankeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Í undankeppninni eru svo jafnan ágætir möguleikar á að komast á leikana, en þar er leikið í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö á leikana úr hverjum riðli. Undankeppnin fyrir ÓL í París fer fram 11.-17. mars á næsta ári. Nánari útskýringar má sjá hér að neðan. Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL.
Leikdagar Íslands á EM: Föstudagur, 12. janúar í München Sunnudagur 14. janúar í München Þriðjudagur 16. janúar í München Fimmtudagur 18. janúar í Köln Laugardagur 20. janúar í Köln Mánudagur 22. janúar í Köln Miðvikudagur 24. janúar í Köln *Leikirnir í Köln aðeins ef Ísland kemst í milliriðil.
Handbolti karla á ÓL 2024 Tólf landslið leika í handbolta karla á Ólympíuleikunum í París 2024. Gestgjafar Frakklands, heimsmeistararnir í ár og fjórir álfumeistarar fá samtals sex örugg sæti. Vinni Frakkar HM eða EM fá silfurlið mótanna öruggt sæti á ÓL. Eftir standa sex sæti sem spilað er um í þremur fjögurra liða riðlum í undankeppni ÓL sem fram fer 11.-17. mars 2024. Í undankeppnina komast sex efstu liðin frá HM sem ekki ná inn á ÓL með öðrum leiðum (með því að vera gestgjafar eða álfumeistarar). Við bætast tvö lið með bestan árangur af EM (sem ekki hafa þegar náð sæti á ÓL eða í undankeppni ÓL) og fjögur lið í viðbót frá öðrum álfum. Í undankeppninni er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið úr hverjum riðli áfram á ÓL.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira