Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“ Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey. Golf 1. júlí 2023 09:31
Dagskráin í dag: Besta deildin og golf Besta deild kvenna í knattspyrnu og golf er í fyrirrúmi hjá okkur á Stöð 2 Sport í dag. Fótbolti 25. júní 2023 06:00
Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut. Golf 22. júní 2023 23:01
Clark hélt McIlroy í skefjum og tryggði sér sinn fyrsta sigur á risamóti Wyndham Clark tryggði sér sigur á Opna bandaríska risamótinu í golfi, US Open, í nótt. Hann kláraði fjórða og seinasta hringinn á pari og endaði því samtals á tíu höggum undir pari, einu höggi á undan Norður-Íranum Rory McIlroy sem hafnaði í öðru sæti. Golf 19. júní 2023 07:30
Fowler og Clark bítast um forystuna á US Open | Báðir 10 undir pari Það er hart barist á toppnum á US Open þar sem fjórum höggum munar á 1. og 4. sæti. Wyndham Clark og Rickie Fowler eru áfram efstir en þeir eru báðir 10 höggum undir pari. Þriðji hringurinn af fjórum var leikinn í gær þar sem Clark lék á 69 höggum en Fowler á 70. Golf 18. júní 2023 09:38
Fowler áfram í forystu á US Open Rickie Fowler er enn í forystu á US Open, 11 undir pari þegar þetta er skrifað, en hann hefur spilað átta holur af öðrum hring sínum á mótinu. Wyndham Clark og Rory McIlroy gera sig þó líklega til að ógna honum. Golf 16. júní 2023 23:36
Æsispennandi keppni á milli íslenskra golfhópa Golfarinn hefur vakið athygli áhorfenda Stöðvar 2 síðustu vikur enda margt skemmtilegt þar á seyði hjá þeim Hlyni Sigurðssyni og Ingu Lind Karlsdóttur sem höfðar jafn til hins íslenska meðalkylfings, byrjenda sem og þeirra bestu, og raunar jafnvel líka til þeirra sem alls ekki spila golf. Lífið samstarf 16. júní 2023 16:50
Stjörnukylfingar að eignast hlut í Leeds Þrír af fremstu kylfingum heims vilja eignast hlut í enska B-deildarfélaginu Leeds United. Golf 16. júní 2023 11:30
Methafarnir Fowler og Schauffele með tveggja högga forystu Þeir Ricky Fowler og Xander Schauffele eru með tveggja högga forystu eftir fyrsta hring Opna bandaríska risamótsins í golfi, US Open. Golf 16. júní 2023 09:31
128 ára met slegið tvisvar með 22 mínútna millibili á US Open Bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler átti sannkallaðan draumahring á US Open í kvöld þegar hann fór völlinn á 62 höggum. Var þetta í fyrsta sinn í 128 ára sögu mótsins sem kylfingi tekst að klára völlinn á færri en 63 höggum. Golf 15. júní 2023 23:01
Risamót í skugga samruna: Ringulreið og ruglingur fyrir þriðja risamót tímabilsins Þriðja risamót tímabilsins fer af stað í dag þegar Opna bandaríska, US Open, fer fram á The Los Angeles Country Club's North Course-vellinum í Los Angeles um helgina. Mótið er raunar nú þegar hafið, en það er ekki mótið sjálft sem hefur stolið fyrirsögnum golfheimsins undanfarna daga, heldur óvæntur samruni PGA- og LIV-mótaraðanna. Golf 15. júní 2023 14:30
Lefty þögull sem gröfin um samrunann Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur ekkert viljað tjá sig um samrunann stóra í golfheiminum. Golf 15. júní 2023 13:00
Yfirmaður PGA stígur tímabundið til hliðar Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar í golfi, hefur látið daglegan rekstur mótaraðarinnar tímabundið í hendur sinna næstu undirmanna á meðan hann jafnar sig á veikindum. Golf 14. júní 2023 11:01
Rahm segir kylfinga svikna en Koepka nýtur ringulreiðarinnar Færustu kylfingar heims virðast kunna misvel við samruna PGA- og LIV-mótaraðarinnar í golfi. Sumir segjast ekki skilja hvað er í gangi, aðrir líkja þessu við að vera stunginn í bakið á meðan enn aðrir njóta ringulreiðarinnar í botn. Golf 14. júní 2023 09:31
Ringlaður eftir samrunann: „Enginn veit hvað er í gangi nema fjórir í heiminum“ Kylfingurinn Matt Fitzpatrick stendur á gati eftir samruna LIV- og PGA-mótaraðanna í golfi. Golf 13. júní 2023 19:31
Öldungadeild Bandaríkjaþings rannsakar samruna PGA og LIV Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann. Golf 13. júní 2023 13:31
Öryggisvörður tæklaði vin sigurvegarans á Opna kanadíska Mikið gekk á eftir að Nick Taylor vann Opna kanadíska meistaramótið í golfi í gær. Vinur hans fékk fyrir ferðina. Golf 12. júní 2023 14:01
„Þetta eru risastórar fréttir“ „Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar. Golf 11. júní 2023 10:03
Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir. Viðskipti erlent 10. júní 2023 08:01
„Þetta eru hálfgerðar hamfarir“ Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu komu mjög illa undan vetri og opna þurfti seinna en vanalega. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Ólafur Þór Ágústsson, segir að tæp tuttugu ár séu síðan ástandið hafi verið jafn slæmt á golfvöllum. Golf 9. júní 2023 19:30
Lítt þekktur kylfingur sagði McIlroy að fara til fjandans Ýmislegt gekk á þegar kylfingar á PGA-mótaröðinni komu saman eftir samrunann við LIV-mótaröðina. Lítt þekktur kylfingur sagði einum fremsta kylfingi heims meðal annars að fara til fjandans. Golf 8. júní 2023 13:31
Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA. Golf 7. júní 2023 16:30
Margt líkt með golfi og kynlífi Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er margt til lista lagt. Í nýjasta þætti af Golfaranum á Stöð 2 kemur í ljós að hún er efnilegur kylfingur og sér fjölmörg líkindi með golfi og kynlífi, til dæmis mikilvægi þess að hitta í holuna. Lífið samstarf 7. júní 2023 15:53
Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. Golf 7. júní 2023 14:45
PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. Golf 6. júní 2023 14:44
Vann LPGA-mót níu dögum eftir að hún varð atvinnumaður Rose Zhang hrósaði sigri á Mizuho Americas Open, hennar fyrsta móti á atvinnumannaferlinum. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Golf 5. júní 2023 11:00
Tiger missir af Opna bandaríska Tiger Woods keppir ekki á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram í næsta mánuði. Golf 23. maí 2023 12:01
Golfkennarinn sem fór holu í höggi á PGA og upplifði drauminn Óvænt stjarna varð til á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Það var Bandaríkjamaðurinn Michael Block sem fór holu í höggi á 15. braut, rakaði inn seðlum og tryggði sér þátttökurétt á PGA-meistaramótinu á næsta ári. Golf 22. maí 2023 11:30
Koepka í sérflokki og Sims þreif hillu fyrir hann Brooks Koepka varð um helgina tuttugasti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna fimm risamót á ferlinum. Þessi 33 ára Bandaríkjamaður er núna í sérflokki á meðal efstu kylfinga heimslistans í dag. Golf 22. maí 2023 08:07
Koepka í forystu fyrir lokahringinn eftir frábæran þriðja dag Brooks Koepka er með eins höggs forystu á Corey Conners og Viktor Hovland fyrir lokahringinn á PGA meistaramótinu í golfi en lokahringurinn verður leikinn í dag. Golf 21. maí 2023 10:00