Skemmtilegur golfvöllur í einstaklega fallegu umhverfi Golfvöllur vikunnar 7. ágúst 2024 08:30 Húsafellsvöllur er 9 holu völlur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár í jaðri sumarhúsasvæðisins. Húsafellsvöllur er golfvöllur vikunnar á Vísi. Myndir/Helga Golfklúbbnum Húsafelli. Húsafellsvöllur er af mörgum talin vera ein af földum perlum Vesturlands en hann er 9 holu völlur sem liðast um fjölbreytt landslag meðfram bökkum Kaldár og Stuttár í jaðri sumarhúsasvæðisins. Fagurgrænn birkiskógurinn, Eiríksjökull, Langjökull, Okið, Hafursfell og Strútur eru glæsilegir á að horfa og mynda til samans einstaklega fallegt umhverfi sem lætur engan ósnortinn. Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Húsafellsvöllur er golfvöllur vikunnar á Vísi. Húsafellsvöllur, séð frá 9. holunni. Völlurinn er af mörgum talin vera ein af földum perlum Vesturlands. Helsta einkenni Húsafellsvallarins er að flestar brautir hans liggja meðfram Kaldá og Stuttá og slá þarf yfir vatn á 9. holunni. Engar sandglompur eru á Húsafellsvelli en kringum völlinn má finna hraun og skóg og því má segja að þar sé að finna nægar áskoranir. Síðan má ekki gleyma hinu svokallaða „Húsafellsgati“ en það er oft sól og blíða í Húsafelli þótt það sé sólarlaust og vindur í næsta nágrenni. Golfklúbbur Húsafells var stofnaður árið 1996 og verður því 30 ára eftir tvö ár. Eftir að hafa legið í dvala í nokkur ár tók hópur velunnara hans höndum saman, í samvinnu við stjórnendur í Húsafelli, og endurvöktu starfsemina. Útsýnið frá golfvellinum er afar fallegt. Hér má sjá Strút, Eiríksjökull og Hafursfell. Um 65 félagsmenn eru í klúbbnum og eru þeir duglegir að spila á vellinum. Einnig er alltaf að aukast að vinahópar komi í „golfferð“ og gisti á Hótel Húsafelli eða á tjaldstæðinu. Erlendir ferðamenn, sem gista á hótelinu, eru einnig margir spenntir fyrir golfvellinum og taka hring af og til. Fólk á öllum aldri spilar golf í Húsafelli. Eftir hring er vinsælt að kíkja í mat og drykk á Bistróinu sem er rétt við völlinn en um er að ræða notalegan veitingastað sem býður upp á hádegisverðarhlaðborð og à la carte matseðil yfir sumartímann. Einn er tilvalið að fá sér drykk á Hótel Húsafelli eftir skemmtilegan hring. Slakað á eftir góðan dag á Bistróinu. Húsafellsvöllur er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni golfvallaarkitekt. Völlurinn er par 72 og inniheldur 5992 metra af gulum teigum og 4110 metra af rauðum teigum. Efnilegur ungur kylfingur á ferð. Fjölbreytt ferðaþjónusta er í boði í Húsafelli. Þar má nefna afþreyingarlaugina Lindina sem er alltaf jafn notalegt að heimsækja og Giljaböð sem eru dásamleg hálendisslökun í einstöku landslagi. Í nágrenni Húsafells eru einnig fallegar gönguleiðir og ís- og hraunhellar. Golf Golfvellir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Húsafellsvöllur er golfvöllur vikunnar á Vísi. Húsafellsvöllur, séð frá 9. holunni. Völlurinn er af mörgum talin vera ein af földum perlum Vesturlands. Helsta einkenni Húsafellsvallarins er að flestar brautir hans liggja meðfram Kaldá og Stuttá og slá þarf yfir vatn á 9. holunni. Engar sandglompur eru á Húsafellsvelli en kringum völlinn má finna hraun og skóg og því má segja að þar sé að finna nægar áskoranir. Síðan má ekki gleyma hinu svokallaða „Húsafellsgati“ en það er oft sól og blíða í Húsafelli þótt það sé sólarlaust og vindur í næsta nágrenni. Golfklúbbur Húsafells var stofnaður árið 1996 og verður því 30 ára eftir tvö ár. Eftir að hafa legið í dvala í nokkur ár tók hópur velunnara hans höndum saman, í samvinnu við stjórnendur í Húsafelli, og endurvöktu starfsemina. Útsýnið frá golfvellinum er afar fallegt. Hér má sjá Strút, Eiríksjökull og Hafursfell. Um 65 félagsmenn eru í klúbbnum og eru þeir duglegir að spila á vellinum. Einnig er alltaf að aukast að vinahópar komi í „golfferð“ og gisti á Hótel Húsafelli eða á tjaldstæðinu. Erlendir ferðamenn, sem gista á hótelinu, eru einnig margir spenntir fyrir golfvellinum og taka hring af og til. Fólk á öllum aldri spilar golf í Húsafelli. Eftir hring er vinsælt að kíkja í mat og drykk á Bistróinu sem er rétt við völlinn en um er að ræða notalegan veitingastað sem býður upp á hádegisverðarhlaðborð og à la carte matseðil yfir sumartímann. Einn er tilvalið að fá sér drykk á Hótel Húsafelli eftir skemmtilegan hring. Slakað á eftir góðan dag á Bistróinu. Húsafellsvöllur er hannaður af Hannesi Þorsteinssyni golfvallaarkitekt. Völlurinn er par 72 og inniheldur 5992 metra af gulum teigum og 4110 metra af rauðum teigum. Efnilegur ungur kylfingur á ferð. Fjölbreytt ferðaþjónusta er í boði í Húsafelli. Þar má nefna afþreyingarlaugina Lindina sem er alltaf jafn notalegt að heimsækja og Giljaböð sem eru dásamleg hálendisslökun í einstöku landslagi. Í nágrenni Húsafells eru einnig fallegar gönguleiðir og ís- og hraunhellar.
Golf Golfvellir Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira