Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Skoða að selja flug­stöðina á Þing­eyri

Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. 

Innlent
Fréttamynd

Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir

Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Hefðu ekki getað komið í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar

Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að loka varð Reykjanesbraut vegna veðurs í desember. Fleiri tiltækar vinnuvélar hefðu þó getað stytt tímann sem var lokað og betur hefði mátt standa að snjómokstri. Innviðaráðherra mun veita Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur. 

Innlent
Fréttamynd

Flugferðum aflýst á Heathrow vegna veðurs

Raskanir eru á Heathrow flugvelli í dag vegna frosts og þoku en British Airways hefur þurft að aflýsa um 80 flugferðum vegna veðurs. Nóttin var sú kaldasta í meira en áratug. Engar raskanir virðast vera á ferðum félagsins til og frá Íslandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fötluð kona föst í flug­vél með stífluðu klósetti

Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 

Innlent
Fréttamynd

Flugi af­lýst og fólk enn fast í flug­vélum níu tímum eftir lendingu

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir.

Innlent
Fréttamynd

Hurð rifnaði af flugvallarbíl

Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar.

Innlent
Fréttamynd

Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukku­stundir

Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Telur Icelandair „veru­lega undir­verð­lagt“ og vill sjá umfangsmeira kaup­réttar­kerfi

Bandarískt fjárfestingafélag, sem eru á meðal tíu stærsta hluthafa Icelandair, segir að miðað við núverandi verðlagningu á íslenska flugfélaginu á markaði sé það „verulega undirverðlagt“ borið saman við önnur alþjóðleg flugfélög. Það væri til bóta ef Icelandair myndi bæta úr upplýsingagjöf sinni til fjárfesta, meðal annars með tíðari afkomuspám, og þá ætti félagið að koma á fót umfangsmeira kaupréttarkerfi fyrir lykilstjórnendur þess.

Innherji
Fréttamynd

Annar flugritinn sendur til Frakklands til greiningar

Yfirvöld í Nepal hafa sent annan af flugritum flugvélar sem brotlenti á sunnudaginn til Frakklands til rannsóknar. Um er að ræða þann flugrita sem geymir gögn um flugferðina en hinn flugritinn, sem tekur upp samskipti flugmanna í stjórnklefa flugvélarinnar verður rannsakaður í Nepal.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæðasta slys í þrjá ára­tugi

Að minnsta kosti 68 létust í flugslysi í Nepal í morgun. 72 voru um borð og telja björgunarsveitir ólíklegt að nokkur hafi komist lífs af. Mannskæðara flugslys í Nepal hefur ekki orðið síðan 1992.

Erlent
Fréttamynd

Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys

Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 

Erlent
Fréttamynd

„Sáum okkur leik á borði“

Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Flug­stjórinn í rétti í máli Margrétar

Icelandair var heimilt að neita Margréti Friðriksdóttur um greiðslu staðlaðra skaðabóta eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í september á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur að ekki sé tilefni til að draga í efa ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í því skyni að tryggja öryggi flugvélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Spá ferða­manna­fjölda á pari við 2018

Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst.

Viðskipti innlent