Reglulegar uppsagnir „því miður verið okkar raunveruleiki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 10:51 Jón Þór Þorvaldsson formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir flugmenn duglega að mennta sig og koma sér í aðrar vinnur þegar þeim er sagt upp vegna árstíðasveiflna, en 57 flugmönnum Icelandair var sagt upp í síðustu viku. Tilhneiging þeirra til að snúa aftur til fyrirtækisins sýni heilindi bæði flugmannanna og félagsins. „Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór. Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
„Tilfinningin er náttúrlega alltaf slæm. Það er alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp störfum,“ segir Jón Þór Þorvaldsson formaður Fía í samtali við fréttastofu. Flugmenn sem ljúka störfum í október eru 57 en 29 flugstjórar missa stöðuna og færast í stöðu flugmanns. Meiri sveifla hér en í Evrópu Félagið fundaði í gær með þeim flugmönnum sem sagt var upp og farið var yfir stöðuna. „Og við erum að bíða eftir gögnum frá vinnuveitanda um útreikningana á bak við þetta. Þannig að þetta er allt í ferli ennþá,“ segir Jón Þór. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair ræddi við fréttastofu um uppsagnirnar á dögunum. Hann sagði árstíðasveiflu ástæðu uppsagnanna og hann vonist til að flugmennirnir komi aftur til starfa frá félaginu næsta vor. Jón Þór bendir á að mikil sveifla sé í eftirspurn eftir flugsætum á heimsvísu en hún sé ýktari hjá Icelandair en hjá öðrum félögum vegna þess hvar Ísland er staðsett. Eftirspurnin eftir flugsætum sveiflist um rúmlega þrjátíu prósent hjá öðrum flugfélögum í Evrópu milli sumars og vetrar en um fjörutíu prósent hjá Icelandair. „Þannig að þetta hefur því miður verið okkar raunveruleiki að fólk missi vinnuna árstíðarbundið,“ segir Jón Þór. Heilindi félagsins og flugmanna mikil Aðspurður segir hann mjög erfitt fyrir flugmenn að missa vinnuna nokkra mánuði í senn ár hvert. „Enda hafa flugmenn verið ótrúlega duglegir að mennta sig í öðru og koma sér í vinnu annars staðar og íslenskir flugmenn hafa verið mjög eftirsóttir í flugstörf erlendis.“ Það sé vissulega erfitt að koma sér í nýtt starf í nokkra mánuði og ætla svo að snúa aftur. „En það er í raun og veru gæfa Icelandair og hollusta og trúnaður flugmanna við þetta fyrirtæki er alveg ótrúlega mikill. Og það lýsir bæði heilindum þeirra flugmanna sem starfa fyrir Icelandair og ekki síður fyrirtækinu sem er mjög gott fyrirtæki að vinna fyrir,“ segir Jón Þór.
Icelandair Stéttarfélög Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 „Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21
„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. 17. júní 2024 21:47