Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 15:25 Búið var að moka snjó upp að og undir bíl Þóris þegar hann kom erlendis frá Þórir Brynjúlfsson Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir. Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir.
Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira