Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Loftbelgnum brást bogalistin í beinni

Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins.

Lífið
Fréttamynd

Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum

Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum.

Innlent
Fréttamynd

Katalínan lendir á Þingvallavatni

Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið.

Innlent
Fréttamynd

Catalina lendir á þriðja tímanum

Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir viðbrögðum stjórnvalda vegna samdráttar í ferðaþjónustu

Samdrátturinn í ferðaþjónustunni á þessu ári jafnast á við fimm loðnubresti að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir afar brýnt að stjórnvöld bregðist við þessari grafalvarlegu stöðu með öflugu markaðsátaki. Ef ekkert verði aðhafst verði niðursveiflan í ferðaþjónustunni mun lengri en spáð hefur verið.

Innlent
Fréttamynd

Keypti í Icelandair fyrir 700 milljónir 

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Managment, sem kom fyrst inn í hlutahafahóp Icelandair Group í síðasta mánuði, bætti við sig hlutum í flugfélaginu í lok síðustu viku fyrir jafnvirði um 700 milljónir króna og er sjóðurinn eftir kaupin orðinn stærsti hluthafi Icelandair.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minnst 19 sagt upp hjá Isavia

Minnst 19 hefur verið sagt upp hjá Isavia. Uppsagnirnar voru tilkynntar á fundi með starfsmönnum í morgun og þar að auki var fimmtán starfsmönnum boðið lægra starfshlutfall.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ungt fólk í umfangsmiklu kókaínsmygli: „Unnið í málinu nánast allan sólarhringinn“

Fjórir Íslendingar sem eru í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls reyndu að flytja tæplega tuttugu kíló af kókaíni til landsins og er það eitt mesta magn kókaíns sem reynt hefur verið að smygla til landsins. Heimildir fréttastofu herma að þau séu öll á þrítugsaldri, einhverjir nær tvítugu en þrítugu. Yfirlögregluþjónn segir unnið nánast allan sólarhringinn að því að upplýsa málið.

Innlent
Fréttamynd

Þristur á leiðinni til Reykjavíkur

Enn ein flugvélin í þristaleiðangrinum mikla yfir Atlantshafið er nú á leiðinni til Íslands. Það yrði tólfta Douglas Dakota-flugvélin sem millilendir í Reykjavík á aðeins einni viku.

Innlent