Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu

Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið.

Erlent
Fréttamynd

Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“

"Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Eldurinn kviknaði við lendingu

41 eru látinn eftir eldsvoða í rússnesku farþegaflugvélinni sem nauðlenda þurfti á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu skömmu eftir flugtak.

Erlent
Fréttamynd

Hluti erlendu starfsmanna WOW air farinn aftur heim

Stór hluti þeirra sem hafa misst vinnuna eftir gjaldþrot WOW air eru erlendir ríkisborgarar, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Sumir erlendu starfsmenn WOW air hafi snúið aftur til heimalandsins.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir gert kröfu í þrotabú WOW air

Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air, hefur síðasta mánuðinn tekið við kröfulýsingum í þrotabúið. Hann segir að þær kröfur sem þegar hafi borist hlaupi á þúsundum en kröfuhafa hafa fjóra mánuði til að lýsa kröfum í búið.

Innlent
Fréttamynd

Hafnaði ofan í á við lendingu

Enginn slasaðist alvarlega þegar farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 hafnaði utan flugbrautar eftir lendingu og lenti ofan í St. John's ánni í Flórída í gærkvöldi. Alls voru 143 um borð og af þeim hlutu 20 minniháttar meiðsli.

Erlent