Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. mars 2020 13:03 Það má vænta þess að ferðabönn Bandaríkjanna og ESB muni hafa mikil áhrif á afkomu Icelandair Group. Vísir/vilhelm Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Arion banka, Fasteignafélögunum Eik og Reitum fallið um 7 til 8 prósent og um fjögurra prósenta lækkun hefur orðið á virði bréfa í Eimskipum, Símanum, Sýn og tryggingafélaginu VÍS. Úrvalsvísitalan hefur alls lækkað um liðlega 2,4 prósent það sem af er degi. Samtímis hefur gengi krónunar styrkst lítillega, eftir hrap síðustu daga. Lækkunin hefur alls num um 10 prósentum frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagnvart pundi og norsku krónunni í dag, um næstum 2 prósent, en um tæplega 1 prósent gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum. Hækkun Icelandair í dag kemur í kjölfar kröfugrar lækkunar síðastliðinn mánuð. Hvert ríkið á fætur öðru hefur innleitt ferðatakmarkanir eða lokað landamærum sínum, sem skiljanlega hefur áhrif á rekstur flugfélags. Er nú svo komið að virði bréfa í félaginu er 3,4 og hefur þannig lækkað um rúm 65 prósent á einum mánuði. Áður en til kórónuveirunnar kom virtist Icelandair vera að rétta úr kútnum. Flutningstölur báru með sér að farþegum félagsins færi fjölgandi, þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna sem staðið hefur yfir í rétt rúmt ár. Þegar fór að kræla á kórónuveirunni brást Icelandair við með aflýsingu flugferða, fyrst voru 80 ferðir felldar niður en tekið fram að horft væri til þess að aflýsa fleiri ferðum. Steininn tók hins vegar úr þegar Bandaríkjastjórn tók fyrir flug til landsins og líklegt verður að teljast að sambærileg ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé ekki til þess fallin að fjölga ferðum Icelandair til Evrópu næstu vikurnar. Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. Þannig hefur gengi hlutabréfa í Arion banka, Fasteignafélögunum Eik og Reitum fallið um 7 til 8 prósent og um fjögurra prósenta lækkun hefur orðið á virði bréfa í Eimskipum, Símanum, Sýn og tryggingafélaginu VÍS. Úrvalsvísitalan hefur alls lækkað um liðlega 2,4 prósent það sem af er degi. Samtímis hefur gengi krónunar styrkst lítillega, eftir hrap síðustu daga. Lækkunin hefur alls num um 10 prósentum frá áramótum. Mest hefur krónan styrkst gagnvart pundi og norsku krónunni í dag, um næstum 2 prósent, en um tæplega 1 prósent gagnvart öðrum helstu viðskiptamyntum. Hækkun Icelandair í dag kemur í kjölfar kröfugrar lækkunar síðastliðinn mánuð. Hvert ríkið á fætur öðru hefur innleitt ferðatakmarkanir eða lokað landamærum sínum, sem skiljanlega hefur áhrif á rekstur flugfélags. Er nú svo komið að virði bréfa í félaginu er 3,4 og hefur þannig lækkað um rúm 65 prósent á einum mánuði. Áður en til kórónuveirunnar kom virtist Icelandair vera að rétta úr kútnum. Flutningstölur báru með sér að farþegum félagsins færi fjölgandi, þrátt fyrir kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna sem staðið hefur yfir í rétt rúmt ár. Þegar fór að kræla á kórónuveirunni brást Icelandair við með aflýsingu flugferða, fyrst voru 80 ferðir felldar niður en tekið fram að horft væri til þess að aflýsa fleiri ferðum. Steininn tók hins vegar úr þegar Bandaríkjastjórn tók fyrir flug til landsins og líklegt verður að teljast að sambærileg ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sé ekki til þess fallin að fjölga ferðum Icelandair til Evrópu næstu vikurnar.
Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52