Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 20:28 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Við erum búin að ræða að við ýmsar starfsstéttir hérna í félaginu að við verðum í sameiningu að koma félaginu í gegn um þessar erfiðu aðstæður,“ sagði Bogi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. „Það ætlum við að gera með því að við verðum að lækka launakostnað á meðan við erum ekki að fljúga þá er það langstærsti kostnaðarliðurinn okkar.“ Þá segir hann að komi til ferðabanns muni það hafa veruleg áhrif á félagið en það sé í takt við þá þróun sem hafi verið undanfarna daga þar sem ferðabanni hefur verið komið á í mörgum löndum. Það hafi þegar haft mikil áhrif á félagið og áætlanir þess. „Við höfum verið að vinna þetta þannig undanfarna daga að taka upplýsingarnar og breyta okkar plönum miðað við það og við erum að taka þessar upplýsingar inn núna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það er að sjálfsögðu þannig að okkar leiðakerfi mun minnka og minnka þegar líður á þessa viku og við þurfum að bregðast við því í okkar rekstri og lækka okkar rekstrarkostnað því að tengiflug kemur ekki inn [til landsins] á meðan þetta ástand varir.“ Hann segir að félagið hafi verið að endurmeta leiðakerfi sitt dag frá degi og breyta flugáætlunum og fella þau niður eftir því sem lönd hafa verið að takmarka flug. „Núna í dag erum við að reka svona 60 prósent af leiðakerfinu eins og það var áætlað og það hefur verið að minnka dag frá degi og mun væntanlega halda áfram næstu daga.“ Beiðnin um ferðabann barst í dag frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ekki liggur þó fyrir hvenær niðurstaða verður kynnt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50 Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Við erum búin að ræða að við ýmsar starfsstéttir hérna í félaginu að við verðum í sameiningu að koma félaginu í gegn um þessar erfiðu aðstæður,“ sagði Bogi í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. „Það ætlum við að gera með því að við verðum að lækka launakostnað á meðan við erum ekki að fljúga þá er það langstærsti kostnaðarliðurinn okkar.“ Þá segir hann að komi til ferðabanns muni það hafa veruleg áhrif á félagið en það sé í takt við þá þróun sem hafi verið undanfarna daga þar sem ferðabanni hefur verið komið á í mörgum löndum. Það hafi þegar haft mikil áhrif á félagið og áætlanir þess. „Við höfum verið að vinna þetta þannig undanfarna daga að taka upplýsingarnar og breyta okkar plönum miðað við það og við erum að taka þessar upplýsingar inn núna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á okkur. Það er að sjálfsögðu þannig að okkar leiðakerfi mun minnka og minnka þegar líður á þessa viku og við þurfum að bregðast við því í okkar rekstri og lækka okkar rekstrarkostnað því að tengiflug kemur ekki inn [til landsins] á meðan þetta ástand varir.“ Hann segir að félagið hafi verið að endurmeta leiðakerfi sitt dag frá degi og breyta flugáætlunum og fella þau niður eftir því sem lönd hafa verið að takmarka flug. „Núna í dag erum við að reka svona 60 prósent af leiðakerfinu eins og það var áætlað og það hefur verið að minnka dag frá degi og mun væntanlega halda áfram næstu daga.“ Beiðnin um ferðabann barst í dag frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið verði tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ekki liggur þó fyrir hvenær niðurstaða verður kynnt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00 Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50 Mest lesið Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43
Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Forseti framkvæmdastjórnar ESB hefur lagt til að ferðabann verði sett á vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 16. mars 2020 18:00
Trump sagður reyna að hindra aðgang annarra þjóða að bóluefni Bandaríkjastjórn er sögð hafa boðið þýsku heilbrigðisfyrirtæki háar fjárhæðir fyrir einkarétt á bóluefni gegn kórónuveirunni sem fyrirtækið sé með í þróun. 15. mars 2020 20:50