Liverpool hyggst styrkja miðsvæðið enn frekar Forráðamenn enska fótboltafélagsins Liverpool ætla að festa kaup á brasilíska miðvallarleikmanninum Andre í janúar næstkomandi ef marka má heimiildir ESPN. Fótbolti 10. september 2023 17:36
Dortmund fylgist með framvindu mála hjá Sancho Þýska fótboltafélagið hefur það til skoðunar að endurheimta enska landsliðsmanninn Jadon Sancho sem er úti í kuldanum hjá Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Manchester United þessa stundina. Fótbolti 10. september 2023 17:05
„Við þurfum að átta okkur á að í lífinu þá áttu stundum slæma daga“ Åge Hareide segir mikilvægt að hlúa að leikmönnum sem gera mistök í leikjum. Hann segir nauðsynlegt að gera breytingar á liðinu fyrir leikinn gegn Bosníu á morgun. Fótbolti 10. september 2023 16:46
Hlín allt í öllu í sigri Kristianstad Hlín Eiríksdóttir fór á kostum í liði Kristianstad sem vann 4-2 sigur á Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Tveir aðrir íslenskir leikmenn komu við sögu í leikjum dagsins. Fótbolti 10. september 2023 15:24
Flick rekinn átta mánuðum áður en Þjóðverjar halda EM Hansi Flick hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari þýska landsliðsins í knattspyrnu. Þjóðverjar eru gestgjafar Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. Fótbolti 10. september 2023 15:07
Munnlegt samkomulag um félagaskipti í höfn Marco Veratti virðist vera á leið til katarska félagsins Al-Arabi. Félag hans PSG og katarska félagið hafa náð munnlegu samkomulagi um félagaskipti Ítalans. Fótbolti 10. september 2023 13:01
Settur til hliðar vegna ásakana um ofbeldi Antony er kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum hjá Manchester United. Félagið og Antony birtu nú áðan yfirlýsingar um málið á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 10. september 2023 12:22
Vildu að Solskjær tæki við landsliðinu Ole Gunnar Solskjær hefur staðfest að hann hafi rætt við norska knattspyrnusambandið um að taka við norska kvennalandsliðinu. Hege Riise hætti þjálfun liðsins á dögunum eftir erfitt HM. Fótbolti 10. september 2023 12:00
Íhugar að skipta um landslið Harvey Barnes veltir því nú fyrir sér að skipta um landslið og spila fyrir hönd Skotlands. Barnes hefur leikið einn landsleik fyrir England en skoskur bakgrunnur hans opnar á möguleika á skiptum. Enski boltinn 10. september 2023 11:31
Stórlið Arsenal óvænt úr leik í Meistaradeildinni Arsenal er úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir tap gegn París FC í forkeppninni í gær. Arsenal komst alla leið í undanúrslit í keppninni í fyrra. Fótbolti 10. september 2023 10:31
Selja gras á 60 þúsund kall Aðdáendur Barcelona á Spáni geta nú eignast grasblett af Nývangi, heimavelli liðsins, sem verið er að gera upp. Grasbletturinn er til sölu við vinnusvæðið sem umlykur leikvanginn sögufræga. Fótbolti 10. september 2023 09:00
Söfnuðu yfir tveimur milljónum punda í góðgerðarleik Í gær var spilaður góðgerðarleikur á heimavelli West Ham í Lundúnum. Uppselt var á leikinn en Sidemen hópurinn stóð fyrir þessum leik. Sport 10. september 2023 08:00
„Strákar, vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?" Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur. Fótbolti 9. september 2023 23:30
Farið að hitna verulega undir Hansi Flick eftir skell gegn Japan Þýskaland fékk skell gegn Japan í dag 1-4 í æfingaleik. Þýskaland heldur Evrópumótið næsta sumar og tekur því ekki þátt í undankeppni EM. Sport 9. september 2023 22:00
Vålerenga áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir vítaspyrnukeppni Vålerenga fór áfram í aðra umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Celtic var með unninn leik en Vålerenga jafnaði undir lok framlengingar og knúði fram vítaspyrnukeppni þar sem heimakonur höfðu betur . Sport 9. september 2023 21:00
Ítalía missteig sig gegn Norður Makedóníu | Kósóvó og Sviss gerðu dramatískt jafntefli Jafntefli var niðurstaðan í síðustu þremur leikjum kvöldsins í undankeppni EM. Sport 9. september 2023 20:45
Kyle Walker skoraði í jafntefli gegn Úkraínu | Svíþjóð valtaði yfir Eistland Úkraína og England skildu jöfn þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. England er í efsta sæti C-riðlis með 13 stig. Fótbolti 9. september 2023 18:00
Valur skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Valur vann Villaznia í Albaníu 1-2 í hreinum úrslitaleik um sæti í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Sport 9. september 2023 18:00
Selma Sól fór á kostum í sigri Rosenborg Rosenborg vann 0-2 útisigur gegn Lyn í norsku úrvalsdeild kvenna. Selma Sól Magnúsdóttir fór á kostum þar sem hún kom að báðum mörkum Rosenborg. Sport 9. september 2023 16:45
Grindavík valtaði yfir Augnablik og Fram hafði betur gegn KR Lengjudeild kvenna kláraðist í dag með heilli umferð. Grindavík valtaði yfir Augnablik, Fram hafði betur gegn KR og FHL gerði jafntefli gegn Aftureldingu. Sport 9. september 2023 16:00
Ræðst í lokaumferðinni hvaða lið fer beint upp Það kemur ekki í ljós fyrr en í lokaumferð Lengjudeildarinnar hvaða lið fer beint upp í Bestu deildina á næsta tímabili. Skagamenn eru í góðri stöðu en Afturelding á enn möguleika. Fótbolti 9. september 2023 15:57
Belgar með nauman sigur Belgía vann nauman sigur á Aserbaisjan þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. Belgar eru efstir í F-riðli ásamt Austurríki. Fótbolti 9. september 2023 15:15
Fylkir upp í Bestu deildina eftir sigur í hreinum úrslitaleik Fylkiskonur leika í Bestu deildinni á næsta ári en liðið vann 3-2 sigur á Gróttu í úrslitaleik liðanna í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti 9. september 2023 15:02
Sigur hjá Stjörnunni eftir maraþonleik og vítaspyrnur Stjarnan vann sigur á Sturm Graz í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir framlengdan leik og vítakeppni. Úrslit réðust ekki fyrr en í níundu umferð vítaspyrnukeppninnar. Fótbolti 9. september 2023 14:28
Juventus úr leik í Meistaradeildinni eftir vítakeppni Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði í dag gegn Frankfurt eftir vítakeppni. Fótbolti 9. september 2023 14:02
„Tími til kominn að njóta lífsins og fá sér nokkra bjóra“ Eden Hazard virðist vera að íhuga að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hazard er félagslaus sem stendur og í heimildamynd um belgíska landsliðið er hann greinilega farinn að hugsa um framtíðina án fótboltans. Fótbolti 9. september 2023 13:33
Neymar orðinn sá markahæsti en knattspyrnusambandið viðurkennir ekki metið Neymar varð í nótt markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins gegn Bólivíu. Fótbolti 9. september 2023 12:30
„Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu“ Fyrrum landsliðsmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason kalla eftir að menn stígi upp innan íslenska landsliðsins og taki á sig leiðtogahlutverk. Þeir eiga erfitt með að benda á leiðtoga innan leikmannahópsins í dag. Fótbolti 9. september 2023 12:01
Antony í viðtali í brasilísku sjónvarpi: Ofbeldi gagnvart konum er 100 prósent rangt Brasilíski knattspyrnumaðurinn kom fram í brasilískum sjónvarpsþætti í gær og neitaði ásökunum um ofbeldi sem birst hafa gagnvart honum. Manchester United segjast taka ásökununum alvarlega. Enski boltinn 9. september 2023 11:30
„Við verðum að gera betur“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum. Fótbolti 9. september 2023 11:00