Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Valur Páll Eiríksson skrifar 3. nóvember 2024 08:02 Theódór Elmar Bjarnason. Vísir/Vilhelm Theodór Elmar Bjarnason batt enda á 20 ára leikmannaferil sinn í fótboltanum síðustu helgi. Hans síðasti leikur var 7-0 sigur KR á HK í Bestu deild karla. Ferill Elmars dró hann víða um heim og óhætt að segja að hann hafi verið viðburðarríkur. Theodór Elmar er uppalinn í Vesturbæ og stundaði iðju sína með KR. Hann þótti mikið efni og aðeins 17 ára gamall vann hann sér sæti í stjörnum prýddu KR-liði og lék með mönnum á við Guðmund Benediktsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sigurvin Ólafsson auk tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssyni. „Fullt af þekktum reynsluboltum og erfitt umhverfi að koma inn í en á sama tíma var gott fyrir ungan leikmann að koma inn í þetta. Þetta voru menn sem höfðu unnið fullt af Íslandsmeistaratitlum með mikið keppnisskap. Maður lærði helling af þessum gaurum,“ segir Theodór Elmar. Mikið djamm á yngri árum Theodór Elmar heillaði með KR-ingum þetta sumar þrátt fyrir að liðinu hafi gengið illa og endað í sjötta sæti. Stökkið var stórt er hann fór ásamt æskufélaga sínum Kjartani Henry Finnbogasyni til stórliðs Celtic í Skotlandi. Hann eyddi fjórum árum hjá skoska liðinu og var á tíma nálægt því að vinna sér þar inn sæti þegar slæm meiðsli settu strik í reikninginn. Hann endaði á því að spila aðeins einn leik og flutti þá til Oslóar til að leika fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni. Elmar var nálægt því að brjóta sér leið inn í lið Celtic þegar meiðsli settu strik í reikninginn. Hér fagnar hann sigri unglingaliðs félagsins í skoska bikarnum í 19 ára aldursflokki.Getty Það gekk á ýmsu utan vallar hjá ungum atvinnumanni á þessum tíma. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ „Í Skotlandi var það þannig. Eftir Meistaradeildarleiki og deildarleiki fóru allir út á lífið. Þú varst bara annað hvort með eða fyrir utan. Það hundleiðinlegt að vera fyrir utan, þá taka þeir þig ekkert inn í hópinn og þá verður þú bara útundan,“ segir Elmar. Hætti í landsliðinu vegna afmælis á Prikinu Theodór Elmar spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og skoraði í honum eitt mark. Hann segir þá leiki auðveldlega hafa getað orðið fleiri ef ákvarðanataka hans sem ungs manns hefði verið á annan veg. Theodór Elmar sagði Ólafi Jóhannessyni að hann nennti ekki eyða tíma sínum í landsliðið eftir að hann var settur á bekkinn, tvítugur að aldri. Hann fór svo beinustu leið í afmæli bróður síns á Prikinu. „Þegar ég var ungur og með allt á hornum mér ákvað ég að hætta í landsliðinu þegar ég var bekkjaður tvítugur. Þá hringdi ég í þjálfarann og sagði honum að þetta væri eitthvað sem ég vildi ekki eyða tímanum mínum í. Fór svo í afmæli hjá bróður mínum á Prikinu. Forgangsröðunin var ekki alltaf eins og hún á að vera,“ „Svo kom ég til baka þegar kom nýr þjálfari, Lars, og var svona fastur inni í þessu eftir það. En maður hefði vissulega hefði verið með 30-40 leikjum meira ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun,“ segir Elmar. Fékk loksins almennilegan mat þegar hann kynntist konunni Hjá Lyn komst Elmar undir verndarvæng landsliðsmannsins Indriða Sigurðssonar, sem var leikmaður liðsins, og ber honum vel söguna. „Það var gríðarlega mikil hjálp og ég á honum gríðarlega mikið að þakka,“ segir Elmar um fyrrverandi liðsfélaga síns. „Hann á stóran þátt í því að maður átti eins góðan feril og raun ber vitni.“ Theodór Elmar og Pattra Sriyanonge kynntust á tíma hans í Noregi. Þau hafa verið saman í 16 ár og eiga tvö börn.Instagram/@pattrasriya Þegar hann lék í Noregi kynntist hann einnig konu sinni og við það urðu ákveðin kaflaskil. „Ég kynntist konunni í Noregi líka sem hjálpaði töluvert við að róa mann aðeins,“ segir Elmar. „Þá breyttist svolítið lífstíllinn hjá mér. Hvað ég borðaði og annað. Ég var hálf slappur í einn, tvo mánuði eftir að hún flutti inn til mín af því að hún fór allt í einu að elda fyrir mig. Líkaminn var í sjokki að borða eitthvað sem er raunverulega hollt,“ „Seinna meir á ferlinum þá var hún algjör klettur fyrir mann. Það er mjög mikilvægt að hafa svona manneskju við hlið sér,“ segir Elmar. Elti peningana og á inni 25 milljónir Theodór Elmar er opinn með það að hann hafi elst við peningana stóran hluta ferils síns. Hann færði sig til að mynda frá Gautaborg til Danmerkur þar sem hann fékk töluvert betri samning og skattaumhverfið var þægilegra. Á síðari hluta ferilsins í Tyrklandi var einnig um að ræða samninga sem erfitt var að hafna. „Svona í seinni tíð. Maður er alltaf með drauminn að spila í stærstu deildunum. Það var alveg nálægt því að gerast nokkrum sinnum,“ Indriði reyndist Elmari vel í Noregi og á sá síðarnefndi honum mikið að þakka.vísir/vilhelm „Svo er þetta orðið manni ljóst þegar þú ert orðinn 24-25 ára, að maður er ekki að fara að spila í stærstu deildunum. Þetta er stuttur ferill og maður fer að skoða meira peningana. Ég hefði getað farið til Hollands frá AGF og frá Randers en þá var AGF með betri samning en hollenska deildin. Þetta fór að snúast meira um það eftir krossbandameiðslin og ég orðinn 24-25 ára. Þá þarf maður að einbeita sér að öðru,“ segir Elmar. Theodór Elmar á hins vegar inni væna summu frá félagi í Tyrklandi. „Ég á inni pening þarna frá síðasta liðinu, Alazagispor. Þetta eru einhverjar 300 þúsund evrur, ekki nema,“ segir Theodór Elmar. Það jafngildir um 25 milljónum króna. Hann býst aldrei við að sjá þessa peninga. „Liðið er eiginlega orðið gjaldþrota og því sennilega bara lokað. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendir í því.“ Stutt á milli þess að vera skúrkur og þjóðhetja: „Galið léleg vörn hjá mér“ „Alltaf þegar ég sé þetta hugsa ég um atvik sem átti sér stað sex til sjö mínútum á undan,“ segir Elmar sem lýsir þá atviki þegar hann varðist Austurríkismanni innan teigs. Sá lék á hann og stökk yfir fót hans, en hefði hæglega getað hlaupið á fótinn og fengið vítaspyrnu. Elmari leiddist ekki á EM 2016 en mistök hans hefðu hæglega getað kostað landsliðið dýrt.vísir/getty „Þetta var galið léleg vörn hjá mér þarna. Ég setti fótinn út og vonaði það besta. Hann hefði getað hlaupið á fótinn, víti og Elmar bara mesti skúrkur þjóðarinnar.“ „Stuttu seinna er maður kominn einn í gegn og því fór sem fór,“ segir Elmar. 95 prósent erfitt Augnablik sem þessi standi vitaskuld upp úr eftir ferilinn. Honum fylgi alltaf erfiðleikar og hark en öll vinnan sem lögð er í hann sé fyrir þessi fimm prósent sem standa upp úr. „95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ Elmar segir ferilinn baráttu við þau litlu fimm prósent sem standa upp úr.Vísir/Vilhelm „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf upp,“ segir Theodór Elmar. Getur miðlað af sinni reynslu Theodór Elmar verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá KR og er því ekki á förum úr Vesturbænum. Hann segir það hafa verið tilboð sem hann gat ekki hafnað. „Þú færð ekkert þennan aðalþjálfara að bjóða þér starf sem aðstoðarþjálfari á hverju ári,“ segir Elmar sem hefur lært mikið af Óskari á þeim örfáu mánuðum sem þeir hafa unnið saman. Theodór Elmar handsalar samning sem nýr aðstoðarþjálfari við aðalþjálfarann Óskar Hrafn.Mynd/KR „Þessi stutti tími sem ég hef verið með Óskari eru fullt af pælingum sem eru nýjar fyrir mér. Ég tel mig hafa þokkalega þekkingu hvernig á að halda bolta inni í liði og svona en það eruallskonar punktar sem ég er búinn að læra af honum nú þegar. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu með það,“ segir Elmar. Eftir þennan litríka feril hafi hann þá af mikilli reynslu að miðla til yngri manna. „Ég held lífreynsla sé það mikilvægasta sem maður getur haft sem leiðbeinandi. Þú getur ekki lesið þér til um það, heldur þarft að lifa það,“ „Ég held ég geti kennt leikmönnum, sem eru kannski svolítið villtir, gríðarlega mikið og hjálpað þeim á beinu brautina aðeins fyrr en ég gerði,“ segir Theodór Elmar. Viðtalið má sjá í heild sinni efst. Hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum má hlusta á viðtalið í Besta sætinu. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Theodór Elmar er uppalinn í Vesturbæ og stundaði iðju sína með KR. Hann þótti mikið efni og aðeins 17 ára gamall vann hann sér sæti í stjörnum prýddu KR-liði og lék með mönnum á við Guðmund Benediktsson, Kristján Örn Sigurðsson, Sigurvin Ólafsson auk tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssyni. „Fullt af þekktum reynsluboltum og erfitt umhverfi að koma inn í en á sama tíma var gott fyrir ungan leikmann að koma inn í þetta. Þetta voru menn sem höfðu unnið fullt af Íslandsmeistaratitlum með mikið keppnisskap. Maður lærði helling af þessum gaurum,“ segir Theodór Elmar. Mikið djamm á yngri árum Theodór Elmar heillaði með KR-ingum þetta sumar þrátt fyrir að liðinu hafi gengið illa og endað í sjötta sæti. Stökkið var stórt er hann fór ásamt æskufélaga sínum Kjartani Henry Finnbogasyni til stórliðs Celtic í Skotlandi. Hann eyddi fjórum árum hjá skoska liðinu og var á tíma nálægt því að vinna sér þar inn sæti þegar slæm meiðsli settu strik í reikninginn. Hann endaði á því að spila aðeins einn leik og flutti þá til Oslóar til að leika fyrir Lyn í norsku úrvalsdeildinni. Elmar var nálægt því að brjóta sér leið inn í lið Celtic þegar meiðsli settu strik í reikninginn. Hér fagnar hann sigri unglingaliðs félagsins í skoska bikarnum í 19 ára aldursflokki.Getty Það gekk á ýmsu utan vallar hjá ungum atvinnumanni á þessum tíma. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ „Í Skotlandi var það þannig. Eftir Meistaradeildarleiki og deildarleiki fóru allir út á lífið. Þú varst bara annað hvort með eða fyrir utan. Það hundleiðinlegt að vera fyrir utan, þá taka þeir þig ekkert inn í hópinn og þá verður þú bara útundan,“ segir Elmar. Hætti í landsliðinu vegna afmælis á Prikinu Theodór Elmar spilaði 41 landsleik fyrir Íslands hönd og skoraði í honum eitt mark. Hann segir þá leiki auðveldlega hafa getað orðið fleiri ef ákvarðanataka hans sem ungs manns hefði verið á annan veg. Theodór Elmar sagði Ólafi Jóhannessyni að hann nennti ekki eyða tíma sínum í landsliðið eftir að hann var settur á bekkinn, tvítugur að aldri. Hann fór svo beinustu leið í afmæli bróður síns á Prikinu. „Þegar ég var ungur og með allt á hornum mér ákvað ég að hætta í landsliðinu þegar ég var bekkjaður tvítugur. Þá hringdi ég í þjálfarann og sagði honum að þetta væri eitthvað sem ég vildi ekki eyða tímanum mínum í. Fór svo í afmæli hjá bróður mínum á Prikinu. Forgangsröðunin var ekki alltaf eins og hún á að vera,“ „Svo kom ég til baka þegar kom nýr þjálfari, Lars, og var svona fastur inni í þessu eftir það. En maður hefði vissulega hefði verið með 30-40 leikjum meira ef ég hefði ekki tekið þessa ákvörðun,“ segir Elmar. Fékk loksins almennilegan mat þegar hann kynntist konunni Hjá Lyn komst Elmar undir verndarvæng landsliðsmannsins Indriða Sigurðssonar, sem var leikmaður liðsins, og ber honum vel söguna. „Það var gríðarlega mikil hjálp og ég á honum gríðarlega mikið að þakka,“ segir Elmar um fyrrverandi liðsfélaga síns. „Hann á stóran þátt í því að maður átti eins góðan feril og raun ber vitni.“ Theodór Elmar og Pattra Sriyanonge kynntust á tíma hans í Noregi. Þau hafa verið saman í 16 ár og eiga tvö börn.Instagram/@pattrasriya Þegar hann lék í Noregi kynntist hann einnig konu sinni og við það urðu ákveðin kaflaskil. „Ég kynntist konunni í Noregi líka sem hjálpaði töluvert við að róa mann aðeins,“ segir Elmar. „Þá breyttist svolítið lífstíllinn hjá mér. Hvað ég borðaði og annað. Ég var hálf slappur í einn, tvo mánuði eftir að hún flutti inn til mín af því að hún fór allt í einu að elda fyrir mig. Líkaminn var í sjokki að borða eitthvað sem er raunverulega hollt,“ „Seinna meir á ferlinum þá var hún algjör klettur fyrir mann. Það er mjög mikilvægt að hafa svona manneskju við hlið sér,“ segir Elmar. Elti peningana og á inni 25 milljónir Theodór Elmar er opinn með það að hann hafi elst við peningana stóran hluta ferils síns. Hann færði sig til að mynda frá Gautaborg til Danmerkur þar sem hann fékk töluvert betri samning og skattaumhverfið var þægilegra. Á síðari hluta ferilsins í Tyrklandi var einnig um að ræða samninga sem erfitt var að hafna. „Svona í seinni tíð. Maður er alltaf með drauminn að spila í stærstu deildunum. Það var alveg nálægt því að gerast nokkrum sinnum,“ Indriði reyndist Elmari vel í Noregi og á sá síðarnefndi honum mikið að þakka.vísir/vilhelm „Svo er þetta orðið manni ljóst þegar þú ert orðinn 24-25 ára, að maður er ekki að fara að spila í stærstu deildunum. Þetta er stuttur ferill og maður fer að skoða meira peningana. Ég hefði getað farið til Hollands frá AGF og frá Randers en þá var AGF með betri samning en hollenska deildin. Þetta fór að snúast meira um það eftir krossbandameiðslin og ég orðinn 24-25 ára. Þá þarf maður að einbeita sér að öðru,“ segir Elmar. Theodór Elmar á hins vegar inni væna summu frá félagi í Tyrklandi. „Ég á inni pening þarna frá síðasta liðinu, Alazagispor. Þetta eru einhverjar 300 þúsund evrur, ekki nema,“ segir Theodór Elmar. Það jafngildir um 25 milljónum króna. Hann býst aldrei við að sjá þessa peninga. „Liðið er eiginlega orðið gjaldþrota og því sennilega bara lokað. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendir í því.“ Stutt á milli þess að vera skúrkur og þjóðhetja: „Galið léleg vörn hjá mér“ „Alltaf þegar ég sé þetta hugsa ég um atvik sem átti sér stað sex til sjö mínútum á undan,“ segir Elmar sem lýsir þá atviki þegar hann varðist Austurríkismanni innan teigs. Sá lék á hann og stökk yfir fót hans, en hefði hæglega getað hlaupið á fótinn og fengið vítaspyrnu. Elmari leiddist ekki á EM 2016 en mistök hans hefðu hæglega getað kostað landsliðið dýrt.vísir/getty „Þetta var galið léleg vörn hjá mér þarna. Ég setti fótinn út og vonaði það besta. Hann hefði getað hlaupið á fótinn, víti og Elmar bara mesti skúrkur þjóðarinnar.“ „Stuttu seinna er maður kominn einn í gegn og því fór sem fór,“ segir Elmar. 95 prósent erfitt Augnablik sem þessi standi vitaskuld upp úr eftir ferilinn. Honum fylgi alltaf erfiðleikar og hark en öll vinnan sem lögð er í hann sé fyrir þessi fimm prósent sem standa upp úr. „95 prósent í fótboltanum eru vonbrigði. Svo eru einhver fimm prósent að upplifa geggjaðar tilfinningar. Annars ertu alltaf að vinna þig í gegnum að hafa tapað leikjum eða slíkt. Þú ert að spila fyrir þessi fimm prósent sem gefa þér svo mikið,“ Elmar segir ferilinn baráttu við þau litlu fimm prósent sem standa upp úr.Vísir/Vilhelm „Þau gefa þér svo mikið af því að stærsti hlutinn er alltaf verið að berja þig niður. Þeir sterkustu standa alltaf upp,“ segir Theodór Elmar. Getur miðlað af sinni reynslu Theodór Elmar verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá KR og er því ekki á förum úr Vesturbænum. Hann segir það hafa verið tilboð sem hann gat ekki hafnað. „Þú færð ekkert þennan aðalþjálfara að bjóða þér starf sem aðstoðarþjálfari á hverju ári,“ segir Elmar sem hefur lært mikið af Óskari á þeim örfáu mánuðum sem þeir hafa unnið saman. Theodór Elmar handsalar samning sem nýr aðstoðarþjálfari við aðalþjálfarann Óskar Hrafn.Mynd/KR „Þessi stutti tími sem ég hef verið með Óskari eru fullt af pælingum sem eru nýjar fyrir mér. Ég tel mig hafa þokkalega þekkingu hvernig á að halda bolta inni í liði og svona en það eruallskonar punktar sem ég er búinn að læra af honum nú þegar. Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu með það,“ segir Elmar. Eftir þennan litríka feril hafi hann þá af mikilli reynslu að miðla til yngri manna. „Ég held lífreynsla sé það mikilvægasta sem maður getur haft sem leiðbeinandi. Þú getur ekki lesið þér til um það, heldur þarft að lifa það,“ „Ég held ég geti kennt leikmönnum, sem eru kannski svolítið villtir, gríðarlega mikið og hjálpað þeim á beinu brautina aðeins fyrr en ég gerði,“ segir Theodór Elmar. Viðtalið má sjá í heild sinni efst. Hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum má hlusta á viðtalið í Besta sætinu.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira