Enski boltinn

Guð­laugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson gekk til liðs við Plymouth í sumar.
Guðlaugur Victor Pálsson gekk til liðs við Plymouth í sumar. Catherine Ivill - AMA/Getty Images

Guðlaugar Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle annan leikinn í röð en liðið mátti þola slæmt 3-0 tap gegn Leeds. 

Leeds – Plymouth Argyle 3-0

Guðlaugur Victor Pálsson þurfti að horfa þrisvar á eftir boltanum í eigið net gegn annars sætis liði Leeds. Guðlaugur Victor spilaði allan leikinn í hægri bakverði fyrir gestina, sem eru í 22. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 13 leiki.

Hann hefur núna byrjað og spilað tvo leiki í röð en var á bekknum í tveimur leikjum fyrir það.

Preston – Bristol 1-3

Stefán Teitur Þórðarson var ónotaður varamaður í 1-3 tapi Preston North End gegn Bristol City. Hann hefur komið inn af varamannabekknum í síðustu tveimur deildarleikjum en spilaði 90 mínútur í 3-0 tapi gegn Arsenal í deildarbikarnum á miðvikudag.

Preston er í 20. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 13 leiki. Bristol er í 8. sæti með 19 stig.

Grimsby – Wealdstone 0-1

Jason Daði Svanþórsson byrjaði á hægri væng heimamanna en var tekinn af velli á 64. mínútu. Justin Obikwu klúðraði víti á 11. mínútu fyrir heimamenn. Sigurmark gestanna var svo skorað á 90. mínútu af Alex Reid.

Blackburn Rovers – Sheffield Wednesday 0-2

Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi heimaliðsins. Hann hefur komið inn af varamannabekknum í síðustu tveimur deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×